Telur óþarft að óttast komu nytjaverslunar í Smáralind Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2019 09:00 Markaðstorgið Extraloppan opnar á neðri hæð Smáralindar í dag. FBL/Ernir Opnun markaðstorgsins Extraloppunnar samræmist vel umhverfissjónarmiðum Smáralindar og þróuninni sem er að eiga sér stað á neysluvenjum fólks, að sögn markaðsstjóra verslunarmiðstöðvarinnar. Þrátt fyrir að í Extraloppunni verði að finna notaðar hönnunarvörur, sem jafnvel má kaupa í öðrum verslunum Smáralindar, þurfa verslunareigendur í húsinu ekki að óttast. Markaðstorgið sé líklegt til að laða að nýjan hóp viðskiptavina í Smáralind sem opnar á margvísleg tækifæri. Óhætt er að fullyrða að meðal tísku- og umhverfisþenkjandi fólks sé komu Extraloppunnar beðið með nokkurri eftirvæntingu. Þrátt fyrir að verslunin hafi ekki enn opnað fylgja á sjötta þúsund manns Extraloppunni á samfélagsmiðlum, auk þess sem meðlimir sérstaks söluhóps verslunarinnar eru rúmlega 1100. Eins og nafn verslunarinnar gefur til kynna byggir Extraloppan, sem staðsett er í 400 fermetra rými á neðri hæð Smáralindar, á sömu hugmyndafræði og hin vinsæla Barnaloppa. Þar hafa einstaklingar leigt bása og selt notaðar barnavörur á verði sem þeir ákveða sjálfir. Barna- og Extraloppunnar eiga það jafnframt sameiginlegt að fólk þarf ekki að standa vaktina sjálft því starfsfólk sér um að afgreiða vörurnar með aðstoð rafrænnar vöktunar. Í Extraloppunni eru þó ekki barnaföt, heldur býðst fólki að selja þar klæðnað og húsbúnað ætlaðan eldri aldurshópum.Sjá einnig: Opna markað fyrir kaup og sölu á notaðri barnavöru Ríkar kröfur eru gerðar til varanna sem einstaklingar selja í básum Loppanna. Þannig verði þær að vera hreinar, í góðu ásigkomulagi og allar eftirlíkingar af merkjavöru eru stranglega bannaðar. Að sama skapi er ekki óalgengt að finna þar hönnunar- eða tískuvörur, sem jafnvel eru enn til sölu í öðrum verslunum Smáralindar, en á lægra verði í ljósi þess að þær eru notaðar.Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar.Tækifæri í nýjum viðskiptavinum Aðspurð hvort verslunareigendur í Smáralind séu því ekki uggandi vegna komu Extraloppunnar af þessum sökum segir Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, þvert á móti að markaðstorginu fylgi ýmis tækifæri fyrir aðrar verslanir. Líklegt verði að teljast að Extraloppan muni laða til sín annan markhóp en þann sem leggur leið sína reglulega í Smáralind. Markmið verslunarmiðstöðvarinnar sé enda að fá sem flesta í húsið hverju sinni og höfða til breiðs hóps. „Ég held að þetta muni hafa jákvæð áhrif á Smáralind og ekki koma niður á þeim verslunum sem eru hér í húsi. Fólk mun ekki hætta að kaupa nýjar vörur, stærsti hluti viðskipta er ennþá þar,“ segir Tinna. Þar að auki megi líka sjá þann flöt á viðskiptalíkani Extraloppunnar að það geti aukið kaupmátt fólks. Í stað þess að henda eða gefa frá sér vörur getur fólk nú selt þær, fengið pening í vasann sem síðan má nýta t.d. í öðrum verslunum Smáralindar. Sömu sögu má segja af þeim sem gera góð kaup. „Þá er einhver annar sem endurnýtir fötin í stað þess að kaupa sér ný. Þarna verður ný, áhugaverð hringrás,“ segir Tinna og bætir við: „Flestir ef ekki allir sem ég hef talað við eru mjög jákvæðir með þetta, enda er þetta eðlilegt skref inn í grænni framtíð.“ Fataskápurinn að breytast Vísar hún þar til þeirrar vitundarvakningar og viðhorfsbreytingar sem merkja má á meðal neytenda á síðustu árum. Sjálfbærni og umhverfisvernd eru farin að spila stærri rullu við innkaup og fólk er í auknum mæli farið að sækjast í notaðar vörur. „Fataskápur framtíðarinnar er að breytast,“ segir Tinna. „Rannsóknir sýna að fólk er viljugra en áður að versla notað og lúxusvörumerkin eru vinsælli en áður. Það er kannski ekki á allra færi að kaupa Gucci-tösku en fólk treystir sér frekar til þess þegar þær eru „second hand“ og er viljugt til þess.