Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Starbucks kemur til Ís­lands

Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starbucks opnar á Ís­landi

Kaffihúsakeðjan alþjóðlega Starbucks hyggst opna kaffihús á Íslandi innan tíðar. Malasíska félagið Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjórinn á rúm­lega tvö þúsund krónur í erfiðum rekstri

Hálfur lítri af bjórnum Bola kostar 2250 krónur á barnum Ja Ja Ding Dong á Húsavík. Á þessu vekur árvökull neytandi á Facebookhópi sem snýst um verðlagshækkanir. Eigandi staðarins segir reksturinn erfiðan og beinir sjónum að slæmum samgöngum á Norðausturlandi sem verði til þess að ferðamenn hringsnúist aðeins á Suðurlandinu. 

Neytendur
Fréttamynd

Veitinga­menn berjist í bökkum

Veitingamennirnir Aðalgeir Ásvaldsson og Simmi Vill segja að rekstrarumhverfi veitingastaða á Íslandi sé erfitt, gjaldþrot séu regluleg. Veitingamenn séu almennt ekki að okra, þótt finna megi undantekningar til dæmis á fjölförnum ferðamannastöðum. Þeir segja að óvíða sé harðari samkeppni en í veitingabransanum.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 190 gestir Fabrikkunnar með nóró­veiru síðasta sumar

Alls greindust 190 manns með nóróveiru í kjölfar smits sem kom upp á Hamborgarafabrikkunni síðasta sumar.  Uppruni smitsins var ekki rakinn til ákveðinna matvæla. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu sóttvarnarlæknis fyrir árið 2023. Alls voru þrjár nóróveiruhópsýkingar skráðar á síðasta ári. Sú stærsta á Hamborgarafabrikkunni. 

Innlent
Fréttamynd

Segja elds­upp­tök ekki tengjast veitinga­staðnum

Upp kom eldur í Turninum á Höfðatorgi um hádegisbilið í dag. Rýming gekk vel og var slökkviliðið fljótt á vettvang og náði tökum á eldinum. Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis sem rekur veitingastaðinn Intro á Höfðatorgi, segir eldsupptök ekki hafa tengst veitingastaðnum á nokkurn hátt. Eldsvoðinn var að mestu leyti einskorðaður við veitingastaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Wok on-veldið falt

WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, er til sölu. Félagið er í eigu veitingamannsins Quang Le og var úrskurðað gjaldþrota á dögunum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja loka fyrir um­ferð um Ráð­hús­torgið á sumrin

Eigandi kaffihúss á Ráðhústorginu á Akureyri berst fyrir því að torgið verði lokað fyrir bílaumferð í bænum yfir sumarið. Hann heldur reglulega vel heppnaða viðburði á torginu en segir erfitt að þurfa sífellt að sækja um leyfi fyrir lokun svo hægt sé að halda viðburði á torginu. Bæjarfulltrúi segist tilbúin að samþykkja tillögu um að loka fyrir umferð um torgið á sumrin. 

Innlent
Fréttamynd

Wok On gjald­þrota

WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið er að fullu í eigu veitingamannsins Quang Lé, sem grunaður er um mansal og fleiri refsiverð brot. Annað félag í hans eigu, EA17 ehf., hefur sömuleiðis verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tón­leika­hald á Kex hostel heyrir brátt sögunni til

Gistiheimilið og veitingastaðurinn Kex hostel hefur frá opnun staðarins árið 2011 verið einn vinsælasti tónleikastaður Reykjavíkur. Miklar breytingar eru í farvatninu hjá hostelinu, en til stendur að færa veitingastaðinn niður á neðri hæðina, og breyta efri hæðinni allri þannig að þar verði svefnpláss. Tónleikahald á efri hæðinni mun því leggjast af.

Innlent
Fréttamynd

Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best

Maður sem áður starfaði fyrir alræmda veitingamanninn Quang Le hefur opnað nýjan veitingastað í húsnæði sem áður hýsti veitingastað í eigu Le. Hann bauð fyrrverandi starfsfólki Le sem ekki hafði fengið vinnu eftir að stöðum hans var lokað, starf hjá veitingastaðnum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jose Luis Garcia er allur

Veitingamaðurinn Jose Garcia varð bráðkvaddur í vikunni en hann hafi starfað áratugum saman að veitingarekstri í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Gríska húsinu lokað

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lokaði veitingastaðnum Gríska húsinu í kjölfar aðgerða lögreglu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hús­næði B5 aug­lýst til leigu enn og aftur

Atvinnuhúsnæði við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið auglýst til leigu eina ferðina enn. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn B5 verið þar til húsa, allt þar til í lok apríl.  Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grunur um man­sal á Gríska húsinu

Þrír voru handteknir í aðgerð lögreglunnar við Gríska húsið á Laugavegi fyrr í dag. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglunnar segir aðgerðir lögreglunnar tengjast gruni um vinnumansal á staðnum. Með lögreglu var starfsmaður Skattsins.

Innlent