Skærin sett í frost Hárgreiðslumeistarinn Ásgeir Hjartarson hefur sett skærin í frost í bili eftir að hafa tekið að sér nýtt verkefni við að hanna og reka veitingastaðinn Black Dragon Rvk við Hafnartorg. Kokkarnir Hjörtur Saithong Ingþórsson og Guðmundur Ágúst Heiðarsson koma til með að standa vaktina í eldhúsinu. Lífið 15. ágúst 2022 15:30
„Fyrir mig er þetta hugarleikfimi“ Ármann Reynisson er mikill lífskúnstner sem hefur bæði áhuga og þekkingu á tísku og klæðaburði og segir góða hugarleikfimi að setja saman flíkur fyrir hin ýmsu tilefni. Ármann hefur ferðast víða um heiminn og skrifað tuttugu og tvær vinjettubækur en í október næstkomandi kemur tuttugasta og önnur bókin út. Hann hefur gaman að því að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni, er alltaf snyrtilegur til fara og samkvæmur sjálfum sér. Hann bjó um tíma í London þar sem hann lagði stund á viðskiptanám og segir menningarlíf borgarinnar ekki hafa verið síðri lærdóm. Ármann Reynisson bauð blaðamanni í kaffi og veitti innsýn í fataskáp sinn sem býr yfir fataúrvali sem spannar um fjörutíu ár. Hann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 14. ágúst 2022 07:01
Húkkaði sér far með spíttbát á tískusýninguna Tískugyðjan og Trendnet bloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir lenti í því skemmtilega atviku að húkka sér far með spíttbát á tískusýningu GANNI í Kaupmannahöfn þar sem hún er stödd fyrir tískuvikuna. Lífið 13. ágúst 2022 12:31
Samstarfslína Ganni og 66°Norður sýnd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn Samstarf 66°Norður og GANNI ætlaði að gera allt vitlaust í tískuheiminum í gær þegar þau afhjúpuðu samstarfslínuna á tískvikunni í Kaupmannahöfn. Þetta er í þriðja skiptið sem merkin vinna að samstarfsverkefni og er línan hluti af SS23 sýningu GANNI. Lífið 12. ágúst 2022 11:00
Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum. Lífið 11. ágúst 2022 17:01
Þrír hönnuðir, eitt eldhús Hönnuðirnir Noz Nozawa, Darren Jett og Joy Moyler fengu það hlutverk frá Architectural Digest að hanna sama eldhúsið, öll á sinn hátt. Allir hönnuðirnir voru sammála um það að fríska þyrfti upp á rýmið en voru þó með ólíkar hugmyndir um hvernig væri best að gera það. Lífið 10. ágúst 2022 16:30
Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi. Lífið 10. ágúst 2022 13:01
Stofnaði fatalínu fyrir golfara landsins: „Sniðugt að líta út eins og maður geti eitthvað í klúbbhúsinu“ Nafnið Styrmir Erlendsson kveikir ef til vill ekki á mörgum bjöllum nema fólk sé úr Árbænum eða hafi fylgst gríðarlega vel með neðri deildum íslenskrar knattspyrnu undanfarin ár. Styrmir er þó að skapa sér nafn í öðrum geira þessa dagana en hann er á bakvið íslenska golfmerkið Brutta Golf. Golf 10. ágúst 2022 10:00
Tískufrömuðurinn Issey Miyake látinn Japanski tískuhönnuðurinn Issey Miyake er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést af völdum krabbameins í lifur á föstudag og hefur jarðarför hans þegar farið fram í kyrrþey, segja japanskir fréttamiðlar. Tíska og hönnun 9. ágúst 2022 21:16
„Eitthvað sem mér finnst asnalegt í dag getur mér fundist geggjað á morgun“ Björn Ásgeir Guðmundsson er 23 ára hagfræðingur sem hefur mikinn áhuga á tísku og er óhræddur við að skína skært í fatavali. Hann er með mikið jakkablæti og sækir innblástur víða en segir móður sína vera eina mestu tískufyrirmyndina. Björn Ásgeir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 7. ágúst 2022 07:00
„Stíllinn minn verður afslappaðri með tímanum“ Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 1. ágúst 2022 07:01
Ísadóra Bjarkardóttir í herferð hjá Miu Miu Ísadóra Bjarkardóttir Barney, einnig kölluð Doa, nítján ára dóttir tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur er í nýrri auglýsingaherferð fyrir skartgripalínu frá merkinu Miu Miu. Lífið 29. júlí 2022 10:30
Krot og teikningar á pollagallann: „Ákveðin gestabók og auðvitað skjól“ 66°Norður verður með sérstakan fagnað í verslun fyrirtækisins í Kringlunni í dag frá hálf fimm til hálf sjö þar sem fyrirtækið býður viðskiptavinum að fá mismunandi teikningar á sjófatnaðinn sinn fyrir komandi verslunarmannahelgi. Lífið 27. júlí 2022 13:00
Sveppahringur slær heimsmet Indverska fyrirtækið SWA Diamonds hefur skráð sig í heimsmetabók Guinness fyrir flesta demanta á einum hring. Á nýjasta hring þeirra eru 24.679 demantar. Erlent 25. júlí 2022 16:08
„Einhverskonar birtingarmynd af því hver maður var eða vildi vera á þeim tíma“ Ída Pálsdóttir er tískuspegúlant með meiru sem segir tísku vera sitt uppáhalds listræna tjáningarform. Ída starfaði í fatabúð í tíu ár en er nú búsett í Kyoto, Japan ásamt eiginmanni sínum og barni og sækir mikinn tískuinnblástur í umhverfið þar. Ída Páls er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 24. júlí 2022 07:00
Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 21. júlí 2022 10:20
Segir gleraugun ekki keypt á AliExpress Lína Birgitta Sigurðardóttir þvertekur fyrir það að gleraugun í línu hennar og Guðmundar Birkis Pálmasonar, betur þekktur sem Gummi kíró, séu pöntuð af AliExpress. Hún viðurkennir þó að gleraugun sem eru þar til sölu séu ansi lík þeirra gleraugum. Lífið 20. júlí 2022 11:17
Frískaðu upp á IKEA innréttingarnar með nýjum framhliðum Vissir þú að það eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í að framleiða úrval af framhliðum og aukahlutum fyrir IKEA innréttingar og húsgögn? Lífið 19. júlí 2022 10:15
Myndhöggvarinn Claes Oldenburg er látinn Claes Oldenburg, myndhöggvari þekktur fyrir að gera stóra skúlptúra af hversdagslegum hlutum, er látinn. Hann lést í gær á heimili sínu, 93 ára að aldri, eftir að hafa dottið illa nýlega. Erlent 19. júlí 2022 09:56
„Ekki láta fyrirfram ákveðna samfélags staðla ráða því hverju þú klæðist“ Ragnheiður Anna Róbertsdóttir er leiðsögukona, ferðaskipuleggjandi og mikil áhugakona um tísku sem hefur að eigin sögn alltaf verið mjög glysgjörn. Hún bíður ekki eftir tilefni til að nota fínar flíkur og er dugleg að láta gera við fötin sín frekar en að kaupa alltaf nýtt. Ragnheiður Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 17. júlí 2022 07:01
Brækur sem brjóstahöld og öfugir bikinítoppar nýjasta æðið Neyðin kennir naktri konu að spinna og greinilega líka að endurnýta sundfötin á alla kanta, samkvæmt skemmtilegu sundfata-æði á samfélagsmiðlum. Lífið 14. júlí 2022 13:02
Kormákur & Skjöldur og Epal opna í Leifsstöð Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar og hönnunarverslunin Epal opnuðu í dag nýja verslun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Verslunin verður í sama rými og verslun Eymundssonar var áður. Viðskipti innlent 12. júlí 2022 16:07
„Minntu mig á að flytja út í geim ef að 2012 tískan kemur aftur“ Ísak Emanúel Glad Róbertsson er lífskúnstner og tískuspégúlant sem hefur farið í gegnum hin ýmsu tísku tímabil. Hann sækir meðal annars innblástur í gamla búbónda og nettar gellur og er mikill jakka-kall. Ísak Emanúel er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 10. júlí 2022 07:00
Kara hvetur fólk til að gera betur Kara Kristel Signýjardóttir er förðunarfræðingur, móðir og áhrifavaldur með meiru. Hún er með stóran fylgjendahóp og hefur nú nýverið fjallað um skaðsemi tískuiðnaðarins á Instagram og gert tilraun til þess að ýta undir umhverfisvænni neyslumynstur hjá fylgjendum sínum. Lífið 8. júlí 2022 12:31
„Klæðaburður er í raun tungumál, tjáning og samskiptakerfi án orða“ Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er búninga-, tísku-, textíl- og leikmyndahönnuður sem hefur gaman af litagleði og elskar fjölbreytileikann sem tískan býr yfir. Hún lýsir stílnum sínum sem mjög flæðandi en rauði þráðurinn í klæðaburði hjá henni hefur alltaf verið dass af húmor. Tanja er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 3. júlí 2022 07:01
Kanye West hannar nýjar umbúðir fyrir McDonalds Tónlistarmaðurinn Kanye West, hefur í samstarfi við hönnuðinn Naoto Fukasawa, endurhannað umbúðir fyrir skyndibitakeðjuna McDonalds. Tíska og hönnun 28. júní 2022 16:20
Tímalaus húsgögn Minotti heilla fagurkera Ítalska hönnunarhúsið Minotti er þekkt fyrir fáguð og glæsileg húsgögn. Það er uppáhald fagurkera og arkitektar um allan heim keppast um að nota húsgögnin þeirra í verkefnum sínum. Lífið samstarf 28. júní 2022 11:00
„Flík lítur aldrei vel út á manneskju sem líður illa í henni“ Stílistinn og listræni stjórnandinn Ellen Loftsdóttir er sérfræðingur þegar það kemur að tísku og hefur unnið í heimi tískunnar í áratugi. Hún var meðal annars stílisti Systra á Eurovision í ár og hefur unnið með einhverjum stærstu tískuhúsum heimsins. Ellen klæðist gjarnan svörtu og segir innsæið sterkasta tólið við að finna sinn eigin stíl. Ellen Loftsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 26. júní 2022 07:01
Hailey Bieber lögsótt vegna húðvörumerkisins Rhode Hailey Bieber hefur verið kærð af tískufyrirtæki fyrir notkun á skrásettu vörumerki þess, Rhode en nýtt húðvörumerki Bieber ber einnig það nafn. Tískufyrirtækið er töluvert eldra en það var stofnað árið 2013. Lífið 22. júní 2022 23:52
„Hef oftast hugsað um tísku sem eins konar ofurhetjubúning“ Sindri Snær Einarsson er þrítugur Reykvíkingur sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku. Hann hefur aldrei trúað á boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og man eiginlega alltaf í hverju hann var hverju sinni. Sindri Snær er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 19. júní 2022 07:01