Tryggingar

„Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“
Hús í Laugarneshverfi hafa orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga í tengslum við framkvæmdir við Grand Hótel. Óljóst er hver ber ábyrgðina og svör frá Reykjavíkurborg og tryggingafélögum hafa verið óljós.

Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu
Pípari í Reykjanesbæ segist hafa margoft síðustu mánuði þurft að gera við handklæðaofna í nýbyggingum sem hafi skemmst vegna súrefnis í heitavatninu á Suðurnesjum. HS Veitur staðfesta að súrefni hafi mælst í vatninu í sumar en taka fram að íbúum stafi engin hætta af því.

Verðmat Sjóvá helst nánast óbreytt og mælt með að fjárfestar haldi bréfunum
Verðmatsgengi á Sjóvá hefur verið lækkað lítillega eftir uppgjör annars fjórðungs, samkvæmt nýrri greiningu, en hins vegar er sem fyrr mælt með því að fjárfestar haldi bréfunum sínum í tryggingafélaginu í vel dreifðu eignasafni. Óvenju lágt tjónahlutfall skilaði sér í góðri afkomu af tryggingastarfseminni á meðan fjárfestingarhlutinn var undir væntingum.

„Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“
Viðskiptavinir Vís sem greitt hafa fyrir ferðatryggingu með korti frá Íslandsbanka fá ferð ekki bætta vegna forfalla af völdum veikinda ef þeir sóttu sér aðstoð tengda þeim veikindum hálfu ári áður en ferðin var keypt.

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Ímyndum okkur einstakling sem hefur glímt við alvarleg veikindi – t.d. krabbamein eða þunglyndi, en hefur síðan náð bata, snúið aftur til vinnu og lifað eðlilegu lífi árum saman.

Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu
Vátryggingafélag Íslands þarf að greiða konu sem slasaðist í alvarlegu sláttuvélarslysi við sumarbústað sinn bætur og lögmannskostnað. Konan stóð í miklu stappi við tryggingafélagið og neyddist til að leita liðsinnis lögmanns til að sækja rétt sinn. Dómur í málinu var afdráttarlaus. Fólk sem verði fyrir líkamstjóni eigi ekki að þurfa að standa straum af lögfræðikostnaði til að ná fram slysabótum sem það eigi rétt á.

Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans
Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021.

Áætla að húsnæði á Íslandi sé verulega vantryggt fyrir bruna
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir húsnæði almennt verulega vantryggt fyrir bruna á Íslandi. Það kemur fram í nýju mati stofnunarinnar á brunabótatryggingum Íslendinga. Í tilkynningu kemur fram að athugunin hafi verið sett af stað í kjölfar endurmats á brunabótamat í Grindavík vegna uppkaupa ríkisins á eignum í Grindavík.

Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats
HMS boðar til opins fundar í dag klukkan 9:00. Tilefni fundarins er útgáfa Vegvísis að brunabótamati 2025 - bætt framkvæmd brunabótamats.

Þegar hið óhugsanlega gerist
Tryggingar endurspegla lífið og er ætlað að grípa okkur þegar óvæntir atburðir gerast og valda okkur tjóni. Þær þurfa að vera í sífelldri endurskoðun í takt við tímann hverju sinni, lifnaðarhætti fólks og viðhorf.

Pólítískt hugrekki
Loksins, loksins! Nú liggur fyrir að núverandi ríkisstjórn ætli að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris. Það kann við fyrstu sýn að virðast sem sú breyting, að örorkulífeyrir hækki hækka í samræmi við við launaþróun en aldrei minna en verðlag vísitölu neysluverðs, geti ekki verið mjög mikil.

Féll í hálku í sundi og fær bætur
Landsréttur hefur viðurkennt bótaskyldu á hendur Reykjavíkurborg og Sjóvá eftir að kona rann til í hálku í Árbæjarlaug veturinn 2022 og hlaut líkamstjón svo alvarlegt að hún þurfti að gangast undir aðgerð.

Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn
Sjóvá kynnir í dag, á kvenréttindadeginum, nýja tegund tryggingarverndar sem sérstaklega er hönnuð fyrir barnshafandi konur. Meðgöngutrygging er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en er að norrænni fyrirmynd. Tryggingin kostar 30 þúsund krónur. Bætur eru eingreiðslur og geta numið allt að einni og hálfri milljón.

