Dans

Fréttamynd

Krabba­meins­bar­áttan varð að dans­verki

Dansarinn, fjöllistakonan og flugeldahönnuðurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, eða Sigga Soffía eins og hún er alltaf kölluð, greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Þá með tvö lítil börn að útskrifast með meistaragráðu, sjálfstætt starfandi og nýflutt í draumahúsið á nesinu.

Menning
Fréttamynd

Dönsuðu í sex klukkutíma til að safna fyrir vatnsdælum

Nemendur á miðstigi í Fossvogsskóla dönsuðu í sex klukkustundir til að safna fyrir vatnsdælum hjá Unicef. Börnin ætluðu upphaflega að safna fyrir þremur dælum en þau hafa nú safnað þrefalt hærri upphæð en þau ætluðu sér og það bætist enn í.

Innlent
Fréttamynd

Eiga ekki pening fyrir öllu skóla­árinu

Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað.

Innlent
Fréttamynd

„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“

Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað.

Innlent
Fréttamynd

Sex ráðherrar ekki leyst vandann

Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 

Innlent
Fréttamynd

Öllum starfs­mönnum List­dans­skóla Ís­lands sagt upp

Öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hefur verið sagt upp og framtíð skólans er í óvissu. Skólastjórinn segir skólann hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum en vonir standa til að hægt verði að tryggja áframhaldandi rekstur.

Innlent
Fréttamynd

Uppgötvaði líkamann sinn upp á nýtt

„Innblásturinn fyrir verkið er þessi magnaði líkami sem við eigum,“ segir dansarinn Þyri Huld Árnadóttir, sem frumsýnir verkið Hringrás næstkomandi föstudag. Er um að ræða dansverk til heiðurs kvenlíkamanum en verkið samtvinnar myndlist, tónlist og dans, sem mynda heildræna hringrás.

Menning
Fréttamynd

„Þetta breytir al­gjör­lega sýn manns á lífið“

Hinn fjölhæfi Rúrik Gíslason ber marga hatta. Síðustu fjögur ár hefur hann gegnt hlutverki velgjörðaherra SOS Barnaþorpa. Hann segir starfið hafa gjörbreytt sýn sinni á lífið og nýtir hann hvert tækifæri til þess að láta gott af sér leiða í þágu samtakanna.

Lífið
Fréttamynd

„Ég kann ekkert að vera einhleypur“

„Maður er karlmaður sem dansar aldrei og segir bara nei við kvenfólk þegar maður á að fara út á gólf. En nú er það bara allt breytt og nú hef ég bara gaman af því að dansa,“ segir leikarinn Hilmir Snær Guðnason um harðar dansæfingar fyrir hlutverk sitt í leikritinu Mátulegir í Borgarleikhúsinu.  

Lífið
Fréttamynd

Ellen opnar sig um missinn

Ellen DeGeneres tjáir sig í hjartnæmu myndbandi um fráfall tWitch sem lést fyrir örfáum dögum. Hún segir mikilvægast að heiðra minningu hans með því að dansa og syngja, þó að það virðist ómögulegt.

Lífið
Fréttamynd

Lygilega góð dansatriði hjá liðunum í Stóra sviðinu

Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hafa slegið í gegn á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Dansað inn í veturinn með hádegispartýi á Prikinu

Áhugasamir dansarar geta glaðst yfir því að viðburðurinn Lunch Beat Reykjavík snýr aftur til borgarinnar í hádeginu á morgun með viðburði á Prikinu. DJ Margeir þeytir skífum og dansararnir Olga Maggý Erlendsdóttir og Rebekka Sól Þórarinsdóttir stýra dansgleðinni.

Lífið
Fréttamynd

Silfursvanir á svið á Madeira

Hópur ballerína á sjötugs-og áttræðisaldri hefur æft stíft undanfarið fyrir ballettatriði sem þær verða með á stórri alþjóðlegri hátíð á Madeira í næstu viku. Kennarinn segir sumar þeirra vera að upplifa gamlan draum.

Innlent