Samkeppnismál „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. Innlent 22.3.2024 14:51 Íslenska páskalambið Í gær voru samþykktar breytingar á búvörulögum, um er að ræða að breytingar sem skipta verulegu máli fyrir íslenskan landbúnað. Þeim er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu. Skoðun 22.3.2024 14:30 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. Innlent 22.3.2024 12:17 Fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði leiki nú lausum hala Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vekur athygli á því að frumvarp matvælaráðherra sem samþykkt var á Alþingi í gær af þingmönnum ríkisstjórnarinnar auk Miðflokksins komi fjölmörgum stórfyrirtækjum ansi hreint vel. Nýju lögin komi ekki aðeins sláturhúsum á barmi gjaldþrots til bjargar. Hann er gagnrýninn á nýsamþykkt lög. Neytendur 22.3.2024 10:08 Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. Innlent 22.3.2024 08:20 Sakar SKE um „íhlutun íhlutunnar vegna“ en sé ekki að gæta hagsmuna almennings Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, gagnrýnir harðlega starfshætti Samkeppniseftirlitsins, sem rannsakar núna eignatengsl félagsins og Samherja, og spyr hvaða hagsmuni stofnunin er að verja hér á landi og hvaða samkeppni hún telur sig standa vörð um. Hann segir eftirlitið gera sjávarútvegsfélögum erfitt um vik á erlendum mörkuðum í samkeppni við risavaxna keppinauta samhliða því að íslensku fyrirtækin verða alltaf hlutfallslega minni og minni. Innherji 21.3.2024 15:22 Gapandi yfir gjörbreyttu frumvarpi og varar við því Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp matvælaráðherra um breytingu á búvörulögum og varar við samþykki þess. Frumvarpið muni heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers lags samráð, þær megi sameinast án takmarkana og hafi fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda og neytenda. Hagsmunir neytenda verði fyrir borð bornir. Neytendur 21.3.2024 14:13 Vara eindregið við frumvarpi sem leiði til verðbólgu VR, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Félag atvinnurekenda (FA) vara eindregið við samþykkt frumvarps um undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum, sem nú liggur fyrir Alþingi. Neytendur 21.3.2024 09:09 Kaupin á Lyfju krefjast að óbreyttu íhlutunar Samkeppniseftirlitsins Kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf mun að óbreyttu krefjast íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti innlent 18.3.2024 08:32 Skoða enn hvort Samherji og Síldarvinnslan séu sama fyrirtækið Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á því hvort samband Samherja og Síldarvinnslunnar sé svo náið að félögin jafngildi einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. Viðskipti innlent 28.2.2024 11:30 Skoða að sækja bætur fyrir neytendur vegna samráðsins Neytendasamtökin skoða leiðir til að sækja bætur vegna tjóns af völdum meints samráðs Eimskipa og Samskipa. Frummat á samfélagslegu tjóni samráðsins er metið á 62 milljarða. Neytendur 22.2.2024 19:13 „Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur“ Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum. Viðskipti innlent 22.2.2024 12:30 Samráðið hafi kostað samfélagið 62 milljarða króna Samkvæmt frummati sem unnið var fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR kostaði meint ólögmætt samráð stóru skipafélaganna Eimskips og Samskipa íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á árunum 2008 til 2013. Viðskipti innlent 22.2.2024 10:56 Reginn býðst til að að liðka fyrir yfirtöku með sölu eigna Fasteignafélagið Reginn óskaði á föstudag eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið í tengslum við fyrirhugaðrar yfirtöku á öllu hlutafé