Ráðherrar VG fóru fram á að brottvísun Yazans yrði frestað Ráðherrar Vinstri grænna fóru fram á að mál Yazans Tamimi yrði rætt í ríkisstjórn. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fyrirskipað í kjölfarið að brottvísun hans frá landinu yrði frestað. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 16. september 2024 11:33
Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. Innlent 16. september 2024 08:22
Bæjarstjóri vill funda með ráðherra um hávaða á Kársnesi Augnablikshávaði vegna flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli mælist reglulega langt yfir það sem er kveðið á um í reglugerð um hávaða um mörk vegna hávaða frá flugumferð. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra til að ræða hávaðamengun á Kársnesi vegna aukinnar flugumferðar við Reykjavíkurflugvöll. Innlent 16. september 2024 06:45
„Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ Innlent 16. september 2024 06:39
Yazan vakinn á sjúkrabeði og á leið úr landi Ellefu ára gamall fjölfatlaður drengur frá Palestínu var vakinn á sjúkrabeði sínu í Rjóðrinu seint í kvöld af lögreglu. Til stendur að fljúga með hann úr landi í fyrramálið ásamt fjölskyldu hans. Innlent 16. september 2024 00:42
Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. Innlent 15. september 2024 07:27
Ekki króna í þrotabúi Base parking Ekki króna fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú Siglt í strand ehf., sem hét áður Base parking ehf.. Lýstar kröfur námu tæpum 59 milljónum króna. Viðskipti innlent 13. september 2024 11:29
Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Þúsundir starfsmanna Boeing hefja verkfallsaðgerðir í dag eftir að hafa hafnað tilboði fyrirtækisins í yfirstandandi kjaradeilum, þrátt fyrir að það hafi hljóðað upp á 25 prósenta launahækkun á fjórum árum. Erlent 13. september 2024 06:54
Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. Innlent 12. september 2024 22:40
Ráðinn fjárfestatengill Icelandair Kristófer Númi Hlynsson hefur verið ráðinn sem fjárfestatengill Icelandair. Viðskipti innlent 12. september 2024 09:50
Töf á að flugfélög njóti almennilega lækkana á eldsneytisverði Verð á flugvélaeldsneyti hefur lækkað umtalsvert á fáeinum mánuðum. Greinendur segja að verði olíuverð áfram á svipuðum slóðum ætti það að hafa umtalsverð áhrif á afkomu og verðmat flugfélaga í Kauphöllinni. Flugfélögin Icelandair og Play hafa gert framvirka samninga um kaup á olíu sem hefur í för með sér að lækkunin skilar sér ekki að fullu í reksturinn strax. Innherji 11. september 2024 16:04
„Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. Innlent 11. september 2024 13:29
Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. Innlent 11. september 2024 12:20
Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Fulltrúar flugfélaganna United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal þeirra sem komin eru saman til fundar í Hörpu til að ræða hvernig bæta megi upplifun farþega við röskun á flugi. Viðskipti innlent 11. september 2024 10:03
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. Skoðun 11. september 2024 08:02
Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 281 þúsund í ágúst samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Þetta er svipaður fjöldi og í ágúst á síðasta ári. Viðskipti innlent 11. september 2024 07:35
Myndband af Airbus-þotu Icelandair koma úr málun Fyrsta Airbus-þotan, sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Þotan er af gerðinni Airbus A321 LR og fær skráningarstafina TF-IAA. Innlent 10. september 2024 20:55
Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Félagar í samtökunum Hljóðmörk - Íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli krefjast þess að óþarfa flug hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Innlent 10. september 2024 14:33
Fyrsta Airbus-þotan komin í liti Icelandair TF-IAA, fyrsta Airbus-þotan sem Icelandair mun taka við, kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi. Áætlað er að þotan, sem er af gerðinni Airbus A321 LR, komi til landsins í nóvember og verði fáum dögum síðar tekin í notkun á áætlunarleiðum Icelandair. Innlent 10. september 2024 10:20
Play bætir við áfangastað í Króatíu Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til borgarinnar Pula í Króatíu. Um er að ræða annan áfangastað félagsins til Króatíu en boðið hefur verið upp á ferðir til Split. Viðskipti innlent 10. september 2024 10:07
„Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. Innlent 9. september 2024 21:21
Vöruflutningavél festist á brautinni Vöruflutningavél festist á Keflavíkurflugvelli síðdegis með þeim afleiðingum að tvær einkaþotur hringsóluðu og enduðu á því að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Innlent 9. september 2024 17:52
Flugmenn keyptu einbýli Rikka Daða á undirverði RD 11, félag í eigu Ríkharðs Daðasonar fjárfestis, seldi nýverið glæsilegt einbýlishús við Sunnuveg í Reykjavík þrettán milljónum undir ásettu verði. Lífið 9. september 2024 15:33
Sætanýtingin aldrei verið betri Flugfélagið Play flutti 187.960 farþega í ágúst 2024, sem er 1,8 prósenta aukning frá ágúst í fyrra þegar félagið flutti 184.926 farþega. Sætanýtingin í nýliðnum ágústmánuði var 91,6 prósent, sem er met í einum mánuði hjá félaginu en um er að ræða 2,7 prósenta aukningu frá ágúst í fyrra þegar sætanýtingin var 88,9 prósent. Viðskipti innlent 9. september 2024 09:03
Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu Brynjar Níelsson segir kynþokka og gleði vera eitur í beinum þeirra sem kenni sig við kvenfrelsi og jafnrétti og vísar þar í þau hörðu viðbrögð sem umdeild auglýsingaherferð Play vakti í vikunni. Innlent 8. september 2024 15:37
Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Flugfélag Íslands númer tvö, sem starfaði á árunum 1928 til 1931, lifði ekki af kreppuna. Gjaldþrot félagsins varð hins vegar til þess að fyrstu íslensku flugvirkjarnir gerðust flugvélasmiðir. Þeir smíðuðu flugvél, þá fyrstu sem alfarið var hönnuð og smíðuð á Íslandi. Innlent 8. september 2024 07:37
„Það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama“ Drífa Snædal gagnrýnir flugfélagið Play harðlega fyrir nýja auglýsingaherferð. Hún segir konur niðurlægðar í auglýsingum fyrirtækisins. Innlent 7. september 2024 17:09
Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi Innlent 7. september 2024 12:50
Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segist orðlaus yfir auglýsingum flugfélagsins Play þar sem stór kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur koma við sögu. Margir gagnrýna auglýsingarnar en aðrir segja fólki að anda með nefinu og kunna vel að meta. Viðskipti innlent 6. september 2024 23:32
Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Tollurinn lagði hald á átján skotvopn á fyrstu átta mánuðum ársins sem er mun meira en fyrir ári. Dæmi eru um að börn komi með vopn heim úr sólarlandaferðum með fjölskyldunni. Innlent 6. september 2024 20:02