
Sakaður um tilraun til nauðgunar en sektaður fyrir að bera sig
Benoît Kounkoud, samherji Hauks Þrastarsonar hjá Kielce í Póllandi og leikmaður franska landsliðsins í handbolta, var á mánudag sektaður fyrir að bera sig á almannafæri. Hann var upprunalega sakaður um tilraun til nauðgunar.