Hinsegin

Fréttamynd

Þar sem ástin er kæfð

Á Íslandi má oft sjá regnbogafána á ótrúlegustu stöðum. Oft eru þeir litlir og virðast kannski óþarfir, en jafnvel krítaður regnbogafáni á töflunni á kaffihúsi vermir mörgu hinsegin fólki um hjartað og gefur til kynna að um öruggara rými sé að ræða.

Skoðun
Fréttamynd

Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða

Regn­boga­fáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í til­efni af al­þjóð­legum degi gegn for­dómum í garð hin­segin fólks. Mann­réttinda­verð­laun Reykja­víkur­borgar voru veitt þar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Alexandra Briem næsti for­seti borgar­stjórnar

Alexandra Briem mun taka við embætti forseta borgarstjórnar Reykjavíkur þriðjudaginn 18. maí næstkomandi af Pawel Bartozek sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2019. Alexandra verður fyrsta trans konan til þess að gegna embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Banna meðferð fyrir transbörn

Ríkisþing Arkansas í Bandaríkjunum ógilti neitunarvald ríkisstjórans og samþykkti bann við læknismeðferð fyrir transbörn í ríkinu. Með lögunum verður læknum bannað að veita transbörnum yngri en átján ára hormónameðferð eða skera þau upp.

Erlent
Fréttamynd

Nýir tímar kalla á nýjar reglur

Á nýliðnum fundi Samtakana 78 var samþykkt tillaga um að skora á heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisráðherra, Blóðbankann og ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu um að endurskoða þá reglu að karlmönnum sem haft hafa mök við aðra karlmenn (MSM) sé ekki leyfilegt að gefa blóð.

Skoðun
Fréttamynd

Rekstrinum kippt undan Pink Iceland sem hefur opnað CBD verslun

Í tíu ár hefur Pink Iceland látið drauma ferðafólks rætast sem kemur til Íslands til að gifta sig. Brúðkaupin eru orðin fleiri en sex hundruð, hvert öðru litríkara og ævintýralegra og hægt væri að gera heilan raunveruleikaþátt út frá ótrúlegum sögum brúðkaupsskipuleggjanda.

Lífið
Fréttamynd

Mummi reynir að koma vitinu fyrir páfa

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ritað hans heilagleika, Frans páfa í Vatíkaninu, opið bréf þar sem hann fer vinsamlegast fram á að hann dragi til baka ákvörðun um að samband samkynhneigðra para njóti ekki blessunar kaþólsku kirkjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Prestar í uppreisn gegn Páfagarði

Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær.

Erlent
Fréttamynd

Saga af bestu mann­eskju í heimi

Ég ætla að segja þér frá bestu manneskju í heimi. Hún er góðmennskan uppmáluð og fer aldrei í manngreinarálit. Hún er ávallt með opinn faðm og hjartalag hennar er einstaklega fallegt. Þetta er mesta fyrirmyndarmanneskja sem heimurinn hefur séð. Hún gerir ekki upp á milli fólks, og elskar alla. Alla nema þig.

Skoðun
Fréttamynd

Vatíkanið bannar blessun samvistar sam­kynja para

Vatíkanið gaf í dag út ákvörðun, sem Frans páfi, samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa samvist samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun.

Erlent
Fréttamynd

Fellir úr gildi bann við transfólki í Banda­ríkja­her

Trans fólk fær nú aftur að gegna herþjónustu í Bandaríkjunum eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti felldi úr gildi bann sem Donald Trump tilkynnti sumarið 2017. Hvíta húsið greindi frá þessu í dag og sagði styrkleika þjóðarinnar felast í fjölbreytileikanum.

Erlent
Fréttamynd

JoJo Siwa kemur út úr skápnum

Samfélagsmiðlastjarnan og söngkonan JoJo Siwa segist himinlifandi eftir að hafa tilkynnt að hún skilgreini sig hinsegin. Siwa, sem er sautján ára gömul, hafði gefið þetta í skyn á samfélagsmiðlum undanfarna daga en staðfesti það svo í löngu myndbandi sem hún birti í gær.

Lífið