Söfn

Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið
„Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu.

Íslensk strandmenning í brennidepli á Akranesi
Íslensk strandmenning – staða hennar og framtíð er yfirskrift málþings sem Vitafélagið – íslensk strandmenning stendur fyrir á Akranesi eftir hádegi í dag, mánudag 4. mars. Þar verða fyrirlestrar, tónlist og umræður um stöðu og fjölbreytileika íslenskrar strandmenningar og því meðal annars velt upp hvort þessi menningararfur Íslendinga sé í hættu.

Leita að listaverkum Erró í einkaeigu fyrir listasýningu
Listasafn Reykjavíkur leitar nú að listaverkum eftir Erró til að sýna á sýningu sem á að opna í september á þessu ári.

Sigurður Hjartarson er látinn
Sigurður Hjartarson, fyrrverandi menntaskólakennari og stofnandi Hins íslenzka reðasafns, er látinn 82 ára að aldri. Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir rithöfundur og dóttir Sigurðar greinir frá andláti hans á Facebook.

Ekki kjörið að stærsta safngripageymsla landsins sé á Völlunum
Þjóðminjavörður segir að til langs tíma litið þurfi að skoða aðra staðsetningu fyrir stærstu munageymslu þjóðarinnar sem staðsett er á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Hún segir starfsmenn nú hafa mestar áhyggjur af gasmengun vegna jarðhræringa frekar en af hraunrennsli.

Mótmælendur skvettu súpu á Mónu Lísu
Mótmælendur skvettu súpu á málverk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, á Louvre-safninu í París í dag.

Tekur við sem forstöðumaður í Salnum í Kópavogi
Bjarni Haukur Þórsson leikari hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins í Kópavogi. Hann tekur við stöðunni af Aino Freyja Järvelä.

Sævar Helgi ráðinn sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs
Sævar Helgi Bragason hefur verið ráðinn sérfræðingur á Náttúrufræðistofu Kópavogs og hefur þar störf í ársbyrjun 2024.

Systur jólasveinanna komnar til byggða
Jólaskellurnar Leppatuska, Taska og Flotsokka komu til bæjar í gær og heimsóttu Þjóðminjasafnið ásamt foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða. Þær mæta svo hver af annarri dagana 16., 17. og 23. desember með bræðrum sínum, alltaf klukkan 11.

Ástin og þráin alltaf eins
Sagnfræðingur segir ástina alltaf eins. Það megi lesa úr gömlum ástarbréfum sem séu til á Kvennasögusafninu. Oftast sé þráin mest í upphafi sambands og svo taki meiri praktík við. Skekkja sé þó í safninu því flest bréfin komi frá pörum þar sem kom til sambands. Önnur hafi líklega endað í eldinum.

Týndu afkvæmin
Svo virðist sem afstaða íslenskra myndlistarstofnana til þess að hinsegja (e. queering) safneignirnar sem þar eru geymdar fyrir hönd fólksins í landinu þeim til upplýsingar og fræðslu um listmenningu þjóðarinnar sé passíf.

„Þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum“
Starfsfólk Þjóðskjalasafns og Grindavíkurbæjar ætlar að reyna að bjarga sem mestu af skjölum bæjarins í dag. Í forgangi eru skjöl er varða lóðir, barnavernd og fatlaða einstaklinga. Um mjög mikið magn er að ræða að mati skjalavarðar Þjóðskjalasafns.

Loka kaffihúsinu á Árbæjarsafni
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta rekstri kaffihúss á Árbæjarsafni á næsta ári. Dregið verður úr þátttöku Borgarsögusafns í kostnaði á Safnanótt og Menningarnótt auk þess sem dregið veður úr dagskrá og aðgengi í Viðey.

Myndaveisla: Fjölmenni á opnun sýningarinnar Með verkum handanna
Tæplega 400 manns mættu á opnun sýningarinnar Með verkum handanna - Íslenskur refilsaumur fyrri alda í Þjóðminjasafninu á laugardaginn.

Seiðskrattinn og elddrottningin heimsækja Árbæjarsafn á Hrekkjavöku
Hrekkjavaka verður að vanda haldin hátíðleg á Árbæjarsafni í Reykjavík í kvöld þar sem seiðskrattinn ógurlegi og elddrottningin munu meðal annars sýna listir sínar.

