Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Gengur hundrað kíló­metra með hundrað kílóa sleða

Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, ætlar á sumardaginn fyrsta ganga 100 kílómetra til styrktar Píeta samtökunum. Á eftir sér mun hann draga 100 kílóa sleða sem hann léttir á tíu kílómetra fresti. 

Lífið
Fréttamynd

„Draumur að verða að veru­leika“

Þjálfarinn Sandra Björg Helgadóttir og eiginmaður hennar Hilmar Arnarsson eiga von á sínu fyrsta barni saman í haust. Hjónin greina frá tímamótunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Hefur miklar á­hyggjur af á­huga ungra stúlkna á snyrti­vörum

„Í gegnum tíðina hefur konum og körlum verið sagt að lifa, borða og hreyfa sig á sama hátt frá degi til dags án tillits til þess hve ólík hormónanakerfi þeirra eru. Hormónin okkar hafa nefnilega áhrif á ótal margt í lífi okkar eins og andlega líðan, orkustig, kynhvöt, úthald, fæðuval, svefn og fleira,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari og stofnandi Withsara.

Lífið
Fréttamynd

Skipu­leggur þú tímann þinn?

Hér koma nokkrar pælingar á föstudegi varðandi tímanotkun. Að mínu mati er tíminn minn og athygli mikilvægasti gjaldmiðill sem ég hef. Því ég fæ tímann minn aldrei aftur. Ekki eins og pening sem ég get alltaf eignast að nýju ef ég eyði honum.

Skoðun
Fréttamynd

„Heilt ár af því að upp­lifa lífið án deyf­ing­ar“

Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir rit- og myndhöfundur fagnaði eins árs edrúafmæli í gærkvöldi á Hamborgarafabrikkunni ásamt fjölskyldu sinni. Hún segist taka einn dag í einu þar sem alkahólismi er mun flóknari sjúkdómur en það eitt að leggja frá sér glasið.

Lífið
Fréttamynd

Eftir­lætis pönnu­kökur Önnu Ei­ríks

Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríksdóttir deildi uppskrift að einfaldri og meinhollri pönnukökuuppskrift með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin inniheldur engan sykur og er í miklu eftirlæti hjá Önnu og fjölskyldu. 

Lífið
Fréttamynd

DONE gæinn, markaðsmaður ársins?

Mikil umfjöllun hefur átt sér stað um hinna svokallaða DONE gæja vegna óhefðbundinnar markaðssetningar á próteindrykknun DONE en drykkurinn hefur slegið í gegn á Íslandi frá því hann kom á markað í lok árs 2023. Róbert Freyr Samaniego er DONE gæinn, stofnandi og eigandi próteindrykksins DONE.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Pawel sleppti því að drekka á­fengi í mánuð

Pawel Bartozsek varaborgarfulltrúi Viðreisnar er á degi þrjátíu í áfengispásu. Hann segist aldrei hafa haft eins mikinn tíma í sólarhringnum. Pawel gerir þetta reglulega, einu sinni tvisvar á ári, oftast á vorin sem hann lýsir sem langbesta tímanum í þetta.

Lífið
Fréttamynd

Taktu stjórn á streituviðbragðinu

Það fylgja því ýmsar flækjur að vera manneskja, að búa yfir flóknu tauga- og hormónakerfi sem tekur auðveldlega stjórnvölin á bæði athyglinni og tilfinningum okkar í tíma og ótíma. Með innbyggt viðvörunarkerfi sem bregst við hvers kyns ógn, bæði skynjaðri og ímyndaðri getur verið kúnst að komast í gegnum daginn.

Skoðun
Fréttamynd

Frískandi sítrónu-mangóískaka að hætti Jönu

Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur birti uppskrift að ljúffengri og frískandi sítrónu-mangóísköku á Instragram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna af hollari gerðinni og því óhætt að gæða sér á henni með góðri samvisku.

Lífið
Fréttamynd

Tryggjum íþróttastarf fyrir fötluð börn

Aðeins 4% fatlaðra barna eru virk í starfi hjá íþróttahreyfingunni. Þeirri stöðu verður að breyta. Eldhugar innan íþróttahreyfingarinnar og samtaka foreldra fatlaðra barna hafa tekið málið föstum tökum í verkefninu „Allir með“, sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Léttist um sjö kíló og fegin að hafa tekist það án megrunarlyfja

Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir líðan sína aldrei hafa verið betri síðan hún vatt kvæði sínu í kross í janúar og breytti algerlega um lífsstíl. Úr því að vera viðskiptavinur ársins í bakaríum landsins þá hætti hún að borða allan sykur og kolvetni og segir líkamlega og andlega heilsu sína aldrei hafa verið betri.

Lífið
Fréttamynd

Vaknaði einn daginn og gat ekki notað hægri höndina

Daníel Már Pálsson atvinnupókerspilari vakti athygli á dögunum eftir að hann vann 26 milljónir íslenskra króna á stórmóti á Jeju Island í Suður-Kóreu á dögunum. Þetta er stærsti sig­ur Daní­els á pókermóti hingað til. Hann segir baráttuna við gigtina hafa mótað sig mest í lífinu.

Lífið
Fréttamynd

Guð­finnur tekur sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum

Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, mun taka sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum vegna veikinda og öðrum persónulegum ástæðum. Hann segir vinátta þeirra sem eru með honum í bæjarstjórn og nefndarstörfum gera það tilhlökkunarefni að snúa aftur.

Innlent
Fréttamynd

Réttu hlaupa­fötin fyrir ís­lenskt „vor“

Með hækkandi sól langar líkamann út að hreyfa sig og einfaldasta hreyfingin er að rífa sig upp úr sófanum og hlaupa beint út um dyrnar. Íslenska vorið er oft ansi vetrarlegt en það þarf ekki að stoppa okkur. Það er hægt að hlaupa úti í öllum veðrum ef fólk klæðir sig rétt.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Njótum þess að borða það sem við elskum yfir há­tíðarnar

Meltingarensím geta verið alger bjargvættur og hjálpað okkur betur að ráða við þungar máltíðir yfir hátíðartímabilið. Ensím taka þátt í hverju einasta efnafræðilega ferli sem á sér stað í líkamanum, meðal annars að hámarka upptöku næringarefna í líkamanum ásamt því að hjálpa til við að breyta fæðu í orku.

Lífið samstarf