Evrópusambandið

Fréttamynd

ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg.

Erlent
Fréttamynd

ESB til Taívana: „Þið eruð ekki ein“

Fyrsta opinbera sendinefnd Evrópuþingsins til Taívan tilkynnti ráðamönnum þar að íbúar eyríkisins stæðu ekki einir gegn sífellt auknum þrýstingi frá Kína. Taívanar leita bandamanna um víða veröld.

Erlent
Fréttamynd

Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið

Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjálfs­skaði í boði trúar­of­stækis

Ég skildi aldrei hugtakið erfðasynd þegar það kom mér fyrst fyrir sjónir í kristinfræði í grunnskóla. Hvernig átti fólk að fæðast í synd vegna þess að einhver í fyrndinni, sem enginn gat fært sönnur á að hefði verið til, tók epli af tré og beit í það?

Skoðun
Fréttamynd

Spennan milli Pól­lands og Evrópu­sam­bandsins magnast

Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. 

Erlent
Fréttamynd

Full­veldi og lýð­ræði haldast í hendur

Til þessa hafa talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið viljað telja okkur Íslendingum trú um að við inngöngu í sambandið myndu kjörnir fulltrúar okkar hafa heilmikið um þær ákvarðanir að segja sem teknar væru innan þess og snertu hagsmuni lands og þjóðar.

Skoðun
Fréttamynd

Ísland, ESB og evran

Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um Evrópu­sam­bandið

Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítið verið talað um afstöðu flokka til samtarfs við Evrópuþjóðir, hvort heldur er á grundvelli EES samningsins eða Evrópusambandsins.

Skoðun
Fréttamynd

Stundum partur af Evrópu

Eins og fjölmargir Íslendingar hef ég aflað mér framhaldsmenntunar erlendis. Fyrir valinu varð England, fyrir Brexit vitanlega, og ég útskrifaðist að lokum með MA gráðu.

Skoðun
Fréttamynd

Hóta stjórnar­slitum verði út­göngu­samningnum ekki breytt

Flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi hótar því að sprengja heimastjórnina þar verðir breytingar ekki gerðar á útgöngusamningi Bretland og Evrópusambandsins á næstu vikum. Bresk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að aðlögunartímabil yrði framlengt á Norður-Írlandi.

Erlent
Fréttamynd

Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast

Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið.

Innlent
Fréttamynd

Tómar hillur verslana í Bret­landi

Það er ýmislegt sem andstæðingar Evrópusambandsins halda fram og helsta vitleysan er sú að Íslandi sé betur borgið fyrir utan EES og síðan Evrópusambandið sem þetta fólk berst hart gegn aðild Íslands með rangfærslum, fölskum fréttum og „fake news“ og hafa stundað slíkan áróður skipulega á Íslandi í 30 ár síðan EES samningurinn varð að raunveruleika.

Skoðun
Fréttamynd

Sátt um sjávarútveginn (og kannski ESB í leiðinni)

Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II.

Skoðun
Fréttamynd

Um spænska togara og hræðsluáróður II

Þann 11. ágúst birti ég á Vísi greinina „Um spænska togara og hræðsluáróður“ en markmiðið með þeim skrifum var fyrst og fremst að svara þeim ógnarrökum sem iðulega heyrast frá andstæðingum Evrópusambandsaðildar sem vilja meina að framtíð íslensks sjávarútvegs væri það svört innan sambandsins að það er ekki einu sinni þess virði að halda áfram aðildarviðræðum. 

Skoðun