Vinstri græn

Fréttamynd

Núna er þetta bara orðið á­gætt!

Það fór nú auðvitað svo, liggur við að maður segi samkvæmt venju, að þingflokkur Vinstri grænna, gat ekki staðið við sátt sem ríkisstjórnin og þar með ráðherrar Vinstri grænna, höfðu náð í útlendingamálum. Hvort að þingflokkurinn og grasrót flokksins hafi komist í tilfinningalegt uppnám við það að sjá sig þurrkast út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum, skal ósagt látið.

Skoðun
Fréttamynd

Heima er best - fyrir öll

Á nýafstöðnum flokksráðsfundi VG var lýst yfir eindregnum vilja til að efla enn frekar framboð húsnæðis og eftirlit á húsnæðismarkaði. Slíkt er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Berg­þór stríðir Sam­fylkingunni

Samfylkingin styður markmið útlendingafrumvarpsins sem er til umræðu á Alþingi og dómsmálaráðherra fagnar stefnubreytingu flokksins. Þingflokkur Vinstri Grænna gerir ýmsa fyrirvara við málið.

Innlent
Fréttamynd

Katrín loðin í svörum um forsetaframboð

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag.

Innlent
Fréttamynd

Upp­lifir alls ekki að for­ysta VG sé ekki nógu sterk

Vinstri græn mælast með 4,7 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn myndi detta af þingi yrði það niðurstaðan í kosningum í dag. Þingflokksformaður VG telur að flokkurinn sé ekki að ná í gegn með þær áherslur og þann árangur sem náðst hefur meðan flokkurinn hefur setið við ríkisstjórnarborðið.

Innlent
Fréttamynd

Sýni að Vinstri græn séu í til­vistar­kreppu

Vinstri græn mælast með 4,7 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn myndi detta af þingi yrði það niðurstaðan. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn í tilvistarkreppu. Minna fylgi Samfylkingar milli mánaða og aukið fylgi Miðflokks megi rekja til útlendingamála.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri græn næðu ekki inn á þing

Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun.

Innlent
Fréttamynd

Ekki eftir­sóknar­verður staður til að vera á

Þegar lögum um útlendinga var breytt vorið 2023 var ákveðið að þau sem hefðu fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd myndu missa rétt á allri þjónustu 30 dögum síðar. Eftir það ætti fólk að yfirgefa landið. Fámennur hópur gerir það ekki og er heimilis- og réttindalaus á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin bætir við sig fylgi eftir um­mæli Krist­rúnar

Samfylkingin mælist með 27,2 prósent fylgi í nýrri könnun Maskínu og bætir flokkurinn við sig einu og hálfu prósentustigi á milli mánaða. Mikil umræða hefur farið fram um skoðanir Kristrúnar Frostadóttur, formanns flokksins,  á útlendingamálum undanfarnar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Virkjum krafta frjálsra fé­laga­sam­taka

Í dag, 27. febrúar, er alþjóðlegur dagur frjálsra félagasamtaka. Við erum mörg sem höfum tekið þátt í starfi félagasamtaka einhvern tímann á ævinni. Störf félagasamtaka mynda verðmætan félagsauð fyrir samfélagið, fólk með sambærileg lífsgildi og áhugamál.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín Jakobs­dóttir <3 Trump

Á dögunum sagði Donald Trump að hann myndi ekki koma NATO ríkjum til varnar sem verja minna en 2% af landsframleiðslu til varnarmála. Sagði hann jafnframt að hann myndi hreinlega hvetja Rússa til þess að ráðast á þau ríki sem ekki uppfylli þessi viðmið.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki spennt fyrir lokuðum bú­setu­úr­ræðum

Þingflokksformaður Vinstri grænna fagnar því að ríkisstjórnin sammælist um heildarsýn í málefnum flóttafólks á Íslandi. Hann segir þingmenn flokksins ekki hafa áhuga á lokuðu búsetuúrræði á borð við það sem dómsmálaráðherra hefur kynnt.

