Tryggingar

Sjúklingar borga meira úr eigin vasa
Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera.

Starfsfólk VÍS fer fyrr heim á föstudögum frá og með 1. nóvember
Starfsfólk tryggingafélagsins VÍS hættir 45 mínútum fyrr í vinnunni á föstudögum. Þetta er niðurstaða samkomulags forsvarsmanna fyrirtækisins við starfsfólk sitt.

VÍS tapaði 400 milljónum á þriðja ársfjórðungi
Hagnaður VÍS fyrstu níu mánuði ársins nam hins vegar 1.798 milljónum króna.

FME finnur að tryggingafélagi
Fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir við fjárfestingaferli Tryggingamiðstöðvarinnar.

Langþráð kaup TM á Lykli orðin að veruleika
Tryggingamiðstöðin hefur fest kaup á Lykli fjármögnun.

Tryggingin dugði fyrir 190 milljóna kröfum
Byrjað verður að greiða samþykktar kröfur á næstu dögum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus
Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum.

Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma
Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn.

VÍS segir upp átta starfsmönnum
Tryggingarfélagið VÍS sagði upp átta starfsmönnum fyrir helgi. Þeir störfuðu þvert á deildir.

Keypti upp lagerinn hjá VÍS
Fyrirtækið Barnabílstólar.is hefur keypt upp lager Tryggingafélagsins VÍS af barnabílstólum og er byrjað að leigja þá út, en VÍS hætti í apríl útleigu á bílstólum til viðskiptavina sinna.

Líður eins og þeim sé refsað fyrir að eiga foreldra með sjúkdóminn
Konur sem eiga foreldri sem greinst hefur með MND furða sig á því að þær fái ekki sjúkdómatryggingu nema búið sé að undanskilja sjúkdóminn, þrátt fyrir að hann sé ekki ættgengur. Þeim líði eins og verið sé að refsa þeim fyrir að eiga foreldra með sjúkdóminn. Formaður MND félagsins gagnrýnir harðlega vinnubrögð tryggingafélagana og segir að þau hugsi ekki um velferð viðskiptavina sinna.

Ríkið þarf að greiða eldri borgurum milljarðana fimm
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins að mál ellilífeyrisþega gegn Tryggingastofnun ríkisins verði tekið fyrir á æðsta dómstigi.

Tryggingasvik vaxandi vandi hér á landi
Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum.

VÍS hættir útleigu á barnabílstólum
Tryggingafélagið VÍS ætlar að hætta útleigu á barnabílstólum en félagið hefur boðið viðskiptavinum sínum bílastóla til útleigu fyrir börnin sín undanfarin 25 ár.

Framkvæmdastjóri hættir hjá VÍS
Ólafur Lúther Einarsson, framkvæmdastjóri Kjarnastarfsemi VÍS, hefur ákveðið að láta af störfum.

VÍS selur í Kviku fyrir 350 milljónir
Vátryggingafélag Íslands hefur minnkað hlut sinn í Kviku banka um liðlega 1,6 prósent af hlutafé fjárfestingabankans, samkvæmt nýjum hluthafalista, og er nú þriðji stærsti hluthafi bankans með 6,45 prósenta eignarhlut.

Guðbjörg bætir enn við eignarhlut sinn í TM
Með kaupunum komst félagið í hóp tuttugu stærstu hluthafa tryggingafélagsins.

Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið
Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins.

Óskar Hrafn ráðinn samskiptastjóri VÍS
Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri VÍS.

Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað
Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur.

Félag Guðbjargar í hóp 20 stærstu hluthafa TM
Félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, sem eru eigendur Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, er komið í hóp 20 stærstu hluthafa tryggingafélagsins TM með 1,14 prósenta hlut.

Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart
Engar bætur fást vegna Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur Jóhannsson brotlenti flugvél sem flytja átti úr landi í ágúst 2015.

Segir almenna borgara ekki geta beitt sömu afsökunum og ríkið beiti
Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi harðlega á Alþingi í morgun að enn væri ekki byrjað að greiða öryrkjum leiðréttingar vegna ólöglegra búsetuskerðinga á bótum þeirra.

Kirkjan fékk lægri bætur en hún vildi
Vátryggingafélag Íslands (VÍS) og Hitaveitufélag Hvalfjarðar voru í vikunni dæmd til að greiða Kirkjumálasjóði tæpar 2,4 milljónir króna í bætur vegna tjóns sem af hlaust vegna leka frá hitaveitulögn í prestsbústaðnum að Saurbæ í Hvalfjarðarsveit.

Yfir 50 prósenta ávöxtun
Fjárfesting TM í Arnarlaxi skilaði tryggingafélaginu árlegri ávöxtun upp á ríflega fimmtíu prósent.

Á rétt á bótum eftir allt saman vegna snjóflóðs af eigin völdum
Viðar Kristinsson, sem slasaðist alvarlega í snjóflóði í Eyrarfjalli fyrir ofan Ísafjörð á rétt á bótum frá Sjóvá-Almennar vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í snjóflóðinu.

Vandræðalega léleg tilraun til að svíkja úr tryggingum náðist á myndband
Lögreglan í New Jersey í Bandaríkjunum handtók í janúar mann fyrir tryggingasvik eftir að tilraun hans til að sviðsetja fall í vinnu sinni náðist á myndband.

Segir tryggingafélög áhugasöm um upplýsingar úr heilsuúrum viðskiptavina
Þessi þróun sé einnig farin að sjást hér á landi.

Gagnrýna að ekki eigi að leiðrétta skerðingar að fullu
Þingmenn Pírata og Flokks fólksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun ætlaði einungis að leiðrétta skerðingar á bótum vegna búsetu örorkulífeyrisþega fjögur ár aftur í tímann en ekki öll þau tíu ár sem ólöglegar skerðingar áttu sér stað.

Nota gervigreind og Instagram í nýrri herferð undir merkjum "Höldum fókus“
Ný herferð Samgöngustofu, Strætó og Sjóvá undir merkjum Höldum fókus hófst í dag. Er þetta í fjórða sinn sem ráðist er í slíka herferð en markmið hennar er að minna ökumenn á að nota ekki farsímann undir stýri þar sem það skapar mikla hættu í umferðinni.