Framhaldsskólanemar kalla á hjálp Kristín Thoroddsen skrifar 31. janúar 2022 10:01 Framhaldsskólanemar hafa í gegnum heimsfaraldurinn sýnt ótrúlega þolinmæði og þurft að fórna flestu því sem við fengum að upplifa og njóta á sínum tíma. Framhaldsskólaárin eru þau ár sem móta einstaklinginn hvað mest og stuðla að þroska nemandans til að takast á við framtíðina. Undanfarið og í raun allt frá því heimsfaraldurinn tók yfir líf okkar höfum við rætt um og ritað hversu mikilvægt er að huga að andlegri heilsu þessa aldurshóps. Framhaldsskólanemar hafa kallað á hjálp, þeir hafa bent á mikilvægi þess að félagslíf sé í boði, böll, klúbbastarf og matsalir verði opnir. Ég skil því mæta vel vonbrigði þeirra þegar í ljós kom að engin breyting var á skólahaldi þessa hóps. Það var sannarlega ástæða til að standa vörð um heilsu þeirra sem og okkar allra þegar veiran var sem verst og fólk veiktist illa. Við erum með allt aðra stöðu í dag, stöðu sem hefði líklega ekki valdið neyðarástandi ein og sér. Veiran var banvæn en áframhaldandi harðar aðgerðir eru að mínu mati alvarlegri en sjúkdómurinn sjálfur fyrir unga fólkið okkar. Áskorun til ríkisstjórnarinnar! Það unga fólk sem nú situr bak við grímur sínar í skólastofum framhaldsskóla landsins er næsta kynslóð okkar. Það hefði því að mínu mati átt að vera forgangsatriði að aflétta takmörkunum sem þetta unga fólk býr við þegar farið var í fyrsta áfanga afléttingar í síðustu viku. Aðrar afléttingar háværra hópa hafa átt sér stað fyrir minna tilefni. Hlutverk framhaldsskóla er ekki aðeins það að tryggja góða menntun til framtíðar heldur einnig að styðja við félagslega getu og þroska einstaklingsins innan þess samfélags sem framhaldsskóli er. Í aðalnámskrá framhaldsskóla er fjallað um skyldur en þar segir að ekki sé síður mikilvægt að skólinn styðji við félagslegt heilbrigði nemenda með því að hvetja til virkrar þátttöku í félagslífi. Ég skora því á ríkisstjórnina að hlusta á raddir unga fólksins, standa með þeim og gera þær breytingar sem þarf á sóttvarnarlögum svo þau sitji ekki uppi með eftirköst heimsfaraldursins lengra inn í framtíðina en nauðsyn krefur. Leyfum þeim að fella grímuna og njóta lífsins, án hafta. Það er ekki eftir neinu að bíða! Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kristín Thoroddsen Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Framhaldsskólanemar hafa í gegnum heimsfaraldurinn sýnt ótrúlega þolinmæði og þurft að fórna flestu því sem við fengum að upplifa og njóta á sínum tíma. Framhaldsskólaárin eru þau ár sem móta einstaklinginn hvað mest og stuðla að þroska nemandans til að takast á við framtíðina. Undanfarið og í raun allt frá því heimsfaraldurinn tók yfir líf okkar höfum við rætt um og ritað hversu mikilvægt er að huga að andlegri heilsu þessa aldurshóps. Framhaldsskólanemar hafa kallað á hjálp, þeir hafa bent á mikilvægi þess að félagslíf sé í boði, böll, klúbbastarf og matsalir verði opnir. Ég skil því mæta vel vonbrigði þeirra þegar í ljós kom að engin breyting var á skólahaldi þessa hóps. Það var sannarlega ástæða til að standa vörð um heilsu þeirra sem og okkar allra þegar veiran var sem verst og fólk veiktist illa. Við erum með allt aðra stöðu í dag, stöðu sem hefði líklega ekki valdið neyðarástandi ein og sér. Veiran var banvæn en áframhaldandi harðar aðgerðir eru að mínu mati alvarlegri en sjúkdómurinn sjálfur fyrir unga fólkið okkar. Áskorun til ríkisstjórnarinnar! Það unga fólk sem nú situr bak við grímur sínar í skólastofum framhaldsskóla landsins er næsta kynslóð okkar. Það hefði því að mínu mati átt að vera forgangsatriði að aflétta takmörkunum sem þetta unga fólk býr við þegar farið var í fyrsta áfanga afléttingar í síðustu viku. Aðrar afléttingar háværra hópa hafa átt sér stað fyrir minna tilefni. Hlutverk framhaldsskóla er ekki aðeins það að tryggja góða menntun til framtíðar heldur einnig að styðja við félagslega getu og þroska einstaklingsins innan þess samfélags sem framhaldsskóli er. Í aðalnámskrá framhaldsskóla er fjallað um skyldur en þar segir að ekki sé síður mikilvægt að skólinn styðji við félagslegt heilbrigði nemenda með því að hvetja til virkrar þátttöku í félagslífi. Ég skora því á ríkisstjórnina að hlusta á raddir unga fólksins, standa með þeim og gera þær breytingar sem þarf á sóttvarnarlögum svo þau sitji ekki uppi með eftirköst heimsfaraldursins lengra inn í framtíðina en nauðsyn krefur. Leyfum þeim að fella grímuna og njóta lífsins, án hafta. Það er ekki eftir neinu að bíða! Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar