Fjarskipti

Fréttamynd

Ganga á bak orða sinna um reikigjöld í Evrópu

Tvö fjarskiptafyrirtæki í Bretlandi hafa nú tilkynnt um fyrirætlanir sínar um að ganga á bak orða sinna og rukka viðskiptavini sína um svonefnd reikigjöld þegar þeir ferðast til Evrópu. Breytingin hefur ekki áhrif á íslenska ferðalanga í Bretlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekkert bendir til netárásar

Bilun hjá fyrirtækinu Fastly olli því að mikill fjöldi vefsíðna lá niðri um heim allan í morgun. Forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunnar segir bilunina áhyggjuefni.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Ísland ljóstengt

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Fjarskiptastjóður standa fyrir kynningarfundi í dag um árangur af landsátakinu Ísland ljóstengt á síðustu árum. Átakið er sagt hafa bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Síminn hagnaðist um 2,8 milljarða króna

Hagnaður Símans nam 2,8 milljörðum króna á fyrsta árs­fjórðungi saman­borið við 762 milljónir króna á sama tíma­bili í fyrra. Hagnaður Símans af sölu upp­lýsinga­tækni­fyrir­tækisins Sensa til hins norska Cra­yon Group AS nam 2,1 milljarði króna á árs­fjórðungnum og skýrir því stærstan hluta hagnaðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Undir fölsku flaggi í nafni DHL og svíkja út fé í gegnum SMS

Flutningsfyrirtækið DHL á Íslandi varar við smáskilaboðum sem send hafa verið út í nafni fyrirtækisins þar sem óprúttnir aðilar fara undir fölsku flaggi í nafni DHL og reyna að svíkja út fé. Fyrirtækið ítrekar að fyrirtækið biður viðskiptavini aldrei um kortaupplýsingar líkt og gert er á vefslóðinni sem fylgir umræddum svikaskilaboðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá DHL.

Innlent
Fréttamynd

Eyrbekkingar og Stokkseyringar vilja ljósleiðara

Mikil óánægja er á meðal íbúa á Eyrarbakka og Stokkseyri um þá staðreynd að engin ljósleiðaratenging er komin í þorpin en þar búa um tólf hundruð manns. Fjarskiptafyrirtækin bera því við að arðsemin sé ekki nægilega mikil.

Innlent
Fréttamynd

Komu upp varaafli fyrir fjarskipti í Grindavík

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur unnið með fleiri aðilum að því að koma varaafli á mikilvæga staði í bænum, þar á meðal fjarskiptainnviði, eftir að rafmagn fór af bænum um miðjan daginn.

Innlent
Fréttamynd

Er Íslandspóstur undanþeginn lögum?

Nýverið tók póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun um að veita Íslandspósti 509.000.000 króna fjárframlag vegna veitingar alþjónustu á árinu 2020. Alþjónusta er sú póstþjónusta sem allir eiga rétt á aðgangi að, á viðráðanlegu verði.

Skoðun
Fréttamynd

Um fimmtíu þorp og bæir án ljósleiðaratengingar

Um fimmtíu þorp og bæir á Íslandi eru enn án ljósleiðaratengingar. Nefnd á vegum utanríkisráðherra leggur til að tveir af þremur þráðum í grunnljósleiðara Atlantshafsbandalagsins verði boðnir út til að auka samkeppni í grunnetinu.

Innlent
Fréttamynd

Póst- og fjarskiptastofnun: Ekki svara óþekktum erlendum númerum

„Ég hef það fyrir reglu að ef ég þekki ekki númerin, þá svara ég ekki. Og það hefur þau áhrif að þetta hættir eftir einhvern smá tíma,“ sagði Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar um torkennilegar símhringingar í Reykjavík síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Verulega dró úr tapi Sýnar milli ára

Tap fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar nam 405 milljónum króna árið 2020 samanborið við 1.748 milljóna króna tap árið áður. Tap milli ára dróst því saman um 76 prósent. Tekjur ársins 2020 hækkuðu jafnframt um 975 milljónir milli ára, eða um 4,9 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ótengda Ísland

Ísland á skilið að eignast framúrskarandi stefnu um upplýsingatækni. Stefnu sem er svo framúrskarandi að við verðum leiðandi í því hvernig samfélög nálgast öruggt aðgengi allra að þjónustu ríkis og sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Net­á­rás olli truflunum á þjónustu Símans

Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fór úr mjaðmarlið og beið í níutíu mínútur í kuldanum

Þórður Mar Árnason má ekkert stíga í fótinn næstu sex vikurnar eftir að hafa farið úr mjaðmarlið í vélsleðaslysi á Tröllaskaga þann 15. janúar síðastliðinn. Hann þakkar fyrir að hafa ekki fengið vélsleðann ofan á sig þar sem hann rúllaði niður bratta fjallshlíð. Eða að æð hafi ekki farið í sundur í fæti hans. Þá hefði fátt komið í veg fyrir að honum hefði blætt út.

Innlent
Fréttamynd

Krapaflóðið tók sundur stofnstreng

Krapaflóðið í Jökulsá á fjöllum í dag tók í sundur stofnstreng milli Reykjahlíðar og Hjarðarhaga. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að gera við strenginn fyrr en á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.

Innlent
Fréttamynd

Kjartan kveður eftir tuttugu ára starf

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, hefur ákveðið að láta af störfum frá og með næstkomandi áramótum. Að þeim tíma loknum mun Kjartan hverfa til annarra verkefna að því er segir í tilkynningu til Kauphallar. 

Viðskipti innlent