Verða boðaðar kjarabætur örorkulífeyristaka að veruleika eða ekki?
Hinn 1. september nk. tekur gildi breytt örorkulífeyriskerfi sem ætlað er að færa flestum örorkulífeyristökum á Íslandi bætt kjör. Hjá stórum hópi lífeyristaka mun þó ekki verða nein kjarabót þar sem nauðsynlegar breytingar á greiðslum örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hafa ekki verið gerðar. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar sem eiga bæði rétt á örorkulífeyri frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum.

Segir reikninginn ekki enda hjá eldri borgurum
Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir ríkið seilast í vasa almennings með nýju frumvarpi. Ellilífeyrir muni lækka á meðan öryrkjar fá hærri bætur en þeir hefðu haft í tekjur fyrir orkutap. Hann segir breytinguna skerða eignarrétt sjóðsfélaga sem brjóti gegn stjórnarskránni.

Kínverskur dómur um banaslys skipti engu máli og TM slapp
Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að kínversk ferðaskrifstofa eigi ekki rétt á bótum úr hendi TM vegna banaslyss sem varð árið 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt aðstandendum þeirra tveggja sem létust bætur og taldi sig því hafa eignast kröfu þeirra á hendur TM. Landsréttur hélt nú ekki.

SFF hafna ásökunum bifreiðaeigenda
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafna ásökunum Félags íslenskra biðfreiðaeigenda, um tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði. Félagið kvartaði til Samkeppniseftirlitsins undan ummælum hagfræðings SFF.

Saka hagfræðing SFF um að reyna að draga úr samkeppni í tryggingum
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins undan ummælum hagfræðings Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu sem það telur að hafi verið tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði. Hagfræðingurinn lýsti í viðtali viðvarandi tapi af vátryggingastarfsemi á Íslandi.

Varð undir bílhræi ofan í járntætara og fær 150 milljónir
Litáískur karlmaður á þrítugsaldri bar sigur úr býtum í rimmu við Sjóvá vegna uppgjörs bóta fyrir dómi. Hann fær tæplega 150 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna alvarlegs vinnuslyss sem hann varð fyrir við störf í málmendurvinnslu. Hann glímir við hundrað prósenta varanlega örorku eftir slysið.

Sjóvá tapar hálfum milljarði
Sjóvá tapaði 540 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025. Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta var rúmur milljarður, 1.126 milljónir króna, en hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta var 821 milljónir króna.

Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis
Bílar Íslendinga sem teknir eru með erlendis eru almennt ekki bættir sé þeim stolið erlendis samkvæmt skilmálum TM. Það sé vegna þess að áhætta á stuldri erlendis sé önnur en hérlendis.

Fá engar bætur fyrir stolinn bíl
Guðbrandur Jónatansson og konan hans lentu í óheppilegu atviki þegar bílnum þeirra var stolið á meðan þau bjuggu á Spáni. Þau keyptu allar nauðsynlegar tryggingar en samt sem áður ætlar TM ekki að bæta þeim tapið.

Ein breyting á stjórn sem leggja á niður
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað stjórn Tryggingarstofnunar sem þó er áformað að leggja niður verði frumvarp ráðherra að lögum. Ein breyting er gerð á fyrri stjórn. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda
Dómur í máli konu, sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, stendur. Hún á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann, þrátt fyrir að hafa slasast eftir að hafa stöðvað hlaup nemandans með valdi.

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Hvað er heilbrigðistengd endurhæfing og hvað er starfsendurhæfing?

VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018.

Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði
Karlmaður sem hlaut líkamstjón þegar hliðslá á lóð Heklu hf. féll á höfuðið á honum fær engar bætur úr hendi vátryggingarfélags Heklu. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þó að hann ætti rétt á bótum.

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum.

„Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“
Titill þessarar greinar er setning sem ég heyrði oft þegar ég ræddi við eldra fólk um lífeyrismál og almannatryggingar í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.

Sameina útibú TM og Landsbankans
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast á mánudaginn næsta.