Play Þrjár flugvélar þurftu að hætta við lendingu í Keflavík Snúa þurfti við þremur flugvélum sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli í kringum klukkan 14 í dag. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að lélegt skyggni sé á flugvellinum og þess vegna hafi vélunum verið snúið við. Innlent 8.2.2023 14:54 Sölumet slegið hjá Play í janúar Sölumet var slegið hjá Play í janúarmánuði og var bókunarstaðan mjög sterk. Flugfélagið flutti 61.798 farþega í janúar með 76,8 prósent sætanýtingu. Mest var nýtingin í flugi til Tenerife og Parísar, í kringum níutíu prósent. Viðskipti innlent 7.2.2023 09:14 Jóhanna Margrét til Play Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur verið ráðin sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá flugfélaginu Play. Viðskipti innlent 4.2.2023 09:29 „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. Viðskipti innlent 15.1.2023 11:03 Öll vélin í hláturskasti þegar „Magnús Hlynur“ fór með öryggisávarp Yfirflugliði hjá flugfélaginu Play reynir að létta upp á stemninguna í flugferðum með því að fara með öryggisávarpið með eftirhermum af frægu fólki. Allir farþegar vélar á leið frá Tenerife til Keflavíkur voru í hláturskasti þegar hann hermdi eftir Magnúsi Hlyn fréttamanni er hann fór með ávarpið. Lífið 13.1.2023 15:48 Halda sínu striki þrátt fyrir bilun í Bandaríkjunum Bilun í NOTAM-flugumferðarkerfinu í Bandaríkjunum hefur ekki áhrif á ferðir Icelandair og Play að svo stöddu. Bandaríkjaflug flugfélaganna tveggja eru á áætlun að svo stöddu. Innlent 11.1.2023 14:01 Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 10.1.2023 21:57 Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll. Viðskipti innlent 10.1.2023 11:27 Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. Atvinnulíf 9.1.2023 07:01 Bætir við sig þremur áfangastöðum á Jótlandi og einum í Þýskalandi Flugfélagið Play mun frá miðjum júní á næsta ári fljúga sex sinnum í viku milli Keflavíkurflugvallar til Jótlands í Danmörku. Flugferðirnar skiptast á milli þriggja flugvalla – Billund, Árósa og Álaborgar. Þá verður einnig flogið til Düsseldorf í Þýskalandi. Viðskipti innlent 5.1.2023 09:05 Arnar Már hættir hjá Play Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Viðskipti innlent 22.12.2022 08:03 Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól. Innlent 19.12.2022 13:16 Fjölmargir Tene-farar sársvekktir og í óvissu Nokkur hundruð Íslendingar reiknuðu með að vera þessa stundina í háloftunum á leið í sól og sumaryl á Tenerife. Óvíst er hvenær hægt verður að fljúga. Á vef Keflavíkurflugvallar má sjá að mjög misjafnt er hvernig flugfélögin sjá daginn fyrir sér hvað varðar óvissu með flug. Innlent 19.12.2022 10:52 Verð á þotueldsneyti er nú lægra en fyrir innrás Rússlands í Úkraínu Verð á þotueldsneyti, sem er helsti útgjaldaliður flugfélaga, er nú lægra en fyrir innrás Rússlands í Úkraínu. Af þeim sökum ættu flugfargjöld ekki að hækka mikið í desember, samkvæmt verðbólguspá fyrir desembermánuð. Í henni er gert ráð fyrir 15 prósent hærri flugfargjöldum. Innherji 14.12.2022 11:28 Í fyrsta sinn sem hlutfall tengifarþega er hærra hjá Play Stjórnendur Icelandair og Play hafa birt farþegatölur síðasta mánaðar og er niðurstaðan sú að í fyrsta sinn er hlutfall tengifarþega hærra hjá því síðarnefnda. Viðskipti innlent 9.12.2022 20:35 Play aldrei verið stundvísara Flugfélagið Play flutti fjórum sinnum fleiri farþega í nóvember á þessu ári en í sama mánuði á síðasta ári. Sætanýting var tæplega áttatíu prósent og stundvísi rúmlega 98 prósent. Aldrei hafa vélar félagsins verið jafn stundvísar. Viðskipti