MeToo

Fréttamynd

Biden hvetur Cuomo til að segja af sér

Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna.

Erlent
Fréttamynd

Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna

Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu.

Erlent
Fréttamynd

Yfirmaður Blizzard hættir störfum

J. Allen Brack, yfirmaður leikjafyrirtækisins Blizzard Entertainment, hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu. Það gerði hann í kjölfar lögsóknar Kaliforníuríkis vegna meintrar eitraðar starfsmenningar í garð kvenna innan veggja Activision Blizzard, sem er móðurfyrirtæki Blizzard. Fyrstu viðbrögð yfirmanna AB vöktu töluverða reiði meðal starfsmanna og annarra í tölvuleikjaheiminum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Valdbeitingarmenning á hverfanda hveli

Ég gæti sagt frá barni sem var gert að kynferðislegu viðfangi fullorðins manns þegar það var tveggja og hálfs árs. Þetta unga barn upplifði fullkomið valdleysi gagnvart honum sem ákvað að svala fýsnum sínum og nota barnslíkama til þess.

Skoðun
Fréttamynd

Tánings­piltur bætist í hóp meintra þol­enda R. Kel­ly

Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum.

Lífið
Fréttamynd

Nornahamar nútímans

Þegar konur stíga fram og tjá sig um kynferðisofbeldi verður sumum mönnum (og stöku konu) á orði að þetta sé ekkert minna en nornaveiðar. Þetta er æði sérkennileg tenging við galdraöldina og þó svo að hugsað sé til yfirfærðar merkingar, því þá er jafnan átt við að veist sé að þeim sem eru með óvinsælar skoðanir.

Skoðun
Fréttamynd

Druslugangan handan við hornið

Druslugangan verður gengin í tíunda skiptið laugardaginn 24. júlí. Gengið verður af stað klukkan 14 frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll þar sem ræður og tónlistaratriði taka við.

Lífið
Fréttamynd

Býðst líka til að borga miska­bætur

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter.

Innlent
Fréttamynd

Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur

Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Full­yrðingar um sak­fellingar á sam­fé­lags­miðlum standist ekki

Hæstaréttarlögmaðurinn Gunnar Ingi Jóhannsson segir því fara fjarri að ásökunum kvenna á hendur Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni, um kynferðisofbeldi, og viðbrögðum almennings við því megi líkja við réttarfar miðalda og jafna við sakfellingar. Þetta segir hann í grein sem birtist hér á Vísi, og virðist ákveðið svar við grein sem lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson birti fyrir viku síðan.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Áss McCarthy?

Á dögunum ritaði lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson grein til fjölmiðla um þann storm sem geisað hefur um mál Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Í grein lögfræðingsins er nafnlausum ásökunum kvenna á hendur Ingólfi um meint kynferðisofbeldi líkt við athafnir bandaríska öldungadeildarþingmannsins og lögfræðingsins Joseph McCarthy og kallaðar nornaveiðar.

Skoðun
Fréttamynd

Nöfn þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur

Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, hefur fengið Vilhjálm H. Vilhjálmsson lögmann sinn til þess að senda fimm einstaklingum kröfubréf, þar sem þess er farið á leit að þeir biðji hann afsökunar á ærumeiðandi ummælum í hans garð, dragi þau til baka og greiði honum miskabætur og lögfræðikostnað.

Innlent
Fréttamynd

Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur.

Innlent
Fréttamynd

Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Af­­bókaður víðast hvar og tekju­tapið er veru­­legt

Búið er að af­bóka Ingólf Þórarins­son, eða Ingó veður­guð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafn­lausar sögur kvenna sem lýsa kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að af­lýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekju­tapi síðustu vikurnar.

Innlent
Fréttamynd

Segir nefndina hafa vitað af á­sökunum þegar hún réð Ingó

Tryggvi Már Sæ­munds­son, rit­stjóri Eyja­r.net sem hefur safnað undir­skriftum til að mót­mæla því að Ingólfur Þórarins­son hafi verið af­bókaður af Þjóð­há­tíð, segir að þjóð­há­tíðar­nefnd hafi þegar vitað að Ingó væri um­deildur þegar hún réð hann til að sjá um brekku­sönginn.

Innlent
Fréttamynd

Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann

Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Við karlmenn

Sú umræða sem nú fer fram um kynferðislega áreitni og annað kynferðisofbeldi gegn konum og ungum stúlkum setur okkur mörg af minni kynslóð í einkennilega stöðu. Ástæðan er ekki sú að við viljum ekki horfast í augu við vandann heldur kunnum við það ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Mikill munur á við­brögðum við kyn­ferðis­of­beldi milli kyn­slóða

María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur, segir að nema megi ákveðinn kynslóðamun á viðbrögðum við fregnum af kynferðisofbeldi. Undanfarnar vikur hafa reynslusögur fólks af kynferðisofbeldi og -áreiti riðið yfir samfélagsmiðla og vakið mikla athygli. María segir margt benda til að við séum stödd í fjórðu bylgju femínisma og tengist hún að mörgu leiti tæknibreytingum og aðgengi að samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Ég er Ingó Veður­guð

Það er gott að berjast gegn kynferðisofbeldi í nútímanum, rétt eins og það var virðingarverður málstaður að berjast gegn áhrifum kommúnismans í bandarísku þjóðlífi á 5. og 6. áratug síðustu aldar.

Skoðun