Flestir þreyttu samræmdu prófin 97 prósent nemenda í fjórða og sjöunda bekk grunnskóla þreyttu samræmd próf í stærðfræði og íslensku í síðasta mánuði. Einn af hverjum þrjátíu nemendum fékk hins vegar undanþágu frá Námsmatsstofnun og þurfti því ekki að þreyta prófin. Innlent 17. nóvember 2005 17:00
Tugir kennara mótmæltu við þinghúsið Tugir framhaldsskólakennara söfnuðust saman fyrir utan Alþingishúsið skömmu áður en þingfundur hófst í dag, til að mótmæla áformum um stytta nám til framhaldsskólaprófs úr fjórum árum í þrjú. Innlent 8. nóvember 2005 17:30
Kosið milli átta nafna Ólafsfirðingar fá tækifæri til að velja nafn á grunnskólann sem tók til starfa á Ólafsfirði í haustbyrjun og kemur í stað barnaskólans og gagnfræðaskólans. Innlent 24. október 2005 13:30
Verjum mestu fé til menntamála Íslendingar verja mestu fé OECD ríkja til menntamála. Formaður Kennarasambands Íslands segir að verja mætti meira fé til menntunar kennara Innlent 19. september 2005 00:01
Óvíst hversu mörgum verði synjað Menntamálaráðuneytið hefur engar upplýsingar um hversu margir komast ekki í nám í haust. Allir nýnemar sem sótt hafa um skólavist í framhaldsskóla eru komnir inn, segir Þórir Ólafsson, séfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu. Hann segir þó menntamálaráðuneytið ekki hafa tölur um það hversu margir fengu neitun um skólavist í haust. Innlent 21. júlí 2005 00:01
Fjöldafall í löggildingarprófum Rúmlega 64 prósent af 78 manna hópi féllu á fyrsta áfanga löggildingarnáms til fasteignasölu sem er á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Innlent 30. júní 2005 00:01
Allir nýnemar fá skólavist Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki. Innlent 27. júní 2005 00:01
Fyrsti samningur sinnar tegundar Háskóli Íslands og Tryggingastofnun ríkisins hafa gert með sér samning um eflingu kennslu og rannsóknir í almannatryggingarétti með sérstakri áherslu á lífeyristryggingar. Um tímamótasamning er að ræða því lagadeild Háskóla Íslands hefur ekki áður gert slíkan samning við stofnun utan HÍ. Innlent 16. júní 2005 00:01
Reykjavík kom best út úr prófunum Nemendur í Reykjavík komu best út úr samræmdu prófunum í tíunda bekk en nemendur í Suðurkjördæmi verst. Prófað var í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, náttúrufræði og samfélagsfræði. Ekki er hægt að bera saman niðurstöðurnar úr þremur síðasttöldu fögunum þar sem hlutfall nemenda sem þreytti próf í þeim var ólíkt eftir skólum og landshlutum. Innlent 9. júní 2005 00:01
Deilan um málefni sérskóla leyst Margra ára deilu ríkisins og borgarinnar um málefni sérskólanna hafa nú verið leystar með samningi sem fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og borgarstjóri undirrituðu í dag um húsnæðismál sérskólanna. Innlent 31. maí 2005 00:01
Aldrei fleiri sótt um í HR Aldrei hafa fleiri sótt um skólavist við Háskólann í Reykjavík en nú. Þegar miðað er við heildarfjölda umsókna í Háskólann í Reykjavík og Tækniháskólann í fyrra eru umsóknirnar um 70 prósent fleiri í ár. Innlent 30. maí 2005 00:01
Vantar heimild fyrir 80 nemendur Heimildir fyrir 80 nemendur við Menntaskólann á Ísafirði vantar í forsendur fjárlaga að mati Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara. Á vef Bæjarins besta segir að Ólína hafi greint frá þessu á laugardag þegar skólanum var slitið í 35. skipti. Innlent 30. maí 2005 00:01
Stóraukið framlag til HÍ Í ályktun frá Félagi háskólakennara og Félagi prófessora í Háskóla Íslands er þess krafist að stjórnvöld komi að uppbyggingu Háskólans með stórauknu framlagi til rannsókna og kennslu. Innlent 12. maí 2005 00:01
Rafræn innritun í framhaldsskóla Menntamálaráðuneytið hefur að undanförnu unnið að breytingum á innritun í framhaldsskóla og hefur ráðuneytið ákveðið að taka upp rafræna innritun. Nemendur sem ljúka 10. bekk grunnskóla í vor munu sækja um á Netinu og verða þar með þeir fyrstu sem innritast þannig í framhaldsskóla. Innlent 2. maí 2005 00:01
Íslenskukennsla skert um 33%? Samtök móðurmálskennara mótmæla harðlega fyrirhugaðri skerðingu íslenskunáms í framhaldsskólum. Þau segja að ef áformin um styttingu námstíma til stúdentsprófs nái fram að ganga hafi kennsla í íslensku verið skert um 33% á innan við tíu árum. Innlent 2. maí 2005 00:01
