
Tólf þúsund manns sagt upp hjá Alphabet
Forsvarsmenn Alphabet, móðurfélags Google, hafa tilkynnti að tólf þúsund starfsmönnum félagsins verði sagt upp. Það samsvarar um sex prósentum af öllum starfsmönnum Alphabet en Sundar Pichai, forstjóri bæði Alphabet og Google, tilkynnti ákvörðunina í dag.

Síður um stjórnanda sem „varð á“ verði fjarlægðar úr Google-leit
Persónuvernd hefur úrskurðað að Google skuli fjarlægja ákveðnar vefsíður um mann, sem gegnir stjórnunarstöðu í samfélaginu, úr leitarvél sinni. Maðurinn kvartaði til Persónuverndar sem mat það sem svo að einkalífsverndarhagsmunir mannsins og réttur hans til að gleymast væru ríkari en hagsmunir almennings að því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum um hann.

Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing
Forsvarsmenn Microsoft vinna nú að því að tengja gervigreindartækni OpenAI, sem kallast ChatGPT, við Bing, leitarvél Microsoft. Með þessu vilja þeir saxa á þá miklu yfirburði sem Alphabet hefur á leitarvélamarkaði internetsins, með leitarvélinni Google.

Bjarni Ben gúgglaður þrettán hundruð sinnum á mánuði
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gúgglaður að meðaltali þrettán hundruð sinnum á mánuði árið 2022. Elísabet heitin Bretlandsdrottning sló honum hins vegar rækilega við í september þegar hún var gúggluð 27 þúsund sinnum.

Meta hótar að fjarlægja fréttir af Facebook
Móðurfélag samfélagsmiðlarisans Facebook hótar því að fjarlægja fréttir af miðlinum ef Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp sem á að hjálpa fjölmiðlum í vanda. Fréttir hurfu tímabundið af Facebook í Ástralíu þegar áþekk lög tóku gildi þar.

Rétturinn til að gleymast ekki algildur
Persónuvernd er sammála niðurstöðu Google LLC um að hagsmunir almennings vegi þyngra en einkalífshagsmunir þjóðþekkts einstaklings í máli þar sem viðkomandi reyndi að fá frétt um meint einelti afmáð af leitarvélum tæknirisans. Forstjóri Persónuverndar segir að á hverju ári leiti til Persónuverndar einstaklingar sem hafa fengið synjun frá Google.

Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit
Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast.

Hagnaður Meta dróst saman um helming
Virði hlutabréfa Meta, áður Facebook, hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að fyrirtækið birti annað ársfjórðungsuppgjörið í röð þar sem tekjur hafa dregist saman. Félagið er nærri því að falla úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna eftir mjög erfitt rekstrarár.

Brot gegn persónuverndarlögum misnotkun á markaðsráðandi stöðu?
Tæknirisar nútímans hafa umtalsverðan markaðsstyrk og viðskiptamódel þeirra grundvallast að miklu leyti á söfnun persónuupplýsinga

Neytendasamtökin misskilji dóma um Google Analytics
Þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera segir það ekki rétt að Google Analytics hafi verið bannað í nokkrum Evrópuríkjum. Persónuvernd eigi að gefa út leiðbeiningar en ekki banna tólið.

Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað
Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu.

Skora á Persónuvernd að banna Google Analytics
Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi.

Google lokar á föður sem tók myndir af syni sínum til að senda lækni
Netrisinn Google hefur neitað að opna aftur fyrir aðgang manns sem lokað var á eftir að hann tók myndir af kynfærum sonar síns til að fylgjast með bólgu sem var að angra hann.

Musk þvertekur fyrir ásakanirnar
Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin.

Stofnandi Google segir eiginkonu sína hafa haldið framhjá sér með Elon Musk
Sergey Brin, einn stofnenda leitarvélarinnar Google, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni, Nicole Shanahan. Ástæðan ku vera að hún hafi haldið framhjá Brin með forstjóra og stofnanda Tesla, Elon Musk.

Google muni eyða staðsetningargögnum til þess að vernda viðskiptavini
Bandaríski netrisinn Google mun eyða staðsetningarupplýsingum notenda þegar þeir heimsækja staði sem bjóða upp á þungunarrofsþjónustu. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þýðingarvél Google stækkuð
Þýðingarvél tæknirisans Google hefur nú verið stækkuð en 24 nýjum tungumálum hefur verið bætt við þjónustuna. Rúmlega 300 milljónir manna tala tungumálin sem um ræðir en um helmingur þeirra er frá Afríku.