Eikar fasteignafélags. Reginn býðst til að selja eignir til að vinna gegn skaðlegum áhrifum á samkeppni vegna samrunans. Viðskipti innlent 19.2.2024 14:30 Landsréttur á því að Síminn hafi ekki brotið lög með sölu enska boltans Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport. Viðskipti innlent 16.2.2024 17:11 Samkeppniseftirlitið tekur samninga við stórnotendur til rannsóknar Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á því hvort tiltekið ákvæði í samningum Landsvirkjunar við stórnotendur standist ákvæði samkeppnislaga og samkeppnisreglur EES-samningsins. Viðskipti innlent 15.2.2024 10:43 Amazon hættir við kaup á framleiðanda Roomba Amazon hefur hætt við kaup á snjallryksuguframleiðandanum iRobot. Ákvörðunin liggur fyrir örfáum dögum eftir að fréttir bárust af því að Evrópusambandið hygðist ekki veita fyrirtækinu leyfi fyrir kaupunum. Viðskipti erlent 29.1.2024 15:19 Við blasa tækifæri til að einfalda regluverk og auka samkeppni Í dag blása Samtök iðnaðarins (SI) til framleiðsluþings í Hörpu. Þar er íþyngjandi regluverk gert að umtalsefni og meðal annars beint sjónum að innleiðingu reglna á hinu evrópska efnahagssvæði og framkvæmd laga á Íslandi. Skoðun 25.1.2024 12:31 Samskip þurfa ekki að greiða sektina meðan málsmeðferð fer fram Útflutningsfyrirtækið Samskip þarf ekki að greiða sekt upp á 4,2 milljarða fyrir ólöglegt samráð með fyrirtækinu Eimskipi meðan málið er til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Viðskipti innlent 13.1.2024 19:31 Brjóta verði upp fákeppnisaðstöðu skipafélaganna tveggja Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR funduðu í dag með borgar- og hafnaryfirvöldum í Reykjavík til að ræða samkeppnisumhverfið í Sundahöfn, í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna samráðs stóru skipafélaganna tveggja. Viðskipti innlent 8.1.2024 18:10 Aðhafast ekki í prentvélarmáli en segja einokunarstöðu komna upp Samkeppniseftirlitið hefur undanfarið haft til skoðunar kaup félagsins Landsprents á prentvél og fleiru út úr þrotabúi Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið. Með kaupunum myndi samkeppni í dagblaðaprenti leggjast af, að því leyti sem brotthvarf slíkrar samkeppni verður rakið til kaupanna. Viðskipti innlent 22.12.2023 17:38 Telja alvarleg brot hafa verið framin varðandi samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið hefur sent Festi andmælaskjal vegna ætlaðra brota á skilyrðum sem fram koma í ákvörðun frá árinu 2019 um samruna N1 og Festi. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að hin meintu brot séu alvarleg og að til álita komi að beita viðurlögum. Festi hafnar því að hafa brotið gegn ákvæðum sáttarinnar. Viðskipti innlent 21.12.2023 09:09 Samkeppni á raforkumarkaði og staða almennings í landinu Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis til laga um breytingar á raforkulögum til að tryggja almenningi forgang að raforku ef til kemur viðvarandi orkuskortur. Felur frumvarpið m.a. í sér að komi til orkuskorts geti þau fyrirtæki sem kaupa raforku í heildsölu af Landsvirkjun aðeins selt þá orku til almennings, stofnana og lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en ekki stórnotenda eins og þau gera að einhverju leyti núna. Skoðun 21.12.2023 07:00 Þögn landlæknis um stöðu Origo Tækifæri til að nýta heilbrigðistæknilausnir í íslenzka heilbrigðiskerfinu eru mikil. Alls konar hug- og vélbúnaður getur stuðlað að því að bæta umönnun og líðan sjúklinga, bæta utanumhald gagna og lækka kostnað, sem ekki er vanþörf á, um leið og þjóðin eldist og umfang heilbrigðisþjónustu fer vaxandi. Skoðun 19.12.2023 12:00 Hvers vegna svelta ráðamenn Samkeppniseftirlitið? Á þeim fákeppnismarkaði sem Ísland er sökum smæðar