Sveitarstjórnarmál

Fréttamynd

„Kaldar kveðjur“ að hið opin­bera við­haldi spennu á vinnu­markaði

Það eru kaldar kveðjur til fyrirtækja og landsmanna ef hið opinbera ætlar ekki að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, að sögn framkvæmdastjóra SA, en hún segir að gögn sýni það „svart á hvítu“ að sá atvinnugeiri standi undir vexti í fjölgun starfa og viðhaldi því spennu á vinnumarkaði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir það hins vegar ekki rétt og bendir á að ef litið er til þróunar nýrra starfa eftir rekstrarformum þá hafi þeim fjölgað í takt við almennan vinnumarkað hjá ríki og sveitarfélögum.

Innherji
Fréttamynd

Tvö af hverjum þremur nýjum störfum síðasta árið orðið til í opin­bera geiranum

Frá miðju síðasta ári hafa um tvö af hverjum þremur nýjum störfum sem bættust við íslenskan vinnumarkað orðið til hjá opinbera geiranum á meðan vísbendingar eru um að það dragi á sama tíma talsvert úr fjölgun starfa í einkageiranum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að stjórnvöld hljóti að leita allra leiða til að draga úr spennu á vinnumarkaði, sem hefur átt sinn þátt í að viðhalda þrálátri verðbólgu, með því að horfa þar til eigin umsvifa.

Innherji
Fréttamynd

Á­skorun að fá mann­afla í allar fram­kvæmdir sam­göngu­sátt­mála

Forsætisráðherra segir það geta verið áskorun að fá mannafla í allar þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru á næstu sextán árum samkvæmt uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir mikla pólitíska samstöðu um markmið sáttmálans verði menn að hafa burði til að ræða einstakar framkvæmdir innan hans.

Innlent
Fréttamynd

For­varnir gegn of­beldi: Samfélagsátak í upp­hafi skóla­árs

Haustið hefur alltaf verið uppáhalds tími ársins hjá mér. Það er eitthvað við það þegar nýtt skólaárs hefst og loftið fyllist af spennu og tilhlökkun fyrir nýju upphafi, nýjum vinum og nýjum tækifærum. Haustið er hinsvegar líka mikilvægur tími til að einbeita sér að því sem er kannski minna sýnilegt en alveg jafn mikilvægt: forvörnum gegn ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla

Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til að hjólhýsabyggðin verði við Rauða­vatn eða í Gufu­nesi

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu á fund borgarráðs um að hjólhýsabyggðinni í Reykjavík verði fundin ný staðsetning. Eins og stendur eru þau í Sævarhöfða.  Kolbrún leggur í tillögu sinni til sex svæði sem hún vill að séu metin með tilliti til umhverfisáhrifa og kostnaðar. 

Innlent
Fréttamynd

Land, borgir og sam­göngur

Mikilvægt er að skipuleggja þróun byggðar og samgangna á landinu áratugi fram í tímann í stað þess að láta reka á reiðanum. Með góðu framsýnu skipulagi og markvissri framkvæmd má bæta líf fólksins í landinu svo um munar.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið taki við upp­byggingu hjúkrunarheimila

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur birt til umsagnar í samráðsgátt breytingu á lögum sem fellir brott skyldu sveitarfélaga til að greiða fimmtán prósent stofnkostnaðar við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist fagna breytingunum og að þær komi til með að létta byrði smærri sveitarfélaga sem gætu átt erfitt með að standa undir sínum hluta.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með að hefja form­legar sameiningarviðræður í haust

Samþykkt hefur verið að hefja formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Lagt er upp með að stefnt verið að íbúakosningu um sameiningu árið 2025. Skiptar skoðanir eru uppi innan sveitarstjórnar Skorradalshrepps um áformin en minnihluti hreppsnefndar telur varaoddvita vanhæfan í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Ert þú í góðu netsambandi?

Stór hluti af okkar samskiptum, hvort sem það er vegna náms, vinnu eða félagslegra samskipta fara í gegnum netið. Ljósleiðaratenging er því orðinn grundvöllur nútíma búsetugæða, atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða.

Skoðun
Fréttamynd

Hart tekist á um öldunga­ráð borgarinnar

Óvænt tillaga leit dagsins ljós í öldungaráði Reykjavíkurborgar þess efnis að Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrennis fengi aðeins einn fulltrúa í sjö manna öldungaráði borgarinnar í stað þriggja eins og verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Húnabyggð og Skagabyggð sam­einast

Íbúar Húnabyggðar og Skagabyggðar samþykktu í dag að sameinast í eitt sveitarfélag í íbúakosningu sem lauk í kvöld. Niðurstöður kosninganna voru birtar á heimasíðum sveitarfélaganna fyrir stuttu. Sameiningin fer formlega fram fyrsta ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Saga ráðin aðal­hag­fræðingur

Saga Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hefur starfað sem hagfræðingur undanfarin 10 ár og í störfum sínum sinnt greiningum á stöðu og horfum í efnahags- og fjármálum.

Innlent
Fréttamynd

Sam­einað sveitar­fé­lag heitir Vestur­byggð

Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní.

Innlent