Bera þurfti Bolt af velli á sjúkrabörum Bera þurfti jamaíska spretthlauparann Usain Bolt af velli á sjúkrabörum í árlegum góðgerðarleik í fótbolta í Lundúnum í gær. Komið hefur í ljós að Bolt sleit hásin í umræddum leik. 10.6.2024 14:01
Óskar um nýja starfið hjá KR: „Ég er ekki ógn við Gregg Ryder“ Knattspyrnudeild KR greindi frá því í hádeginu að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði verið ráðinn til starfa hjá félaginu. Óskar Hrafn mun verða deildinni innan handar en þó ekki í starfi aðalþjálfara karlaliðs félagsins eins og hefur verið hvíslað um undanfarnar vikur. Óskar sjálfur segist ekki vera ógn við núverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Gregg Ryder. 10.6.2024 13:20
Átta mánaða fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð Vinicius Þrír karlmenn hafa verið sakfelldir og hlotið átta mánaða fangelsisdóm fyrir kynþáttaníð í garð Vinicius Jr., leikmanns Real Madrid, í leik liðsins gegn Valencia í maí árið 2023. 10.6.2024 12:30
McGregor þaggar niður í orðrómi Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor hefur gert sitt í því að þagga niður í orðrómi þess efnis að hann muni ekki snúa aftur í bardagabúrið þann 29.júní næstkomandi gegn Michael Chandler. Írinn birti tíu myndbönd á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem má sjá hann æfa af krafti fyrir komandi bardaga. 10.6.2024 11:30
Erika Nótt heldur leyndarmálinu þétt að sér fyrir kvöldið stóra Í kvöld fer fram stærsta hnefaleikakvöld á Íslandi í Kaplakrika. ICEBOX. Þar mætir til leiks sautján ára Norðurlandameistari okkar Íslendinga í hnefaleikum, Erika Nótt en sýnt verður frá ICEBOX í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. 7.6.2024 08:31
Heldur út í atvinnumennsku og ætlar sér fast sæti í landsliðinu Komið er að tímamótum á ferli skyttunnar ungu, Þorsteins Leós Gunnarssonar. Hann kveður nú uppeldisfélag sitt Aftureldingu með trega og heldur út í atvinnumennskuna í Portúgal þar sem að hann hefur samið við Porto. Markmið Þorsteins næstu árin á hans ferli snúa mikið að íslenska landsliðinu. Hann ætlar sér að verða fastamaður í því liði. 6.6.2024 10:00
Stór fáni af Pétri dreginn upp í Stokkhólmi: „Farið til helvítis“ Segja má að Pétur Marteinsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, hafi skilið eftir sig alvöru fótspor hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Hammarby eftir tíma sinn þar sem leikmaður. Það sýndi sig einna best um nýliðna helgi er gríðarstór fáni, mynd af honum á eftirminnilegri stundu, var dreginn upp í einni af stúkum Tele2 leikvangsins í Stokkhólmi. Pétur fékk veður af þessu og hefur gaman að, segir þetta til marks um ríginn sem ríkir milli þessara nágranna í Stokkhólmi. 6.6.2024 08:31
Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5.6.2024 16:35
Hvar er Conor McGregor? | „Vil ekki vera boðberi slæmra frétta“ Lítið hefur sést til írska vélbyssukjaftsins Conor McGregor, bardagakappa UFC, undanfarna daga og þykir það mjög svo óvenjulegt. Sér í lagi þar sem að aðeins nokkrar vikur eru í endurkomu hans í bardagabúrið. Blaðamannafundi hans og verðandi andstæðings hans í búrinu, Michael Chandler var aflýst með mjög svo skömmum fyrirvara í upphafi vikunnar og hafa miklar getgátur farið af stað um ástæðu þess. Flestar þeirra beinast að hinum skrautlega Conor McGregor. 5.6.2024 13:31
Leitaði ráða hjá Rio Ferdinand áður en hann tók flugið til Ísafjarðar Það vakti gífurlega athygli þegar að Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins setti inn athugasemd við myndband sem að Besta deildin setti inn á Instagram af marki Toby King, leikmanns Vestra gegn Stjörnunni á dögunum. Ferdinand er náinn fjölskylduvinur Toby og hefur hann geta leitað ráða hjá honum í gegnum sinn feril í fótboltanum. 4.6.2024 15:13