
Hefur heyrt óþægilega margar sögur af ósveigjanleika skólastjórnenda
Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, var gestur á upplýsingafundi dagsins.
Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.
Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, var gestur á upplýsingafundi dagsins.
Þann 9. nóvember stóðu Heimili og skóli, landssamtök foreldra, fyrir dagskrá á baráttudegi gegn einelti.
Laufey Eyjólfsdóttir, kennari og umsjónarmaður með Olweusarverkefninu í Melaskóla hlaut í dag hvatningarverðlaun Heimilis og skóla á Degi gegn einelti.
Barn af leikskólanum Pálmholti á Akureyri greindist með Covid-19 á laugardag.
Fyrsti áfangi nýs grunnskóla á Selfossi verður tekin í notkun næsta haust. Skólinn hefur fengið nafnið Stekkjaskóli. Í skólanum verður einnig leikskóli og tónlistarskóli.
Í þessari viku kenndi ég í fyrsta skipti í framhaldsskóla. Ég sat við stofuborðið heima og sagði nemendum frá Völuspá í gegnum tölvuna. Leiðsagnarkennarinn fylgdist með úr húsi í sama hverfi og samkennarinn var í næsta bæjarfélagi.
Nemendur í sjöunda bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafa stofnað félagið Einelti er ógeðslegt og ætla þau að senda frá sér fræðslumyndbönd sem fjalla um einelti og vináttu. Þá ætla þau að hittast rafrænt, fara í leiki og spjalla.
Ég hef undanfarið verið að reyna að setja fingur á af hverju ég verð svona ringluð og hleyp öll í kekki þegar umræða um kynfræðslu unglinga ber á góma. Það gerist eitthvað sem veldur mér ekki bara tilfinningalegum viðbrögðum heldur líkamlegum í ofanálag, enda er ég líkaminn minn og líkaminn minn er ég.
Tvöfalt fleiri hafa sótt um framhaldsnám við Háskóla Íslands en á sama tíma í fyrra og allt bendir til að nemendum fjölgi um fimmtung á vorönn.
Framkvæmdastjóri Bergsins, stuðnings- og ráðgjafaseturs, segir líðan ungmenna nú á tímum Covid mikið áhyggjuefni. Þriðja bylgja faraldursins hafi hrikaleg áhrif á ungt fólk og aðsókn í Bergið hafi stóraukist.
Nemendur í Réttarholtsskóla kippa sér lítið upp við að þurfa að bera grímu alla daginn. Þau eru fegin að fá að mæta í skólann.
Embætti landlæknis og Almannavarnir minna forráðamenn barna á að draga úr tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þeim hertu aðgerðum sem eru í gangi í skólum og íþróttafélögum.
Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, hvetur presta og sóknarnefndir landsins til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar á þessum fordæmalausu tímum verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfi.
Grunnskólanemar þurfa vonandi einungis að bera andlitsgrímur í undantekningartilvikum að sögn formanns Félags grunnskólakennara. Áhersla verður lögð á að viðhalda tveggja metra reglunni. Hún telur óeðlilegt að minni kröfur séu gerðar til sóttvarna hjá yngri börnum.
Vormisseri háskólanema var allt öðruvísi en búast mátti við og stóðu stúdentar fljótt frammi fyrir breyttum raunveruleika.
Tugir þúsunda barna víðs vegar um landið verða heima í dag vegna þess skipulagsdags sem komið var á í mörgum leik- og grunnskólum til að skólastjórnendur geti skipulagt starfið framundan í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi.
Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum.
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember.
Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun.
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segist vongóð um að grunnskólabörn geti mæt í skólann alla virka daga vikunnar.
Nemendur í 1. bekk í Lundarskóla á Akureyri auk nokkurra starfsmanna þurfa að fara í sóttkví fram á föstudag eftir að kennari við skólann greinst með covid-19.
Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa.
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag.
Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna næstu árin að sögn lektors við Háskólann í Reykjavík sem leiðir verkefnið Svefnbyltinguna. Verkefnið fékk tvo og hálfan milljarð í styrk sem er einn sá hæsti sem hefur verið veittur hér á landi.
„Þessar reglur munu hafa mikil áhrif á skipulag skólastarfs,“ segir Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara.
Landsréttur hafnaði kröfu Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, á hendur skólanum í dag. HR sagði Kristni upp vegna ummæla sem hann lét falla um konur í lokuðum Facebook-hóp í tengslum við MeToo-umræðuna fyrir tveimur árum.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma.
Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku.
Nemendur og starfsmenn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa verið sendir heim í úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra til foreldra í dag.
Menntamálaráðherra hefur ákveðið að námsmenn á námslánum sem starfa í bakvarðarsveitum geti óskað eftir því að tekjur á þeim vettvangi komi ekki til frádráttar við útreikning á framfærslu þeirra.