sinnar og samþjöppunar eignarhalds er Samkeppniseftirlit lykill að því að almenningur geti treyst því að leikreglum og ráðdeildarsemi sé fylgt. Skoðun 14.12.2023 21:00 Aðför ríkisstjórnarinnar að samkeppni Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í. Skoðun 12.12.2023 11:31 Samkeppniseftirlitið segir aðhaldskröfur ekki standast neina skoðun Samkeppniseftirlitið er harðort í viðbótarumsögn sinni um nýtt fjárlagafrumvarp og segir eftirlit með samkeppni á Íslandi í grafalvarlegri stöðu. Framlög til eftirlitsins séu lækkuð á sama tíma og umsvif í efnahagslífinu aukist. Innlent 12.12.2023 11:22 Aukin skilvirkni í samrunamálum Gagnrýnisraddir um málsmeðferð samrunamála hjá Samkeppniseftirlitinu hafa títt komið fram og þá einkum varðandi málshraða. Eftirlit með samrunum byggir að mestu leyti á skyldu fyrirtækja til þess að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um samruna yfir tilteknum viðmiðunarmörkum. Meðferð þessara mála er bundinn ströngum tímamörkum í lögum og skipt upp í tvo númeraða fasa. Skoðun 24.11.2023 16:01 Vísa frá kæru Hreyfils í Hopp-máli Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað kæru leigubílastöðvarinnar Hreyfils á hendur Samkeppniseftirlitinu frá. Kæra Hreyfils sneri að bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins að Hreyfli sé óheimilt að banna eða hamla leigubílstjórum sem eru í þjónustu Hreyfils, að nýta sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Viðskipti innlent 20.11.2023 07:39 Deloitte og EY fá að renna saman Samkeppniseftirlitið hefur veitt Deloitte og Ernst & Young (EY) á Íslandi undanþágu til að framkvæma samruna félaganna tveggja á meðan eftirlitið rannsakar samrunann. Viðskipti innlent 7.11.2023 12:56 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 16 ›
„Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. Innlent 22.3.2024 14:51
Íslenska páskalambið Í gær voru samþykktar breytingar á búvörulögum, um er að ræða að breytingar sem skipta verulegu máli fyrir íslenskan landbúnað. Þeim er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu. Skoðun 22.3.2024 14:30
„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. Innlent 22.3.2024 12:17
Fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði leiki nú lausum hala Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vekur athygli á því að frumvarp matvælaráðherra sem samþykkt var á Alþingi í gær af þingmönnum ríkisstjórnarinnar auk Miðflokksins komi fjölmörgum stórfyrirtækjum ansi hreint vel. Nýju lögin komi ekki aðeins sláturhúsum á barmi gjaldþrots til bjargar. Hann er gagnrýninn á nýsamþykkt lög. Neytendur 22.3.2024 10:08
Umdeilt afurðastöðvafrumvarp samþykkt á Alþingi í gær Frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum var samþykkt á Alþingi í gær, þrátt fyrir hörð mótmæli Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, Alþýðusambands Íslands, VR, Félags atvinnurekenda og fleiri. Innlent 22.3.2024 08:20
Sakar SKE um „íhlutun íhlutunnar vegna“ en sé ekki að gæta hagsmuna almennings Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, gagnrýnir harðlega starfshætti Samkeppniseftirlitsins, sem rannsakar núna eignatengsl félagsins og Samherja, og spyr hvaða hagsmuni stofnunin er að verja hér á landi og hvaða samkeppni hún telur sig standa vörð um. Hann segir eftirlitið gera sjávarútvegsfélögum erfitt um vik á erlendum mörkuðum í samkeppni við risavaxna keppinauta samhliða því að íslensku fyrirtækin verða alltaf hlutfallslega minni og minni. Innherji 21.3.2024 15:22