innlent 7.12.2022 09:32 Hefja áætlunarflug til Varsjár Flugfélagið Play hyggst hefja sölu á miðum á áætlunarflugi til Varsjár, höfuðborgar Póllands í apríl. Viðskipti innlent 2.12.2022 13:22 Fékk verðlaun CAPA sem besta nýja flugfélag ársins Flugfélagið Play hefur verið valið besta nýja flugfélagið af CAPA, alþjóðlegum samtökum um flugmál. Birgir Jónsson forstjóri tók við verðlaununum fyrir hönd félagsins í Gíbraltar í gærkvöldi. Viðskipti innlent 2.12.2022 09:42 Heimsmeistaramótið þrengir að framboði flugvélaeldsneytis Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Katar og hefst eftir rúma viku hefur stóraukið eftirspurn eftir flugvélaeldsneyti við Persaflóa. Það hefur aftur haft þær afleiðingar að minna af eldsneytinu fer til Evrópu en ella. Innherji 11.11.2022 09:28 Öðrum hluthöfum Play einnig boðið að taka þátt Flugfélagið Play hyggst einnig efna til hlutafjárútboðs á meðal minni fjárfesta félagsins. Útboðið verður á sömu kjörum og tuttugu stærstu hluthöfum félagsins bauðst í hlutafjárútboði í síðustu viku. Viðskipti innlent 8.11.2022 19:56 92 þúsund flugu með Play í október Flugfélagið Play flutti 91.940 farþega í október. Sætanýting var 81,9 prósent, samborið við 81,5 prósent í september. Viðskipti innlent 7.11.2022 15:32 Play til Stokkhólms og Hamborgar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. Viðskipti innlent 7.11.2022 10:01 Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. Viðskipti innlent 4.11.2022 08:30 „Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. Viðskipti innlent 3.11.2022 19:31 Alicante-farar fá engar bætur eftir að Play flaug með leiguflugvél í stað Airbus Fjórir viðskiptavinir Play fá engar skaðabætur úr hendi flugfélagsins eftir að það neyddist til að notast við leiguflugvél í áætlunarflugi til Alicante á Spáni í júní síðastliðnum. Hópurinn kvartaði þar sem hann taldi að um niðurfærslu í flugi væri að ræða og að þau hafi borgað fyrir að fljúga með Airbus-vél flugfélagsins. Neytendur 21.10.2022 10:49 Munu fljúga til Aþenu næsta sumar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til grísku höfuðborgarinnar Aþenu. Áætlað er að fyrsta ferðin verði farin 2. júní 2023 en flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, út október 2023. Viðskipti innlent 19.10.2022 09:06 Segist heyra margar kjaftasögur um Play en blæs á þær allar Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist heyra margar kjaftasögur um starfsemi félagsins. Hann blæs á þær allar og minnir á að félagið sé skráð á markað. Viðskipti innlent 12.10.2022 19:41 Ráðinn nýr fjármálastjóri Play Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY. Hann tekur við starfinu af Þóru Eggertsdóttur og hefur störf í byrjun nóvember. Viðskipti innlent 11.10.2022 09:07 Icelandair og ISAVIA leggjast gegn álagningu varaflugvallagjalds Ef íslenskir flugrekendur sem gera út frá Keflavíkurflugvelli þurfa að sæta gjaldtöku vegna uppbyggingar varaflugvalla dregur úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem bjóða upp á flug yfir Atlantshafið. Innherji 10.10.2022 14:22 Þóra Eggertsdóttir yfirgefur Play Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs Play, hefur sagt starfi sínu lausu hjá flugfélaginu en hún hefur starfað þar frá því í maí 2021. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Þóra muni áfram sinna stöðunni þar til eftirmaður hennar tekur við en frekari upplýsingar verða veittar um hann síðar. Viðskipti innlent 7.10.2022 21:23 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 16 ›