Gætu skyldað tæknirisa til að finna og fjarlægja barnaklám
Drög að reglum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur til meðferðar gæti sett skyldur á herðar tæknirisa eins og Google og Meta að finna og fjarlægja barnaklám á netinu. Persónuverndarsamtök óttast að friðhelgi samskipta fólks geti verið ógnað verði reglurnar að veruleika.

Google kaupir netöryggisfyrirtæki fyrir 5,4 milljarða dala
Tækni- og netrisinn Google hyggst kaupa netöryggisfyrirtækið Mandiant fyrir um 5,4 milljarða Bandaríkjadala, rúmlega 720 milljarða króna. Með kaupunum stefnir Google að því að tryggja betur gögn viðskiptavina sinna í skýinu.

Auglýsingatekjur fjölmiðla drógust saman um sextán prósent
Tekjur innlendra fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga árið 2020 drógust saman um 16% frá árinu áður reiknað á föstu verðlagi. Sambærilegur samdráttur sást einnig í auglýsingagreiðslum til erlendra miðla. Heildartekjur innlendra fjölmiðla rýrnuðu um 6% frá fyrra ári en tekjur af notendum jukust um 2%.

Bannað að nota Google Analytics á vefsíðum sínum
Austurríska persónuverndarstofnunin hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækjum þar í landi sé óheimilt að nota greiningarvél Google (e. Google Analytics) á vefsíðum sínum.

Facebook og Google sektuð um 210 milljónir evra
Frakkar hafa sektað fyrirtækin Google og Facebook um 210 milljónir evra, eða rúma þrjátíu milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa gert notendum erfiðara fyrir að hafna svokölluðum vefkökum. Þar með hafi fyrirtækin lagt stein í götu þeirra notenda, sem ekki vilja að fyrirtækin geti skoðað „net-vafur“ þeirra.

Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer
Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða.

Tæknirisarnir keppast um athygli í næstu viku
Nóg verður um að vera fyrir aðdáendur nýrra tækja í næstu viku. Stærstu tæknirisar heimsins eru allir að fara að kynna ný tæki, tól og hugbúnað þrjá daga í röð.

Google bannar auglýsingar með loftslagsafneitun
Tæknirisinn Google hefur ákveðið að banna afneiturum loftslagsvísinda að kaupa auglýsingar í leitarvélinni og á samfélagsmiðlinum Youtube og að hagnast á auglýsingum. Ákvörðunin var tekin vegna óánægju auglýsenda með að auglýsingar þeirra birtust við slíkt efni.

YouTube í hart gegn andstæðingum bólusetninga
Forsvarsmenn myndbandaveitunnar YouTube hafa ákveðið að fara í hart gegn andstæðingum bólusetninga. Fólk sem dreifir efni þar sem farið er með fleipur um bóluefni og bólusetningar verður bannað og rásum þeirra lokað. Þá verður öllu slíku efni eytt af veitunni.

Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum
Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT.

Google taldi mikla eftirspurn eftir íslensku appi vera netárás og lokaði
Íslenska appið Lightsnap hefur gert gott mót í Svíþjóð en þjónustan gerir notendum kleift að taka ljósmyndir sem þeir fá ekki að sjá fyrr en prentuð eintök eru send heim að dyrum.

Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit
Bæði Google og Apple, tvö af stærstu tæknifyrirtækjum heims, hafa orðið við kröfum rússneskra stjórnvalda og fjarlægt snjallforrit Alexeis Navalní sem átti að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur til að kjósa sem gætu skákað stjórnarflokki Pútín forseta.

Höfða enn eitt málið gegn Google og að þessu sinni vegna Google Play
Ríkissaksóknarar 36 ríkja Bandaríkjanna, auk saksóknara Washington DC, hafa tekið höndum saman og höfðað samkeppnismál gegn Google. Þeir saka fyrirtækið um að brjóta samkeppnislög varðandi Google Play, þar sem fólk sækir hin ýmsu forrit í síma sína og önnur tæki.