Gapandi yfir gjörbreyttu frumvarpi og varar við því Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp matvælaráðherra um breytingu á búvörulögum og varar við samþykki þess. Frumvarpið muni heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers lags samráð, þær megi sameinast án takmarkana og hafi fullt sjálfdæmi um verðlagningu til bænda og neytenda. Hagsmunir neytenda verði fyrir borð bornir. Neytendur 21.3.2024 14:13
Vara eindregið við frumvarpi sem leiði til verðbólgu VR, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Félag atvinnurekenda (FA) vara eindregið við samþykkt frumvarps um undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum, sem nú liggur fyrir Alþingi. Neytendur 21.3.2024 09:09
Kaupin á Lyfju krefjast að óbreyttu íhlutunar Samkeppniseftirlitsins Kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf mun að óbreyttu krefjast íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti innlent 18.3.2024 08:32
Skoða enn hvort Samherji og Síldarvinnslan séu sama fyrirtækið Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á því hvort samband Samherja og Síldarvinnslunnar sé svo náið að félögin jafngildi einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. Viðskipti innlent 28.2.2024 11:30
Skoða að sækja bætur fyrir neytendur vegna samráðsins Neytendasamtökin skoða leiðir til að sækja bætur vegna tjóns af völdum meints samráðs Eimskipa og Samskipa. Frummat á samfélagslegu tjóni samráðsins er metið á 62 milljarða. Neytendur 22.2.2024 19:13
„Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur“ Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum. Viðskipti innlent 22.2.2024 12:30
Samráðið hafi kostað samfélagið 62 milljarða króna Samkvæmt frummati sem unnið var fyrir Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR kostaði meint ólögmætt samráð stóru skipafélaganna Eimskips og Samskipa íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á árunum 2008 til 2013. Viðskipti innlent 22.2.2024 10:56
Reginn býðst til að að liðka fyrir yfirtöku með sölu eigna Fasteignafélagið Reginn óskaði á föstudag eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið í tengslum við fyrirhugaðrar yfirtöku á öllu hlutafé Eikar fasteignafélags. Reginn býðst til að selja eignir til að vinna gegn skaðlegum áhrifum á samkeppni vegna samrunans. Viðskipti innlent 19.2.2024 14:30
Landsréttur á því að Síminn hafi ekki brotið lög með sölu enska boltans Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport. Viðskipti innlent 16.2.2024 17:11
Samkeppniseftirlitið tekur samninga við stórnotendur til rannsóknar Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á því hvort tiltekið ákvæði í samningum Landsvirkjunar við stórnotendur standist ákvæði samkeppnislaga og samkeppnisreglur EES-samningsins. Viðskipti innlent 15.2.2024 10:43
Amazon hættir við kaup á framleiðanda Roomba Amazon hefur hætt við kaup á snjallryksuguframleiðandanum iRobot. Ákvörðunin liggur fyrir örfáum dögum eftir að fréttir bárust af því að Evrópusambandið hygðist ekki veita fyrirtækinu leyfi fyrir kaupunum. Viðskipti erlent 29.1.2024 15:19
Við blasa tækifæri til að einfalda regluverk og auka samkeppni Í dag blása Samtök iðnaðarins (SI) til framleiðsluþings í Hörpu. Þar er íþyngjandi regluverk gert að umtalsefni og meðal annars beint sjónum að innleiðingu reglna á hinu evrópska efnahagssvæði og framkvæmd laga á Íslandi. Skoðun 25.1.2024 12:31
Samskip þurfa ekki að greiða sektina meðan málsmeðferð fer fram Útflutningsfyrirtækið Samskip þarf ekki að greiða sekt upp á 4,2 milljarða fyrir ólöglegt samráð með fyrirtækinu Eimskipi meðan málið er til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Viðskipti innlent 13.1.2024 19:31
Brjóta verði upp fákeppnisaðstöðu skipafélaganna tveggja Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR funduðu í dag með borgar- og hafnaryfirvöldum í Reykjavík til að ræða samkeppnisumhverfið í Sundahöfn, í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna samráðs stóru skipafélaganna tveggja. Viðskipti innlent 8.1.2024 18:10
Aðhafast ekki í prentvélarmáli en segja einokunarstöðu komna upp Samkeppniseftirlitið hefur undanfarið haft til skoðunar kaup félagsins Landsprents á prentvél og fleiru út úr þrotabúi Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið. Með kaupunum myndi samkeppni í dagblaðaprenti leggjast af, að því leyti sem brotthvarf slíkrar samkeppni verður rakið til kaupanna. Viðskipti innlent 22.12.2023 17:38
Telja alvarleg brot hafa verið framin varðandi samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið hefur sent Festi andmælaskjal vegna ætlaðra brota á skilyrðum sem fram koma í ákvörðun frá árinu 2019 um samruna N1 og Festi. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að hin meintu brot séu alvarleg og að til álita komi að beita viðurlögum. Festi hafnar því að hafa brotið gegn ákvæðum sáttarinnar. Viðskipti innlent 21.12.2023 09:09
Samkeppni á raforkumarkaði og staða almennings í landinu Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis til laga um breytingar á raforkulögum til að tryggja almenningi forgang að raforku ef til kemur viðvarandi orkuskortur. Felur frumvarpið m.a. í sér að komi til orkuskorts geti þau fyrirtæki sem kaupa raforku í heildsölu af Landsvirkjun aðeins selt þá orku til almennings, stofnana og lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en ekki stórnotenda eins og þau gera að einhverju leyti núna. Skoðun 21.12.2023 07:00
Þögn landlæknis um stöðu Origo Tækifæri til að nýta heilbrigðistæknilausnir í íslenzka heilbrigðiskerfinu eru mikil. Alls konar hug- og vélbúnaður getur stuðlað að því að bæta umönnun og líðan sjúklinga, bæta utanumhald gagna og lækka kostnað, sem ekki er vanþörf á, um leið og þjóðin eldist og umfang heilbrigðisþjónustu fer vaxandi. Skoðun 19.12.2023 12:00
Hvers vegna svelta ráðamenn Samkeppniseftirlitið? Á þeim fákeppnismarkaði sem Ísland er sökum smæðar sinnar og samþjöppunar eignarhalds er Samkeppniseftirlit lykill að því að almenningur geti treyst því að leikreglum og ráðdeildarsemi sé fylgt. Skoðun 14.12.2023 21:00
Aðför ríkisstjórnarinnar að samkeppni Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í. Skoðun 12.12.2023 11:31
Samkeppniseftirlitið segir aðhaldskröfur ekki standast neina skoðun Samkeppniseftirlitið er harðort í viðbótarumsögn sinni um nýtt fjárlagafrumvarp og segir eftirlit með samkeppni á Íslandi í grafalvarlegri stöðu. Framlög til eftirlitsins séu lækkuð á sama tíma og umsvif í efnahagslífinu aukist. Innlent 12.12.2023 11:22
Aukin skilvirkni í samrunamálum Gagnrýnisraddir um málsmeðferð samrunamála hjá Samkeppniseftirlitinu hafa títt komið fram og þá einkum varðandi málshraða. Eftirlit með samrunum byggir að mestu leyti á skyldu fyrirtækja til þess að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um samruna yfir tilteknum viðmiðunarmörkum. Meðferð þessara mála er bundinn ströngum tímamörkum í lögum og skipt upp í tvo númeraða fasa. Skoðun 24.11.2023 16:01
Vísa frá kæru Hreyfils í Hopp-máli Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað kæru leigubílastöðvarinnar Hreyfils á hendur Samkeppniseftirlitinu frá. Kæra Hreyfils sneri að bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins að Hreyfli sé óheimilt að banna eða hamla leigubílstjórum sem eru í þjónustu Hreyfils, að nýta sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Viðskipti innlent 20.11.2023 07:39
Deloitte og EY fá að renna saman Samkeppniseftirlitið hefur veitt Deloitte og Ernst & Young (EY) á Íslandi undanþágu til að framkvæma samruna félaganna tveggja á meðan eftirlitið rannsakar samrunann. Viðskipti innlent 7.11.2023 12:56