Vill að flugminjasafnið fái sína reisn á safnasvæðinu á Hnjóti
Bútur úr fyrstu flugvél Íslendinga, elsta flugskýlið og gamall Varnarliðsþristur eru meðal gripa sem varðveittir eru á flugminjasafni lengst vestur á Vestfjörðum, á bænum Hnjóti í Örlygshöfn, dalkvos inn af Patreksfirði.

Opna þrjár sýningar á sama tíma
Mikið stendur til á Hönnunarsafni Íslands í dag þegar þrjár nýjar sýningar verða opnaðar. Þá verður safnið allt opnað eftir lokun á hluta þess eftir viðgerðir á þaki.

Um aðgengi að upplýsingum
Þann 27. september birtist pistill eftir Sigurð Gylfa Magnússon prófessor í menningarsögu við Háskóla Íslands þar sem hann skorar á borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs að endurskoða ákvarðanir þeirra um að hætta rekstri Borgarskjalasafns og Héraðsskjalasafni Kópavogs.

Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga
Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi.

Verk RAX til sýnis á Victoria and Albert safninu
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, sýnir nú verk sín á ljósmyndasýningu á Victoria and Albert safninu í Lundúnum. Safnið er á listum yfir virtustu ljósmyndasöfn heims auk þess sem það er stærsta nytjalista- og hönnunarsafn heims.

Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs
Hinn 7. mars 2023 tók Borgarstjórn þá örlagaríku ákvörðun að loka Borgarskjalasafni. Sú ákvörðun kom langflestum Reykvíkingum í opna skjöldu og óhætt er að segja að vísindafólk í hug- og félagsvísindum hafi verið felmtri slegið.

Síldarminjasafnið hlaut Phoenix-verðlaunin
Síldarminjasafnið á Siglufirði hlaut Phoenix-verðlaun Félags bandarískra ferðarithöfunda (e. Society of American Travel Writers) síðastliðinn laugardag.

Stolnu verki eftir van Gogh skilað í Ikea-poka með blóðugum kodda
Málverkið „Vorgarður“ eftir Vincent van Gogh er komið aftur í öruggar hendur eftir að hafa verið stolið af Singer-safninu í bænum Laren í Hollandi árið 2020. Það var málverkaspæjari sem endurheimti verkið, eftir að það hafði gengið manna á milli.

Leitast við að endurheimta tvö þúsund stolna safnmuni
Um tvö þúsund safnmunum hefur verið stolið af Þjóðminjasafni Bretlands síðustu áratugi. Aðgerðum til þess að endurheimta munina hefur verið hleypt af stokkunum. Meðal þeirra safnmuna sem horfið hafa eru gullskartgripir og demantar.

Rekinn eftir að safnmunir hurfu
Starfsmaður British museum hefur verið rekinn og sætir lögreglurannsókn eftir að dýrmætir safnmunir hurfu og fundust síðar í kompu á safninu.

Ariana Katrín nýr verkefnastjóri miðlunar
Ariana Katrín Katrínardóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra miðlunar Listasafns Reykjavíkur. Katrín mun annast samstarf við skóla, móttöku skólahópa og aðra miðlun til barna, ungmenna og fjölskyldna.

Býður fólki að veita gömlum peysum nýtt líf
Í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg stendur nú yfir sýning á peysum eftir textílhönnuðinn Ýrúrarí. Í ágúst býður hönnuðurinn upp á tvær opnar smiðjur þar sem gestir koma með sínar eigin peysur sem annaðhvort eru skemmdar eða sem eigandinn er hættur að nota og langar að endurlífga.

Metaðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga
Aðsókn á Selasetrið á Hvammstanga hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar en þangað koma um 250 manns á dag til að skoða þetta flotta safn um seli. Og það sem meira er, það er komin Rostungur á safnið.

Þórey á eitt stærsta leikfangasafn landsins: „Sumir kalla þetta áráttu en ég kalla þetta ástríðu“
Í tæpa tvo áratugi hefur Þórey Svana Þórisdóttir sankað að sér leikföngum og barnabókum úr ýmsum áttum og munirnir skipta þúsundum. Og nú er kominn tími til að leyfa fleirum að njóta afrakstursins.

Saga mótorhjólsins varðveitt á Akureyri
Eitt glæsilegasta mótorhjólasafn heims er staðsett á Akureyri. Þar er saga mótorhjólsins á Íslandi varðveitt og má þar finna mörg af merkilegustu hjólum landsins.