Innlent
Fréttamynd

18 mánuðir

Í dag, 20. febrúar 2024, eru 11 ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Mikilvægt er að fullorðnir standi ávallt vörð um réttindi barna og hafi þarfir þeirra stöðugt að leiðarljósi hvað varðar uppeldi og þroska.

Skoðun
Fréttamynd

Öll með: Um­bylting örorkulífeyriskerfisins

Í lok síðustu viku birti ég drög að frumvarpi vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið markar tímamót, en um er að ræða heildarendurskoðun á kerfinu. 

Skoðun
Fréttamynd

Heitir hin nýja Katrín Krist­rún?

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar varpaði svo sannarlega bombu inn í íslenska stjórnmálaumræðu í vikunni sem leið í spjalli á einhverju hlaðvarpi. Þar hagaði hún orðum sínum með þeim hætti að auðveldlega mátti halda að flokkurinn væri að kúvenda í málefnum innflytjenda og hælisleitenda.

Skoðun
Fréttamynd

Við viljum þau heim - strax!

Við biðlum til þín utanríkisráðherra að sýna fram á að verndarkerfið okkar standi undir nafni og hlustað sé á ákaft og ítrekað ákall eftir aðstoð við fólk á Gaza sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Ákall sem er stöðugt sárara, enda langt í frá að þeirri ógn sem palestínsku þjóðinni stafar af síonistum sé að linna og er þjóðin smám saman að þurrkast út.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­maður VG biðlar til Bjarna sem ráði al­farið ferðinni

Brynhildur Björnsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skorar á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að sjá til þess að „fólkið okkar“ verði sótt á Gaza. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur ólma vilja gera það en hún hafi ekki vald til þess að segja utanríkisráðherra fyrir verkum.

Innlent
Fréttamynd

Útvistaðar rang­færslur Vinstri grænna

Það er hvimleitt að heyra hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum, tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar að völdum aðgerðum er útvistað frá Lsh eða öðrum ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrastofa.

Skoðun
Fréttamynd

Frum­varp vegna húsnæðis í Grinda­vík væntan­legt síðar í vikunni

Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík verði kynnt síðar í vikunni. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að koma sér fyrir á nýjum stað, óháð því hvort hús þeirra hafi verið metin sem tjónuð af Náttúruhamfaratryggingu eða ekki.  

Innlent
Fréttamynd

Sparar sér að boða til kosninga strax

Forsætisráðherra segir ríkisstjórnarflokkana ekki í fjölskyldu saman. Þeir axli því ekki ábyrgð hvort á öðrum líkt og móðir axli ábyrgð á börnum sínum. Ætlar ráðherra ekki að verða við ákalli formanns Viðreisnar um að boða til kosninga strax. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Betra ef Bjarni hefði rætt hug­­­myndir sínar við nefndina

Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin.

Innlent
Fréttamynd

Kven­frelsi, leik­skóli og börn

Kvenfrelsi er einn af hornsteinum í stefnu VG sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra.

Skoðun
Fréttamynd

Vill sjá minnis­varða um MeT­oo rísa í Reykja­vík

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill sjá minnisvarða um MeToo rísa í Reykjavík. Tillaga Lífar um að farið verði í samkeppni um slíkan minnisvarða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis, áreitni og nauðgana, hefur verið vísað til meðferðar í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið í dag: Hvað heldur stjórnar­flokkunum saman?

Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hafa nú verið saman í ríkisstjórn í 62 mánuði og farið að gæta spennu og þreytu í stjórnarsamstarfinu. Þrír stjórnarþingmenn mæta í Pallborðið klukkan 14 til að ræða stöðuna á stjórnarheimilinu við Heimi Má Pétursson fréttamann í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Sam­kennd er sam­fé­lags­leg verð­mæti

Í dag er hálf öld, eitt ár og einn dagur síðan framtíðin sem íbúar Vestmannaeyja sáu fyrir sér kollvarpaðist á einnu nóttu. Eins og þar og þá stendur samfélagið í Grindavík nú frammi fyrir því að forsendur framtíðarinnar eru að bresta.

Skoðun