Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­fastir tappar dragi úr lífs­vilja

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn þingmanna sem tók til tals í fjögurra tíma löngum rökræðum um áfasta tappa á Alþingi. Hann sagði ef tappalöggjöfin færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu næði hún ekki í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Tappareglurnar inn­siglaðar með lögum

Frumvarpi hefur verið útbýtt á Alþingi sem snýr að því að ljúka innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum hvers konar. Landsmenn ættu þó ekki að finna fyrir miklum breytingum nái frumvarpið fram að ganga enda hafa reglurnar að miklu leyti þegar verið innleiddar hér á landi, við mismikla hrifningu neytenda. Markmiðið með frumvarpinu er að skýra með lögum hvaða drykkjaríláta vara falla undir reglurnar.

Neytendur
Fréttamynd

Bankarnir áður svikið neyt­endur

Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neyt­endur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka

Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný ríkis­stjórn sé að efla er­lenda mjólkur­fram­leiðslu

Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir nýja ríkisstjórn styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu á kostnað þeirrar innlendu. Það sé vegna áforma fjármálaráðherra um lagasetningu sem breytir tollflokkun á innfluttum osti. Ísland hefur verið sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu vegna málsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­runinn geti skilað auknum sparnaði til neyt­enda

Í gær sendi stjórn Arion banka bréf til Kauphallar þar sem þeir lýstu yfir áhuga á samruna við Íslandsbanka. Bankastjóri Arion banka segir samrunann geta skilað auknum sparnaði til neytenda. Bankastjóri Íslandsbanka segir tímasetningu tilkynningarinnar komið á óvart.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarnir byrji í brekku

Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svar við rang­færslum Fé­lags at­vinnu­rek­enda um tolla­mál

Fyrr í dag birtist grein á heimasíðu Félags atvinnurekenda (FA) þar sem fjallað er um tollflokkun pizza osts. Nú eins og oft áður byggir umfjöllun FA á rangfærslum þar sem ítarleg grein er gerð fyrir sjónarmiðum félagsins en horft framhjá staðreyndum málsins sem liggja þó fyrir opinberlega enda hefur Danól ehf., félagsmaður FA, tapað dómsmálum fyrir héraðsdómi og Landsrétti en heldur samt áfram að þrýsta á stjórnvöld um að breyta tollflokkun pizzaosts í andstöðu við niðurstöður íslenskra dómstóla. Verður nú rakið enn og aftur hverjar staðreyndir málsins eru enda verður þeim ekki breytt.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land komið í skammar­krókinn vegna osts

Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarnir lögðu neyt­endur í Vaxtamálinu

Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa verið sýknaðir í vaxtamálunum svokölluðu í Landsrétti. Milljarðahagsmunir neytenda voru undir í málunum. Neytendastofa lagði þó Íslandsbanka í einu máli.

Neytendur
Fréttamynd

„Þjóðarsport“ að hækka vöru­verð í janúar

Matvöruverð tekur stökk upp á við í febrúar. Verð á tilbúnum réttum, sælgæti og fuglakjöti hækkaði sérstaklega en ávaxtaverð lækkar. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir skjóta skökku við að verslanir tilkynni um hækkanir þegar samfélagið allt sé að reyna að keyra niður verðbólgu fyrir fullt og allt. 

Neytendur
Fréttamynd

Mat­vöru­verð tekur stökk upp á við

Dagvöruvísitala hækkaði um 0,22% á milli mánaða samkvæmt nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Um er að ræða nokkurn viðsnúning frá mælingu eftirlitsins sem gerða var í síðustu viku þegar hækkun milli mánaða stóð í stað. Meðal þess sem hækkar mest er innfluttur ostur, kjúklingur, tómatar í lausu og sælgæti. Ávextir hafa hins vegar lækkað í verði.

Neytendur
Fréttamynd

Lands­bankinn lækkar vexti

Landsbankinn hefur tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar næstkomandi. Arion Banki, Indó, Íslandsbanki og nú Landsbankinn hafa allir lækkað vexti eftir að stýrivextir Seðlabankans lækkuðu um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nammið rýkur á­fram upp í verði

Kúlusúkk og þristar hafa hækkað um ríflega fjórðung í verði í lágvöruverðsverslunum á einu ári. Kílóverðið er þó enn lægra en á vinsælasta súkkulaði stærri framleiðanda sem einnig hækkar og hækkar í verði.

Neytendur
Fréttamynd

Í sam­keppni við Noona með Sinna

Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi Dineout.is, opnaði nýlega nýtt markaðstorg á vefnum sinna.is þar sem hægt er að bóka tíma í hárgreiðslu, á snyrtistofu, heilsulind, nudd og ýmsa þjálfun. Inga Tinna segir þau leggja áherslu á heilsu og vellíðan. Um 60 rekstraraðilar hafa skráð sig á síðuna.

Neytendur
Fréttamynd

Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár

Rauð vaxtaviðvörun hefur verið í gildi á Íslandi í á þriðja ár. Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sem fagnar því að Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti um fimmtíu punkta í gær en bendir þó á að stýrivextir standi í átta prósentum sem sé ansi mikið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni

Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1 prósent í febrúar þegar fyrstu mælingar liggja fyrir. Orsök lækkunarinnar eru Heilsudagar í Nettó sem standa yfir fyrstu vikuna í febrúar. Prís er enn ódýrasta verslunin og verðlag í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Neytendur
Fréttamynd

Braut húsaleigulög með litavalinu

Leigusala er heimilt að fá greiddar tíu þúsund krónur úr tryggingu fyrrverandi leigjanda síns sem hafði málað veggi í íbúðinni í dökkgráum lit í stað þess málarahvíta litar sem fyrir var og var sömuleiðis að finna á öðrum veggjum íbúðarinnar. Leigjandinn hafi með litavalinu brotið gegn ákvæðum húsaleigulaga.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki til­kynnir vaxtabreytingu

Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi.

Viðskipti innlent