

Húsnæðismál

ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum
Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning.

Ennþá vantar svæði fyrir tuttugu smáhýsi
Ekki er búið að finna stað fyrir tuttugu smáhýsi sem borgin hefur látið hanna fyrir fólk með sértækar þarfir. Formaður velferðarráðs segir að verið sé að skoða nokkrar staðsetningar. Deiliskipulagsferli hafi tafið fyrir og þá hafi komið fram áhyggjur hjá íbúum.

Leiguverð lækkar milli mánaða
Leiguverð hefur lækkað milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu í tvo mánuði í röð.

Samdrátturinn á íbúðamarkaði minni en áður var talið
Kaupsamningum um stakar eignir á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.

Tveir einstæðir feður úr foreldrahúsum í nýjar leiguíbúðir fyrir jól
Öllum leiguíbúðum við Hádegisskarð í Skarðshlíð í Hafnarfirði hefur nú verið úthlutað.

Arion kaupir sprota úr eigin hraðli
Arion banki hefur keypt 51 prósent hlut í fjártæknifyrirtækinu Leiguskjóli, sem tók þátt í viðskiptahraðli Arion banka í fyrrasumar.

Spekt í Kópavogi en deilur í Hafnarfirði
Fasteignagjöld verða lækkuð í Kópavogi árið 2020, og einnig bæði fráveitugjald og sorphirðugjald.

Sérstakar húsaleigubætur muni vega upp á móti hækkun á leigu félagslegra íbúða
Pétur segir að sérstakar húsaleigubætur muni vega upp á móti þrjátíu prósenta hækkun á félagslegu leiguhúsnæði fyrir þá tækjulægstu.

Leggja til stórhækkun á leigu félagslegra íbúða í Kópavogi
Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi segir að núverandi kerfi sé ósjálfbært og leggur til að húsaleiga félagslegra íbúða verði hækkuð um 30 prósent að jafnaði eða alls um 160 milljónir króna. Á móti verða einstaklingar sem uppfylla ákveðin skilyrði studdir persónubundið.

Boðar frumvarp um hlutdeildarlán
„Markmið þeirra breytinga sem við vinnum nú að í húsnæðismálum er skýrt. Að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og nægilegt framboð húsnæðis fyrir alla, óháð efnahag og í öllum byggðum landsins.“

Félagsmálaráðherra boðar vaxtalaus hlutdeildarlán
Ríkið mun veita þeim kaupendum húsnæðis sem eiga í erfiðleikum með að fjármagna útborgun vaxtalaus hlutdeildarlán sem ríkið innheimtir síðan sem hlutfall af sölu íbúðar þegar hún fer í endursölu, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram í vetur.

Lækka leiguverð til að halda í leigjendur
Innkoma Bjargs íbúðafélags á leigumarkaðinn hefur strax haft áhrif á leiguverð á markaðnum. Þannig hafa leigusalar á almennum markaði lækkað leiguverð til þess að halda í leigjendur, frekar en að missa þá.

Samhæfðar aðgerðir í húsnæðismálum að skila árangri
Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga.

Bein útsending: Þjóð undir þaki - jafnrétti og jafnvægi á húsnæðismarkaði
Húsnæðisþing Íbúðalánasjóðs á Hilton Reykjavík Nordica hefst klukkan 10 í dag og lýkur klukkan 16:30. Yfirskrift þingsins í ár er Þjóð undir þaki - jafnrétti og jafnvægi á húsnæðismarkaði.

Heimavistinni á Þelamörk breytt í íbúðarhúsnæði
Félags- og barnamálaráðherra og sveitarstjóri í Hörgársveit undirrituðu viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í Hörgársveit á laugardag.

Fjölmörg dæmi að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts
Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Sex af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hyggjast lækka þessa skattheimtu fyrir næsta ár.

Gagnrýnir samkrull lóðasölu og byggingar
Eitt hundrað íbúðir verða byggðar á landi íþróttafélagsins Hauka, nái tillögur starfshóps fram að ganga. Oddviti Samfylkingarinnar telur gagnrýnisvert að ágóðinn af uppbyggingunni verði eyrnamerktur byggingu knatthúss Hauka.

Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum
Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina.

Íbúðaverð heldur áfram að hækka
Íbúðaverð hækkaði um 0,5% milli mánaða í október og er þetta þriðji mánuðurinn í röð þar sem íbúðaverð hækkar meira en um hálft prósentustig milli mánaða.

Fasteignamarkaðurinn á blússandi siglingu
Þegar október 2019 er borinn saman við september 2019 fjölgar kaupsamningum um 39,5% og velta eykst um 34,5%.

Tröllvaxinn munur á húsnæðislánum: Fjórum sinnum hærri vextir á Íslandi
Þáttastjórnandinn Lóa Pind Aldísardóttir kynnti sér vaxtamarkaðinn og muninn á milli Íslands og Svíþjóðar.

Fólki gert auðveldara að byggja við húsnæði sitt eða breyta því
Fyrsta áfanga í nýju hverfaskipulagi hjá Reykjavíkurborg er lokið en það mun auðvelda fólki að gera breytingar á húsnæði sínu eða byggja við það. Með nýja skipulaginu verður hægt að bæta við fimmtán hundruð íbúðum í Árbæjarhverfi.

Bein útsending: Borgarstjóri kynnir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis
Opinn kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík verður haldinn í dag klukkan níu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Reiknað er með því að fundurinn standi í tvær klukkustundir.

Martröð leigusalans
Það er sennilega fátt eins hremmilegt í augum leigusalans og leigutaki sem stendur ekki skil á greiðslu húsaleigu á tilskildum tíma sem er vitaskuld aðalskyldan sem á herðum hans hvílir.

Rafræn skref í stjórnsýslunni lækka kostnað
Innleiðing rafrænna undirskrifta er á meðal útfærslna Byggingavettvangsins sem kynntar verða eftir helgi. Eiga að skila sér í lægri kostnaði við uppbyggingu og þar með lægra húsnæðisverði.

Fyrsta skóflustungan af nýju húsnæði í Búðardal í hart nær áratug
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að uppbyggingu á leiguhúsnæði í Búðardal.

Útlit fyrir að fastir vextir íbúðalána hækki
Þrátt fyrir vaxtalækkun sem Seðlabankinn tilkynnti um í gær gætu vextir íbúðalána hækkað

Lækkum útsvar á tekjulága eins og fasteignagjöldin
Ég lagði núna rétt í þessu fram framsækna tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur sem hljóðar svo: "Borgarstjórn samþykkir að fella niður útsvar hjá þeim Reykvíkingum 67 ára og eldri sem njóta eingöngu greiðslna frá Tryggingastofnun og hafa ekki greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.“

Þungt hljóð í íbúum að Gerplustræti
Kaupendur íbúða að Gerplustræti 2 í Mosfellsbæ segja ferlið hafa reynst þeim afar erfitt. Þeir hafa verið hvattir til að ljúka afsalsgreiðslu áður en seljandinn fer í þrott og að sætta sig við engar bætur.

„Miðborgarálagið“ lækkað verulega á þremur árum
Á árinu 2017 var meðalverð í miðborginni 20 prósent hærra en í nálægum hverfum og rúmlega 30 prósent hærra en á höfuðborgarsvæðinu öllu.