Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar 25. apríl 2025 22:32 Vissir þú að á Íslandi eru bara um 100 næringarfræðingar? Sem er gríðarlega lítill hópur miðað við vaxandi þörf vegna aukningar í upplýsingaóreiðu um næringu í samfélaginu, stækkandi hóps eldra fólks og aukningu ýmissa sjúkdóma. Við lifum á tímum þar sem netmiðlar, áhrifavaldar og skyndilausnir ráða ríkjum í umræðum um næringu og mat. Næring er vinsælt umræðuefni á samfélagsmiðlum, þar sem misvísandi ráð og tískukúrar birtast daglega, oftar en ekki án þess að byggjast á neinum vísindalegum staðreyndum. Í dag er næringarfræðin mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þekking okkar á áhrifum matar á heilsu hefur í raun aldrei verið betri sem er merkilegt í ljósi þess að á sama tíma hefur ruglingurinn aldrei verið meiri hjá almenningi. En eins og staðan er fær Matvæla- og næringarfræðideild HÍ því miður lítið fjármagn vegna þess hve fáir nemendur eru við deildina, þrátt fyrir öfluga rannsóknastarfsemi innan deildarinnar. Næringarfræðingar eru þó lykilfólk í heilsueflingu framtíðarinnar. Næring hefur nefnilega áhrif á sjúkdómsbyrði þjóðarinnar en hún getur bætt heilsuna, sparað fé og bætt lífsgæði. Öll þurfum við að borða á hverjum degi, alla ævi og sú næring sem við borðum hefur áhrif á heilsu okkar og líðan. Hún veitir líkamanum orku, næringarefni og stuðlar að eðlilegri starfsemi allra kerfa líkamans ásamt því að hafa áhrif á hvernig við vöxum, lærum, eldumst og líður andlega. Ísland er þó því miður langt á eftir mörgum nágrannalöndum þegar kemur að stöðugildum næringarfræðinga eins og er. Þá eru flestir landsmenn töluvert langt frá því að fylgja næringarráðleggingum og einkennist mataræði Íslendinga gjarnan af lítilli trefjaneyslu og vöntun á næringarríkum matvælum á borð við grænmeti, ávexti og heilkorn. En breytingar í átt að ráðleggingum gætu bætt lýðheilsu töluvert. Til þess þurfum við helst fleiri næringarfræðinga og að fleiri skrái sig í næringarfræði við Háskóla Íslands sem er eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að öðlast þessa menntun eins og er. Við erum að eldast sem þjóð, langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar sækja á, og samhliða eykst þörfin á sérfræðingum sem hjálpa við að viðhalda góðri heilsu, fyrirbyggjandi og í meðferð. Sérþekking næringarfræðinga hjálpar fólki að greina milli staðreynda og mýta, stuðlar að jákvæðu sambandi við mat og hjálpar til við að koma í veg fyrir alvarlega heilsufarsvanda. En hvað felur í sér að vera næringarfræðingur? Næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti þar sem þarf að hafa lokið 5 ára háskólanámi, þar af meistaragráðu í næringarfræði og öðlast starfsleyfi frá Embætti Landlæknis. Næringarfræðingar sinna meðal annars mikilvægu starfi í heilbrigðiskerfinu, á rannsóknarstofum, í skólum, matvælaiðnaði og einkarekstri. Þá veita þeir líka mikilvæga og gagnreynda ráðgjöf, vinna að forvörnum, meðhöndlun sjúkdóma, rannsóknarvinnu og fræðslu. Næringarfræði er fjölbreytt og krefjandi þverfaglegt nám sem stendur á sterkum grunni í líf- og heilbrigðisvísindum. Dæmi um fög í náminu eru næringarfræði, efnafræði, líffræði, líffærafræði, matvælafræði, sálfræði og neytendafræði, ónæmisfræði, tölfræði og gagnavinnsla, lífeðlisfræði, og matvælaörverufræði. Námið sameinar bóklega og verklega þekkingu og einkennist af mikilli fjölbreytni, þverfaglegri nálgun og fræðilegri dýpt. Farið er ítarlega í alla ferla líkamans alveg inn að frumu og fjallað um hvernig næring hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu á öllum æviskeiðum við fjölbreyttar aðstæður. Námið veitir einnig innsýn í mikilvægi einstakra næringarefna, hlutverk þeirra í líkamanum og hvernig þau stuðla að heilbrigði. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, vísindalega hugsun, lausnamiðaða verkefnavinnu og raunhæfa nálgun. Það miðar þannig að því að efla sjálfstæði nemenda í námi og styrkja hæfni þeirra til að afla sér upplýsinga. Nemendur fá einnig þjálfun í mismunandi aðferðafræðum og eru því vel undirbúnir fyrir fjölbreytt störf eftir námið. Markmiðið er að næringarfræðingar hafi trausta fræðilega undirstöðu eftir námið og geti miðlað þekkingu á skýran hátt. Næringarfræðin er ein af lykilgreinum framtíðarinnar þegar kemur að forvörnum, heilsueflingu og meðferð sjúkdóma. Ef við viljum bætta lýðheilsu, þá verðum við að hlúa að þessari grein og það byrjar með því að fleiri skrá sig í námið. Ef þú hefur áhuga á að skilja hvernig matur hefur áhrif á líkamann og starfa við eitt mikilvægasta verkefni samtímans, að bæta lýðheilsu er rétti tíminn til að skrá sig í næringarfræði í HÍ og taka þannig þátt í að móta framtíð heilsu þjóðarinnar. Meiri upplýsingar hér: https://hi.is/naeringarfraedi Höfundur er næringarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Heilsa Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að á Íslandi eru bara um 100 næringarfræðingar? Sem er gríðarlega lítill hópur miðað við vaxandi þörf vegna aukningar í upplýsingaóreiðu um næringu í samfélaginu, stækkandi hóps eldra fólks og aukningu ýmissa sjúkdóma. Við lifum á tímum þar sem netmiðlar, áhrifavaldar og skyndilausnir ráða ríkjum í umræðum um næringu og mat. Næring er vinsælt umræðuefni á samfélagsmiðlum, þar sem misvísandi ráð og tískukúrar birtast daglega, oftar en ekki án þess að byggjast á neinum vísindalegum staðreyndum. Í dag er næringarfræðin mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þekking okkar á áhrifum matar á heilsu hefur í raun aldrei verið betri sem er merkilegt í ljósi þess að á sama tíma hefur ruglingurinn aldrei verið meiri hjá almenningi. En eins og staðan er fær Matvæla- og næringarfræðideild HÍ því miður lítið fjármagn vegna þess hve fáir nemendur eru við deildina, þrátt fyrir öfluga rannsóknastarfsemi innan deildarinnar. Næringarfræðingar eru þó lykilfólk í heilsueflingu framtíðarinnar. Næring hefur nefnilega áhrif á sjúkdómsbyrði þjóðarinnar en hún getur bætt heilsuna, sparað fé og bætt lífsgæði. Öll þurfum við að borða á hverjum degi, alla ævi og sú næring sem við borðum hefur áhrif á heilsu okkar og líðan. Hún veitir líkamanum orku, næringarefni og stuðlar að eðlilegri starfsemi allra kerfa líkamans ásamt því að hafa áhrif á hvernig við vöxum, lærum, eldumst og líður andlega. Ísland er þó því miður langt á eftir mörgum nágrannalöndum þegar kemur að stöðugildum næringarfræðinga eins og er. Þá eru flestir landsmenn töluvert langt frá því að fylgja næringarráðleggingum og einkennist mataræði Íslendinga gjarnan af lítilli trefjaneyslu og vöntun á næringarríkum matvælum á borð við grænmeti, ávexti og heilkorn. En breytingar í átt að ráðleggingum gætu bætt lýðheilsu töluvert. Til þess þurfum við helst fleiri næringarfræðinga og að fleiri skrái sig í næringarfræði við Háskóla Íslands sem er eini staðurinn á landinu þar sem hægt er að öðlast þessa menntun eins og er. Við erum að eldast sem þjóð, langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar sækja á, og samhliða eykst þörfin á sérfræðingum sem hjálpa við að viðhalda góðri heilsu, fyrirbyggjandi og í meðferð. Sérþekking næringarfræðinga hjálpar fólki að greina milli staðreynda og mýta, stuðlar að jákvæðu sambandi við mat og hjálpar til við að koma í veg fyrir alvarlega heilsufarsvanda. En hvað felur í sér að vera næringarfræðingur? Næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti þar sem þarf að hafa lokið 5 ára háskólanámi, þar af meistaragráðu í næringarfræði og öðlast starfsleyfi frá Embætti Landlæknis. Næringarfræðingar sinna meðal annars mikilvægu starfi í heilbrigðiskerfinu, á rannsóknarstofum, í skólum, matvælaiðnaði og einkarekstri. Þá veita þeir líka mikilvæga og gagnreynda ráðgjöf, vinna að forvörnum, meðhöndlun sjúkdóma, rannsóknarvinnu og fræðslu. Næringarfræði er fjölbreytt og krefjandi þverfaglegt nám sem stendur á sterkum grunni í líf- og heilbrigðisvísindum. Dæmi um fög í náminu eru næringarfræði, efnafræði, líffræði, líffærafræði, matvælafræði, sálfræði og neytendafræði, ónæmisfræði, tölfræði og gagnavinnsla, lífeðlisfræði, og matvælaörverufræði. Námið sameinar bóklega og verklega þekkingu og einkennist af mikilli fjölbreytni, þverfaglegri nálgun og fræðilegri dýpt. Farið er ítarlega í alla ferla líkamans alveg inn að frumu og fjallað um hvernig næring hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu á öllum æviskeiðum við fjölbreyttar aðstæður. Námið veitir einnig innsýn í mikilvægi einstakra næringarefna, hlutverk þeirra í líkamanum og hvernig þau stuðla að heilbrigði. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, vísindalega hugsun, lausnamiðaða verkefnavinnu og raunhæfa nálgun. Það miðar þannig að því að efla sjálfstæði nemenda í námi og styrkja hæfni þeirra til að afla sér upplýsinga. Nemendur fá einnig þjálfun í mismunandi aðferðafræðum og eru því vel undirbúnir fyrir fjölbreytt störf eftir námið. Markmiðið er að næringarfræðingar hafi trausta fræðilega undirstöðu eftir námið og geti miðlað þekkingu á skýran hátt. Næringarfræðin er ein af lykilgreinum framtíðarinnar þegar kemur að forvörnum, heilsueflingu og meðferð sjúkdóma. Ef við viljum bætta lýðheilsu, þá verðum við að hlúa að þessari grein og það byrjar með því að fleiri skrá sig í námið. Ef þú hefur áhuga á að skilja hvernig matur hefur áhrif á líkamann og starfa við eitt mikilvægasta verkefni samtímans, að bæta lýðheilsu er rétti tíminn til að skrá sig í næringarfræði í HÍ og taka þannig þátt í að móta framtíð heilsu þjóðarinnar. Meiri upplýsingar hér: https://hi.is/naeringarfraedi Höfundur er næringarfræðingur
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun