San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Íslenska karlalandsliðið dreymir um sæti í umspili um laus sæti á HM og þarf mjög hagstæð úrslit úr leikjum sínum til að ná þangað. Önnur smáþjóð í Evrópu er hins vegar í allt annarri stöðu. Fótbolti 12.11.2025 11:30
Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Íslenska fótboltalandsliðið á enn góða möguleika á komast í umspil um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins en það þarf þó ýmislegt að ganga upp hjá liðinu í lokaleikjunum sem eru í þessum landsliðsglugga sem stendur nú yfir. Fótbolti 12.11.2025 10:31
Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Cristiano Ronaldo viðurkenndi í viðtali í gær að hann búist við því að sjötta heimsmeistaramótið hans á næsta ári, þegar hann verður 41 árs, verði hans síðasta. Fótbolti 12.11.2025 09:03
Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti 12.11.2025 07:01
Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Federico Chiesa vill enn ekki spila fyrir ítalska karlalandsliðið í knattspyrnu. Ítalska landsliðið verður því án eins af sínum sterkustu leikmönnum í úrslitaleikjunum um sæti HM í þessari viku. Fótbolti 11. nóvember 2025 10:02
Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Kevin Mac Allister, eldri bróðir miðjumanns Liverpool, Alexis Mac Allister, hefur verið valinn í argentínska landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn en hann fékk útkall eftir að þrír leikmenn forfölluðust úr hópnum. Fótbolti 11. nóvember 2025 09:03
Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Lionel Messi heimsótti Nývang, heimavöll Barcelona, í gærkvöldi og birti myndir af sér með tilfinningaríkum texta. Enginn háttsettur aðili hjá Barcelona vissi hins vegar af heimsókninni. Fótbolti 10. nóvember 2025 23:18
Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Benjamin Sesko er að glíma við mikinn skort á sjálfstrausti samkvæmt sérfræðingum Sunnudagsmessunnar og ekki mun það hjálpa að framherjinn hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Slóveníu, vegna meiðsla sem hann varð fyrir undir lok leiks Manchester United og Tottenham um helgina. Fótbolti 10. nóvember 2025 19:30
Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Portúgalska fótboltalandsliðið mun heiðra goðsagnakennda framherjann Eusébio með því að spila í sérstakri treyju honum til heiðurs í þessum mánuði Fótbolti 6. nóvember 2025 16:32
Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir það mikið áfall að hafa landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson hafi ekkert geta spilað með liðinu í undankeppni HM. Hákon Arnar Haraldsson hafi hins vegar vaxið mikið í fyrirliðahlutverkinu í hans fjarveru. Fótbolti 6. nóvember 2025 11:02
Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Arsenal-framherjinn Viktor Gyökeres verður ekki klár fyrir komandi leiki Svía í undankeppni HM í fótbolta og var því ekki valinn. Alexander Isak er hins vegar í hópnum. Fótbolti 5. nóvember 2025 15:32
Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Jóhann Berg Guðmundsson og Hörður Björgvin Magnússon eru mættir aftur í íslenska landsliðshópinn og verða með liðinu í leikjunum gegn Aserbaísjan og Úkraínu síðar í mánuðinum. Landsliðsþjálfarinn vonar að þeir gefi jafn mikið af sér innan hópsins og Aron Einar Gunnarsson. Fótbolti 5. nóvember 2025 13:55
Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Orri Steinn Óskarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, getur ekki tekið þátt í næsta verkefni landsliðsins og Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari var spurður út í stöðuna á Orra á blaðamannafundi í dag. Fótbolti 5. nóvember 2025 13:33
Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur verið valinn að nýju í íslenska fótboltalandsliðið fyrir síðustu leikina í undanriðlinum fyrir HM 2026. Hörður Björgvin Magnússon snýr einnig aftur. Fótbolti 5. nóvember 2025 13:03
Svona var blaðamannafundur Arnars Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, hefur ákveðið hvaða leikmenn verða í hópnum í síðustu tveimur leikjunum í undanriðlinum fyrir HM 2026, gegn Aserbaísjan og Úkraínu síðar í þessum mánuði. Bein útsending frá blaðamannafundi hans var á Vísi. Fótbolti 5. nóvember 2025 12:32
Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Lionel Messi skrifaði nýverið undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum við Inter Miami og nú hefur hann einnig tilkynnt að hann sé tilbúinn að spila með argentínska landsliðinu á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Fótbolti 28. október 2025 10:32
Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Svissnesk eftirlitsstofnun með veðmálastarfsemi hefur lagt fram kæru á hendur Alþjóðaknattspyrnusambandinu vegna viðskipta þess með sýndareignir í tengslum við miðasölu fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Salan sé í reynd ólögleg veðmálastarfsemi. Viðskipti erlent 23. október 2025 11:10
Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Englendingurinn Graham Potter var í dag kynntur sem nýr þjálfari sænska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Fótbolti 20. október 2025 18:17
Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Graham Potter var í dag kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Svíþjóðar í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Jon Dahl Tomasson, sem var rekinn fyrir viku vegna lélegs gengis, og ætlar að koma Svíum á HM næsta sumar. Fótbolti 20. október 2025 07:03
Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Ísland er enn fámennasta þjóðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Grænhöfðaeyjar tryggðu sér HM-sætið í vikunni en þær eru fjölmennari en Ísland. Það er önnur eyjaþjóð sem ógnar hins vegar íslenska heimsmetinu. Fótbolti 17. október 2025 22:31
Potter á að töfra Svía inn á HM Graham Potter verður að öllum líkindum næsti þjálfari sænska karlalandsliðsins í fótbolta, samkvæmt sænska fótboltamiðlinum Fotbollskanalen. Fótbolti 17. október 2025 15:06
Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Svo virðist sem allt sem Færeyingurinn Gunnar Vatnhamar snerti þessa dagana verði að gulli. Hann er Íslandsmeistari með Víkingi og nær sögulegum árangri sem fyrirliði landsliðsins. Íslenski boltinn 17. október 2025 11:00
Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Wilfried Zaha er langt frá því að vera sáttur með fyrrverandi samherja sinn hjá Crystal Palace, Jean-Philippe Mateta, og segir ummæli hans um hann vera ógeðsleg. Enski boltinn 17. október 2025 08:32
Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Þjálfari ítalska fótboltalandsliðsins hótar því að fara í útlegð frá sínu eigin landi ef landsliðið hans kemst ekki á þriðja heimsmeistaramótið í röð. Fótbolti 16. október 2025 23:02
FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Donald Trump hótaði borgarstjórum í Bandaríkjunum að hann gæti tekið HM-leiki af þeim. Í fyrstu neitaði FIFA að Bandaríkjaforseti hefði slík völd en nú er komið annað hljóð í FIFA-fólk. Fótbolti 16. október 2025 21:48