Prófessorsstaða kennd við Jónas Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, hafa undirrritað viljayfirlýsingu um að stofnuð verði staða prófessors í samvinnufræðum við skólann sem kennd verði við Jónas frá Hriflu. Hundrað og tuttugu ár eru nú liðin frá fæðingu Jónasar. Innlent 2. maí 2005 00:01
Aldrei fleiri í framhaldsskóla Aldrei hafa fleiri 16 ára ungmenni á Íslandi verið skráð í framhaldsskóla en síðastliðið haust en þá voru 93 prósent ungmenna á þessum aldri skráð til skólavistar. Innlent 27. apríl 2005 00:01
Yfir 50% námsmanna í vinnu Meira en helmingur íslenskra námsmanna yfir sextán ára aldri stundar vinnu með námi. Deildarforseti við Háskóla Íslands segir það færast í vöxt að nemendur ljúki ekki lokaverkefnum við skólann þar sem þeir hverfi til vinnu áður en náminu ljúki. Innlent 24. apríl 2005 00:01
Skólagjöld ekki handan við hornið Menntamálaráðherra telur ótímabært að segja til um hvort skólagjöld verði tekin upp við Háskóla Íslands í kjölfar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um háskólann. Heildstæð löggjöf um háskólastigið verður lögð fram á þingi næsta vetur. Innlent 22. apríl 2005 00:01
HÍ ódýr í rekstri Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla. Árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Innlent 20. apríl 2005 00:01
Samstarf við kínverskan háskóla Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, mun undirrita samning um víðtækt samstarf við Háskólann í Shanghaí í opinberri heimsókn forseta Íslands til Kína nú í maí. Innlent 14. apríl 2005 00:01
Páskafrí grunnskólanna ekki stytt Ekki kom til greina að stytta páskafrí grunnskólabarna í ár til að vega á móti töpuðum skólatíma í kennaraverkfallinu. Svo virðist sem meirihluti foreldraráða og kennara í skólum í Reykjavík hafi verið því andsnúinn. Innlent 26. mars 2005 00:01
Rektorskjör í HÍ í dag Rektorskjör verður í Háskóla Íslands í dag. Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, og Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild, eru í framboði en þau urðu hlutskörpust í fyrri umferð kosninganna sem fram fór 10. mars. Innlent 17. mars 2005 00:01
Kristín og Ágúst efst í kjörinu Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans í næstu viku. Innlent 11. mars 2005 00:01
Formaður FG fagnar yfirlýsingunni Formaður Félags grunnskólakennara fagnar því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji stuðla að því að gera samræmd próf í grunnskóla skilvirkari. Menntamálaráðherra telur ekki rétt að hætta prófunum. Innlent 3. mars 2005 00:01
Námskynning í Háskóla Íslands Árleg námskynning Háskóla Íslands hefst nú klukkan 11. Þar kynna kennarar og nemendur ellefu deilda skólans námsframboð og rannsóknarverkefni, bæði í grunn- og framhaldsnámi. Þá geta áhugasamir hlýtt á örfyrirlestra um ýmsar hliðar raunvísinda og verkfræði í Öskju. Innlent 27. febrúar 2005 00:01
Bifröst fékk leyfi frá ráðuneytinu Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur fengið heimild menntamálaráðuneytis til að hefja nýtt grunnám til BA-gráðu í haust þar sem fléttað verður saman heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Námið verður vistað í nýrri háskóladeild, félagsvísinda- og hagfræðideild, og hefur Magnús Árni Magnússon verið ráðinn deildarforseti. Innlent 27. febrúar 2005 00:01
Nemendur njóta ekki sannmælis Margir nemendur njóta ekki sannmælis í skriflegum prófum, segir formaður Félags grunnskólakennara, en félagið vill að samræmd próf verði lögð niður í núverandi mynd. Innlent 22. febrúar 2005 00:01
Elur á leti nemenda Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Innlent 22. febrúar 2005 00:01
Samræmd próf lögð niður Aðalfundur Félags grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Í ályktun fundarins kemur fram að með vaxandi þróun undanfarin ár í átt að einstaklingsmiðuðu námi og í ljósi framtíðarsýnar fræðsluyfirvalda þá hafi samræmd próf ekki þann tilgang og vægi sem þeim hafi verið ætlað í upphafi. Innlent 21. febrúar 2005 00:01