Pílukast

Fréttamynd

„Þessi strákur er bara al­gjört grín“

Táningurinn Luke Littler er ekkert að gefa eftir í pílukastinu. Nú styttist í heimsmeistaramótið og Luke sýndi að hann er í flotti formi þegar fagnaði tímamótasigri í gær eftir stórbrotna frammistöðu.

Sport
Fréttamynd

Þrettán ára Kári mætir læri­föður og Ís­lands­meistari berst fyrir lífi sínu

Úrvalsdeildin í pílukasti heldur áfram af krafti en þriðja umferð fer fram á Bullseye í Reykjavík í kvöld. Eftir fyrstu tvær umferðirnar eru sumir leikmenn í góðri stöðu með að tryggja sig í gegnum niðurskurð en aðrir með bakið uppvið vegg og verða á ná í stig. Eins eru sumir þegar dottnir úr deildinni og aðrir að stíga í fyrsta sinn á stokk í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ríkjandi meistari stígur á svið

Ríkjandi meistari mætir til keppni á morgun þegar annað keppniskvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fer fram á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík. Keppnin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Sport
Fréttamynd

Dilyan átti Sviðið á Sel­fossi

Fyrsta kvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fór fram á Sviðinu á Selfossi í gær þar sem Dilyan Kolev í Píludeild Þórs stóð uppi sem sigurvegari.

Sport
Fréttamynd

Luke Littler lyfti áttunda titli ársins

Luke Littler vann fjórða sjónvarpstitilinn, og þann áttunda í heildina á árinu, þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í Hollandi á heimsmeistaramótinu í pílukasti.

Sport
Fréttamynd

Frá­bær og sögu­leg byrjun Ís­lands á HM í pílu­kasti

Fulltrúar Íslands á HM í pílukasti, sem fram fer í þýsku borginni Frankfurt þessa dagana, fara vel af stað á mótinu. Íslenska liðið vann 4-0 sigur á Barein í fyrsta leik sínum sem stillir upp hreinum úrslitaleik um sæti í næstu umferð við landslið Tékkalands. Sögulegur sigur, sá fyrsti hjá Íslandi á HM.

Sport
Fréttamynd

Dag­skráin í dag: Ís­land á HM, Besta deildin og For­múla 1

Líkt og fyrri daginn er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 og óskum við íslenskum pílukösturum sérstaklega til hamingju með daginn því í dag stíga þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson á stóra sviðið í Frankfurt fyrir Íslands hönd og taka þátt á HM í pílukasti.

Sport
Fréttamynd

Merktir Ís­landi og Grinda­vík á stóra sviðinu í Frankfurt

Full­trúar Ís­lands á Heims­bikar­mótinu í Pílu­kasti stíga á stóra sviðið í Frankfurt á föstu­daginn kemur. Þeir Pétur Rúð­rik Guð­munds­son og Arn­grímur Anton Ólafs­son mynda lands­lið Ís­lands á mótinu en þetta er í annað sinn sem Ís­land er með þátt­töku­rétt á mótinu sem fram fer í Frankfurt í Þýska­landi.

Sport