Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Fær að halda dælunum gangandi um sinn

Kaupmaðurinn Bjarni Har, á Sauðárkróki, fær að halda eldsneytisdælum við verslun sína gangandi um sinn. Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra aflétti takmörkunum sem hún hafði sett en dælurnar eru ekki í samræmi við reglugerðir. Olís leitar nú logandi ljósi að lóð fyrir nýjar dælur í bænum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi

Í upphafi árs er verð á eldsneyti hvergi hærra en hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir álagningu og opinberar álögur þurfa að lækka. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir opinber gjöld stuðla að lakari samkeppni.

Innlent
Fréttamynd

Kynna fjórðu leiðina við bókun á flugi

Nýi valkosturinn heitir WOW comfy og verður hægt að nýta sér hann þegar bókað er flug með félaginu. Í WOW comfy er innifalinn flugmiði, lítið veski, innrituð taska, handfarangur, forfallavernd og sæti með XL eða XXL sætabili.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikill vöxtur á netverslun

Dæmi eru um að innlend netverslun hafi aukist um sextíu prósent milli ára fyrir jólin. Raftæki, bækur og leikföng eru vinsælustu vörurnar fyrir jólin og koma allt upp í fimm þúsund pantanir á dag hjá þjónustuaðilum, stærstu daga ársins.

Innlent
Fréttamynd

Lagardère fer fram á lögbann á Isavia

Farið hefur verið fram á að lögbann verði lagt á afhendingu Isavia á mikilvægum trúnaðargögnum um Lagardère til þriðja aðila sem Isavia hefur í sinni vörslu í kjölfar forvals um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2014.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tugprósenta verðmunur á jólakræsingum

Verðmunur á jólamat milli verslana nemur að meðaltali 35 prósentum. Verðkönnun ASÍ leiðir þetta í ljós. Mestur er verðmunur á grænmeti og ávöxtum en meðalverðmunur milli búða er 52 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Sekt Securitas lækkuð um 40 milljónir

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Securitas um fjörutíu milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins og fyrir að hafa veitt Samkeppniseftirlitnu ófullnægjandi upplýsingar við rannsókn málsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferðagleði landans stóreykur kortaveltu erlendis

Vöxtur kortaveltu Íslendinga nam tæplega 12 prósentum í nóvember að raunvirði milli ára, samkvæmt tölum Seðlabankans. Sér í lagi var vöxturinn mikill í erlendri kortaveltu en einnig talsverður innanlands. Vöxtur erlendu kortaveltunnar nam 23 prósentum en innlendu 9 prósentum.

Viðskipti innlent