Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur“

Breiðablik tapaði leik sínum gegn Maccabi Tel Aviv á Kópavogsvelli í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þeir grænklæddu voru lengst af með yfirhöndina í leiknum en tókst aðeins að skora eitt mark og klaufaleg mistök leiddu til tveggja marka hjá gestunum sem dugði þeim til 1-2 sigurs. 

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ vill að ríkið taki þátt í að greiða fyrir pylsuna

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands hefur form­lega óskað eftir að­komu ís­lenska ríkisins að fjár­mögnun á leigu sambandsins á hita­pylsunni svo­kölluðu sem notuð hefur verið til að gera Laugar­dals­völl, þjóðarleikvang Íslendinga, leik­færan fyrir leikina sem fram hafa farið á vellinum núna undan­farnar vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri og fé­lagar náðu í stig gegn Bayern

Orri Steinn Óskarsson og félagar hans í FCK eiga fína möguleika á því að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðið er í harðri baráttu um annað sætið þegar ein umferð er eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Þriggja vikna vinna í vaskinn

Það er enn ekki ljóst hver mun taka á sig að kostnaðinn við undir­­búning Laugar­­dals­­vallar fyrir Evrópu­­leiki Breiða­bliks í vetur. Undir­­búningur síðustu þriggja vikna fyrir síðasta heima­­leikinn, sem fara átti fram á Laugar­dals­velli annað kvöld, er farinn í vaskinn með ein­hliða á­­kvörðun UEFA í gær og hyggst fram­­kvæmda­­stjóri KSÍ taka málið upp á fundi UEFA um komandi helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­kvörðun UEFA kom vallar­stjóra Laugar­dals­vallar á ó­vart: „Virki­legt högg“

Kristinn V. Jóhanns­son, vallar­stjóri Laugar­dals­vallar, segir það hafa verið virki­legt högg fyrir sig og starfs­fólk vallarins í gær­kvöldi þegar að þau fengu veður af á­kvörðun Evrópska knatt­spyrnu­sam­bandsins að færa leik Breiða­bliks og Mac­cabi Tel Aviv í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu af vellinum yfir á Kópa­vogs­völl. Margra vikna vinn er nú farin í súginn og segir Kristinn að vel hefði verið hægt að spila leikinn á Laugar­dals­velli sem sé í mjög góðu á­sig­komu­lagi.

Fótbolti