“ Þannig hafa jafnvel sprottið upp verslunarmiðstöðvar erlendis sem aðeins selja notaðar vörur. Það er þó ekki sjálfsagt að slíkar verslanir fái rými í hefðbundnum verslunarmiðstöðum og sjá má af yfirlýsingu eigenda Extraloppunnar að þeir eru Smáralind gríðarlegar þakklátir fyrir að hafa opnað dyrnar fyrir markaðstorginu. Áhersla Extraloppunnar á endurvinnslu og sjálfbærni samræmast þó vel stefnu Smáralindar að sögn markaðsstjórans. Verslunarmiðstöðin sé á grænni vegferð, til að mynda með aukinni sorpflokkun öðrum orkusparandi aðgerðum, og því mætti jafnvel færa komu markaðstorgsins undir samfélagslega ábyrgð Smáralindar.Samfélagsmiðlaáhrifin spennandi Tinna segir að einn af áhugaverðustu flötunum á viðskiptalíkani Barna- og Extraloppunnar sé samspilið við samfélagsmiðlana. Fólk sem selur vörur á markaðstorgunum sé duglegt við að birta myndir af básunum sínum á netinu sem gefur þeim ekki aðeins aukinn sýnileika heldur jafnframt ákveðið traust. „Ég er líklegri til að kaupa vöru ef ég veit hver átti hana áður,“ segir Tinna og vísar til áhrifavalda í þessu samhengi, sem margir hverjir eru þekktir fyrir að vera smekkfólk. Þessi samfélagsmiðlaáhrif séu eitthvað sem Smáralind, þrátt fyrir virka markaðssetningu á netinu, mun njóta góðs af. „Extraloppan verður því frábær viðbót við það sem við höfum í húsinu,“ segir Tinna um markaðstorgið sem verður opnað formlega klukkan 17 í dag. Kópavogur Neytendur Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Opna markað fyrir kaup og sölu á notaðri barnavöru Þær Guðríður og Ása opna Barnaloppuna í Skeifunni í maí. 8. apríl 2018 07:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Opnun markaðstorgsins Extraloppunnar samræmist vel umhverfissjónarmiðum Smáralindar og þróuninni sem er að eiga sér stað á neysluvenjum fólks, að sögn markaðsstjóra verslunarmiðstöðvarinnar. Þrátt fyrir að í Extraloppunni verði að finna notaðar hönnunarvörur, sem jafnvel má kaupa í öðrum verslunum Smáralindar, þurfa verslunareigendur í húsinu ekki að óttast. Markaðstorgið sé líklegt til að laða að nýjan hóp viðskiptavina í Smáralind sem opnar á margvísleg tækifæri. Óhætt er að fullyrða að meðal tísku- og umhverfisþenkjandi fólks sé komu Extraloppunnar beðið með nokkurri eftirvæntingu. Þrátt fyrir að verslunin hafi ekki enn opnað fylgja á sjötta þúsund manns Extraloppunni á samfélagsmiðlum, auk þess sem meðlimir sérstaks söluhóps verslunarinnar eru rúmlega 1100. Eins og nafn verslunarinnar gefur til kynna byggir Extraloppan, sem staðsett er í 400 fermetra rými á neðri hæð Smáralindar, á sömu hugmyndafræði og hin vinsæla Barnaloppa. Þar hafa einstaklingar leigt bása og selt notaðar barnavörur á verði sem þeir ákveða sjálfir. Barna- og Extraloppunnar eiga það jafnframt sameiginlegt að fólk þarf ekki að standa vaktina sjálft því starfsfólk sér um að afgreiða vörurnar með aðstoð rafrænnar vöktunar. Í Extraloppunni eru þó ekki barnaföt, heldur býðst fólki að selja þar klæðnað og húsbúnað ætlaðan eldri aldurshópum.Sjá einnig: Opna markað fyrir kaup og sölu á notaðri barnavöru Ríkar kröfur eru gerðar til varanna sem einstaklingar selja í básum Loppanna. Þannig verði þær að vera hreinar, í góðu ásigkomulagi og allar eftirlíkingar af merkjavöru eru stranglega bannaðar. Að sama skapi er ekki óalgengt að finna þar hönnunar- eða tískuvörur, sem jafnvel eru enn til sölu í öðrum verslunum Smáralindar, en á lægra verði í ljósi þess að þær eru notaðar.Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar.Tækifæri í nýjum viðskiptavinum Aðspurð hvort verslunareigendur í Smáralind séu því ekki uggandi vegna komu Extraloppunnar af þessum sökum segir Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, þvert á móti að markaðstorginu fylgi ýmis tækifæri fyrir aðrar verslanir. Líklegt verði að teljast að Extraloppan muni laða til sín annan markhóp en þann sem leggur leið sína reglulega í Smáralind. Markmið verslunarmiðstöðvarinnar sé enda að fá sem flesta í húsið hverju sinni og höfða til breiðs hóps. „Ég held að þetta muni hafa jákvæð áhrif á Smáralind og ekki koma niður á þeim verslunum sem eru hér í húsi. Fólk mun ekki hætta að kaupa nýjar vörur, stærsti hluti viðskipta er ennþá þar,“ segir Tinna. Þar að auki megi líka sjá þann flöt á viðskiptalíkani Extraloppunnar að það geti aukið kaupmátt fólks. Í stað þess að henda eða gefa frá sér vörur getur fólk nú selt þær, fengið pening í vasann sem síðan má nýta t.d. í öðrum verslunum Smáralindar. Sömu sögu má segja af þeim sem gera góð kaup. „Þá er einhver annar sem endurnýtir fötin í stað þess að kaupa sér ný. Þarna verður ný, áhugaverð hringrás,“ segir Tinna og bætir við: „Flestir ef ekki allir sem ég hef talað við eru mjög jákvæðir með þetta, enda er þetta eðlilegt skref inn í grænni framtíð.“ Fataskápurinn að breytast Vísar hún þar til þeirrar vitundarvakningar og viðhorfsbreytingar sem merkja má á meðal neytenda á síðustu árum. Sjálfbærni og umhverfisvernd eru farin að spila stærri rullu við innkaup og fólk er í auknum mæli farið að sækjast í notaðar vörur. „Fataskápur framtíðarinnar er að breytast,“ segir Tinna. „Rannsóknir sýna að fólk er viljugra en áður að versla notað og lúxusvörumerkin eru vinsælli en áður. Það er kannski ekki á allra færi að kaupa Gucci-tösku en fólk treystir sér frekar til þess þegar þær eru „second hand“ og er viljugt til þess.“ Þannig hafa jafnvel sprottið upp verslunarmiðstöðvar erlendis sem aðeins selja notaðar vörur. Það er þó ekki sjálfsagt að slíkar verslanir fái rými í hefðbundnum verslunarmiðstöðum og sjá má af yfirlýsingu eigenda Extraloppunnar að þeir eru Smáralind gríðarlegar þakklátir fyrir að hafa opnað dyrnar fyrir markaðstorginu. Áhersla Extraloppunnar á endurvinnslu og sjálfbærni samræmast þó vel stefnu Smáralindar að sögn markaðsstjórans. Verslunarmiðstöðin sé á grænni vegferð, til að mynda með aukinni sorpflokkun öðrum orkusparandi aðgerðum, og því mætti jafnvel færa komu markaðstorgsins undir samfélagslega ábyrgð Smáralindar.Samfélagsmiðlaáhrifin spennandi Tinna segir að einn af áhugaverðustu flötunum á viðskiptalíkani Barna- og Extraloppunnar sé samspilið við samfélagsmiðlana. Fólk sem selur vörur á markaðstorgunum sé duglegt við að birta myndir af básunum sínum á netinu sem gefur þeim ekki aðeins aukinn sýnileika heldur jafnframt ákveðið traust. „Ég er líklegri til að kaupa vöru ef ég veit hver átti hana áður,“ segir Tinna og vísar til áhrifavalda í þessu samhengi, sem margir hverjir eru þekktir fyrir að vera smekkfólk. Þessi samfélagsmiðlaáhrif séu eitthvað sem Smáralind, þrátt fyrir virka markaðssetningu á netinu, mun njóta góðs af. „Extraloppan verður því frábær viðbót við það sem við höfum í húsinu,“ segir Tinna um markaðstorgið sem verður opnað formlega klukkan 17 í dag.
Kópavogur Neytendur Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Opna markað fyrir kaup og sölu á notaðri barnavöru Þær Guðríður og Ása opna Barnaloppuna í Skeifunni í maí. 8. apríl 2018 07:00 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Opna markað fyrir kaup og sölu á notaðri barnavöru Þær Guðríður og Ása opna Barnaloppuna í Skeifunni í maí. 8. apríl 2018 07:00