Þrjár flugvélar þurftu að hætta við lendingu í Keflavík Snúa þurfti við þremur flugvélum sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli í kringum klukkan 14 í dag. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að lélegt skyggni sé á flugvellinum og þess vegna hafi vélunum verið snúið við. Innlent 8.2.2023 14:54
Sölumet slegið hjá Play í janúar Sölumet var slegið hjá Play í janúarmánuði og var bókunarstaðan mjög sterk. Flugfélagið flutti 61.798 farþega í janúar með 76,8 prósent sætanýtingu. Mest var nýtingin í flugi til Tenerife og Parísar, í kringum níutíu prósent. Viðskipti innlent 7.2.2023 09:14
Jóhanna Margrét til Play Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur verið ráðin sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá flugfélaginu Play. Viðskipti innlent 4.2.2023 09:29
„Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. Viðskipti innlent 15.1.2023 11:03
Öll vélin í hláturskasti þegar „Magnús Hlynur“ fór með öryggisávarp Yfirflugliði hjá flugfélaginu Play reynir að létta upp á stemninguna í flugferðum með því að fara með öryggisávarpið með eftirhermum af frægu fólki. Allir farþegar vélar á leið frá Tenerife til Keflavíkur voru í hláturskasti þegar hann hermdi eftir Magnúsi Hlyn fréttamanni er hann fór með ávarpið. Lífið 13.1.2023 15:48
Halda sínu striki þrátt fyrir bilun í Bandaríkjunum Bilun í NOTAM-flugumferðarkerfinu í Bandaríkjunum hefur ekki áhrif á ferðir Icelandair og Play að svo stöddu. Bandaríkjaflug flugfélaganna tveggja eru á áætlun að svo stöddu. Innlent 11.1.2023 14:01
Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 10.1.2023 21:57
Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll. Viðskipti innlent 10.1.2023 11:27
Flugbransinn: „Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt“ „Flugbransinn er gífurlega hraður og er enginn dagur eins. Þú verður háður þessum bransa má segja frá degi eitt,“ segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play. Atvinnulíf 9.1.2023 07:01
Bætir við sig þremur áfangastöðum á Jótlandi og einum í Þýskalandi Flugfélagið Play mun frá miðjum júní á næsta ári fljúga sex sinnum í viku milli Keflavíkurflugvallar til Jótlands í Danmörku. Flugferðirnar skiptast á milli þriggja flugvalla – Billund, Árósa og Álaborgar. Þá verður einnig flogið til Düsseldorf í Þýskalandi. Viðskipti innlent 5.1.2023 09:05
Arnar Már hættir hjá Play Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Viðskipti innlent 22.12.2022 08:03
Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól. Innlent 19.12.2022 13:16
Fjölmargir Tene-farar sársvekktir og í óvissu Nokkur hundruð Íslendingar reiknuðu með að vera þessa stundina í háloftunum á leið í sól og sumaryl á Tenerife. Óvíst er hvenær hægt verður að fljúga. Á vef Keflavíkurflugvallar má sjá að mjög misjafnt er hvernig flugfélögin sjá daginn fyrir sér hvað varðar óvissu með flug. Innlent 19.12.2022 10:52
Verð á þotueldsneyti er nú lægra en fyrir innrás Rússlands í Úkraínu Verð á þotueldsneyti, sem er helsti útgjaldaliður flugfélaga, er nú lægra en fyrir innrás Rússlands í Úkraínu. Af þeim sökum ættu flugfargjöld ekki að hækka mikið í desember, samkvæmt verðbólguspá fyrir desembermánuð. Í henni er gert ráð fyrir 15 prósent hærri flugfargjöldum. Innherji 14.12.2022 11:28
Í fyrsta sinn sem hlutfall tengifarþega er hærra hjá Play Stjórnendur Icelandair og Play hafa birt farþegatölur síðasta mánaðar og er niðurstaðan sú að í fyrsta sinn er hlutfall tengifarþega hærra hjá því síðarnefnda. Viðskipti innlent 9.12.2022 20:35
Play aldrei verið stundvísara Flugfélagið Play flutti fjórum sinnum fleiri farþega í nóvember á þessu ári en í sama mánuði á síðasta ári. Sætanýting var tæplega áttatíu prósent og stundvísi rúmlega 98 prósent. Aldrei hafa vélar félagsins verið jafn stundvísar. Viðskipti innlent 7.12.2022 09:32
