Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

„Hafnfirskar stelpur rokka“

Hafnfirskar stelpur rokka! er tónlistar vinnusmiðja sem unnin er í tengslum við Appolo listahátíð í Hafnarfirði. Ungar sís og trans stelpur, trans strákar, kynsegin og intersex ungmenni á aldrinum 13-25 ára eru öll velkomin og á vinnusmiðjan sér stað yfir tvær helgar í október.

Tónlist
Fréttamynd

„Starstruck“ í vinnunni í fyrsta skipti

Ingimar Davíðsson er staddur í Los Angeles þar sem hann er að fara vera einn af tæknistjórum á minningartónleikum Taylor Hawkins í The Forum. Um er að ræða 18.000 manna minningartónleikum og er Ingimar einn af fjórum tæknistjórum viðburðarins.

Tónlist
Fréttamynd

Skrifstofu Sony á Íslandi lokað

Skrifstofa Sony Music á Íslandi hættir formlega störfum þann 31. október næstkomandi vegna stefnubreytingar hjá Sony Music Entertainment. Dreifing á íslenskum útgáfum verður þá í höndum Sony í Kaupmannahöfn.

Tónlist
Fréttamynd

Herdís samdi tónlistina fyrir væntanlega stórmynd í Hollywood

„Þetta er eiginlega svona röð atvika sem að leiða mann á svona stað,“ segir tónskáldið Herdís Stefánsdóttir í viðtali við Bítið í morgun. Herdís sér um tónlistina í kvikmyndinni Knock at the Cabin sem er nýjasta mynd leikstjórans M. Night Shyamalan. Hann er meðal annars þekktur fyrir stórmyndina The Sixth Sense með Bruce Willis í aðalhlutverki.

Tónlist
Fréttamynd

Britney Spears og Elton John á toppi Íslenska listans

Tónlistarfólkið Britney Spears og Elton John sendu frá sér lagið Hold Me Closer í lok ágúst við góðar viðtökur. Lagið fór í fyrsta sæti á breska vinsældarlista, náði inn á topp tíu á bandaríska Billboard listanum og situr nú í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957.

Tónlist
Fréttamynd

Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár

Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Frum­sýning á nýju tón­listar­mynd­bandi Systra

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Systur við lagið Dusty Road. Þetta er fyrsti síngúll sem Systur senda frá sér eftir þátttöku þeirra í Eurovision í vor en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunarferlinu á bak við lagið og myndbandið.

Tónlist
Fréttamynd

Kanye biður Kim afsökunar

Kanye West hefur beðið fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian, afsökunar á öllu því stressi sem hann hefur valdið henni. Hann segist geta borið erfiðleika sína með Kim saman við erfiðleika sína með Adidas.

Lífið
Fréttamynd

„Mér finnst vanta svona alvöru dívu borgara“

Útvarpsmaðurinn Gústi B plataði söngvarann Eyþór Inga til þess að taka símahrekk sem tónlistarmaðurinn Páll Óskar. Líkt og þekkt er hefur Eyþór einstakt lag á eftirhermum og nýtti hæfileikann í símtalinu.

Lífið
Fréttamynd

Samdi lag fyrir þá sem eru í lægð

Tónlistarkonan Brynja Bjarnadóttir var að gefa út lagið My oh My sem er hluti af væntanlegri breiðskífa frá Brynju. Hún hefur verið starfrækt í íslensku tónlistarlífi undanfarin fjögur ár og átti meðal annars lag í íslensku Netflix seríunni Katla.

Tónlist
Fréttamynd

Slayer-dómur til kasta Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni K2 Agency Limited, umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer, um að taka fyrir dóm Landsréttar þar sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice voru sýknaðir af hluta af kröfu um greiðslu skuldar við sveitina.

Innlent
Fréttamynd

Þungavigtafólk úr tónlistarbransanum á IA Ráðstefnuna

Ráðstefna Iceland Airwaves fer fram 3.-4. nóvember, fimmtudag og föstudag í Hörpu. Í ár mun viðfangsefni ráðstefnunnar snerta á stöðu lifandi tónlistar eftir COVID-19, hlutverk útgefanda í dag og sameinandi kraft tónlistar í heimi lituðum af átökum, sem og mikilvægi sjálfbærni í tónlist.

Albumm
Fréttamynd

Róa á nokkuð þyngri mið

Í tilefni af útgáfu plötunnar Awake ætlar hljómsveitin Stafrænn Hákon að halda veglega útgáfutónleika þ. 29. september næstkomandi í Tjarnarbíó.

Albumm
Fréttamynd

Íslensk söngkona springur út í Þýskalandi

Tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir er búsett í Berlín þar sem hún lifir sínu besta lífi og vinnur af fullum krafti í heimi tónlistarinnar. Hún hefur að mestu leyti starfað sem lagahöfundur á undanförnum árum en það þróaðist eiginlega óvart yfir í það að hún syngur nú eitt vinsælasta lagið í Þýskalandi, Dirty Dancing. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi.

Tónlist
Fréttamynd

„Algjörlega laus við áhrif frá púkanum“

Virk tónlistariðkun Unnsteins Manuels sat aðeins á hakanum í byrjun námsins í kvikmyndaskóla í Berlín. Hann tók því meðvitaða ákvörðun til að bregðast við þessu og sagði hann frá því í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Amatör. 

Tónlist
Fréttamynd

Flottur harmoníkuleikari úr Skagafirði

Einn efnilegasti og flottasti harmoníkuleikari landsins, Jón Þorsteinn Reynisson, sem er úr Skagafirði en býr á Akureyri hefur nú lokið framhaldsnámi við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn í harmonikuleik. Hann spilar á takkaharmonikku.

Lífið
Fréttamynd

„Victoria's Secret er gamall maður sem býr í Ohio“

Tónlistarkonan Jax situr í þrettánda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Victoria's Secret. Lagið er ádeila á undirfatarisann þar sem Jax syngur meðal annars um skaðlega fegurðarstaðla og segir Victoria's Secret einfaldlega vera gamlan mann sem býr í Ohio.

Tónlist
Fréttamynd

Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni

Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. 

Menning
Fréttamynd

Cardi B játar líkams­á­rás á stripp­stað

Rapparinn Cardi B játaði í dag að hafa skipulagt árás og ráðist á starfsmann strippstaðarins Angels í New York árið 2018. Cardi taldi að einn starfsmanna barsins væri viðhald eiginmanns hennar, Offset.

Lífið