Hefja áætlunarflug til Varsjár Flugfélagið Play hyggst hefja sölu á miðum á áætlunarflugi til Varsjár, höfuðborgar Póllands í apríl. Viðskipti innlent 2.12.2022 13:22
Fékk verðlaun CAPA sem besta nýja flugfélag ársins Flugfélagið Play hefur verið valið besta nýja flugfélagið af CAPA, alþjóðlegum samtökum um flugmál. Birgir Jónsson forstjóri tók við verðlaununum fyrir hönd félagsins í Gíbraltar í gærkvöldi. Viðskipti innlent 2.12.2022 09:42
Heimsmeistaramótið þrengir að framboði flugvélaeldsneytis Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Katar og hefst eftir rúma viku hefur stóraukið eftirspurn eftir flugvélaeldsneyti við Persaflóa. Það hefur aftur haft þær afleiðingar að minna af eldsneytinu fer til Evrópu en ella. Innherji 11.11.2022 09:28
Öðrum hluthöfum Play einnig boðið að taka þátt Flugfélagið Play hyggst einnig efna til hlutafjárútboðs á meðal minni fjárfesta félagsins. Útboðið verður á sömu kjörum og tuttugu stærstu hluthöfum félagsins bauðst í hlutafjárútboði í síðustu viku. Viðskipti innlent 8.11.2022 19:56
92 þúsund flugu með Play í október Flugfélagið Play flutti 91.940 farþega í október. Sætanýting var 81,9 prósent, samborið við 81,5 prósent í september. Viðskipti innlent 7.11.2022 15:32
Play til Stokkhólms og Hamborgar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. Viðskipti innlent 7.11.2022 10:01
Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess. Viðskipti innlent 4.11.2022 08:30
„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“ Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. Viðskipti innlent 3.11.2022 19:31
Alicante-farar fá engar bætur eftir að Play flaug með leiguflugvél í stað Airbus Fjórir viðskiptavinir Play fá engar skaðabætur úr hendi flugfélagsins eftir að það neyddist til að notast við leiguflugvél í áætlunarflugi til Alicante á Spáni í júní síðastliðnum. Hópurinn kvartaði þar sem hann taldi að um niðurfærslu í flugi væri að ræða og að þau hafi borgað fyrir að fljúga með Airbus-vél flugfélagsins. Neytendur 21.10.2022 10:49
Munu fljúga til Aþenu næsta sumar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til grísku höfuðborgarinnar Aþenu. Áætlað er að fyrsta ferðin verði farin 2. júní 2023 en flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, út október 2023. Viðskipti innlent 19.10.2022 09:06
Segist heyra margar kjaftasögur um Play en blæs á þær allar Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segist heyra margar kjaftasögur um starfsemi félagsins. Hann blæs á þær allar og minnir á að félagið sé skráð á markað. Viðskipti innlent 12.10.2022 19:41
Ráðinn nýr fjármálastjóri Play Ólafur Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs PLAY. Hann tekur við starfinu af Þóru Eggertsdóttur og hefur störf í byrjun nóvember. Viðskipti innlent 11.10.2022 09:07
Icelandair og ISAVIA leggjast gegn álagningu varaflugvallagjalds Ef íslenskir flugrekendur sem gera út frá Keflavíkurflugvelli þurfa að sæta gjaldtöku vegna uppbyggingar varaflugvalla dregur úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem bjóða upp á flug yfir Atlantshafið. Innherji 10.10.2022 14:22
Þóra Eggertsdóttir yfirgefur Play Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs Play, hefur sagt starfi sínu lausu hjá flugfélaginu en hún hefur starfað þar frá því í maí 2021. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að Þóra muni áfram sinna stöðunni þar til eftirmaður hennar tekur við en frekari upplýsingar verða veittar um hann síðar. Viðskipti innlent 7.10.2022 21:23