Vistvænir bílar

Fréttamynd

Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember

Skráningar í Evrópu náðu yfir milljón í lok nóvember sem er aukning um 17% frá sama tíma á síðasta ári þegar 860.000 bílar höfðu verið seldir í lok nóvember. Tesla Model Y var mest seldi bíllinn í Evrópu í nóvember með 19.169 eintök seld. Salan jókst um 254% á milli ára.

Bílar
Fréttamynd

Forseti General Motors telur tvinn bíla tímaskekkju

Mark Reuss, forseti General Motors segir að mikill misskilningur sé á kreiki þegar kemur að rafbílum. Meðal annars ræddi Reuss um tvinnbíla sem hann telur raunar ekki eiga sér stað á markaði eins og staðan er núna og telur að framleiðendur eigi að einbeita sér að hreinum rafbílum.

Bílar
Fréttamynd

Lækka endurgreiðslu á rafbílum en fjölga þeim sem geta fengið

Hámarksendurgreiðsla á virðisaukaskatti við kaup á rafmagns- og vetnisbílum lækkar á árinu 2023 úr 1,56 milljónum króna í 1,32 milljónir króna. Hámarksfjöldi bíla sem geta sótt slíka ívilnun hefur verið fjölgað úr fimmtán þúsund í tuttugu þúsund. Þetta kemur fram í nýsamþykktu frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. 

Neytendur
Fréttamynd

Smart#1 með fimm stjörnur í Euro NCAP

Smart#1 var kynntur til leiks fyrr á árinu og er áætlaður á götuna á meginlandi Evrópu í byrjun árs 2023. Bíllinn var nýlega settur í gegnum öryggisprófanir hjá Euro NCAP. Þar sem hann hlaut fimm stjörnur, hæstu einkunn.

Bílar
Fréttamynd

Kia valinn framleiðandi ársins hjá Top Gear

Kia var valinn framleiðandi ársins 2022 á TopGear.com verðlaunahátíðinni. Þetta er annað árið í röð sem Kia fer með sigur af hólmi á TopGear.com verðlaununum, en í fyrra var EV6 hlutskarpastur í sínum flokki.

Bílar
Fréttamynd

Sumir hækka úr fimm og hálfri í sjö milljónir

Ragnar Þór Ægisson, bílasali og meðeigandi Bílamiðstöðvarinnar, segir að reikna megi með því að rafbílar sem nú eru niðurgreiddir að hluta af hinu opinbera muni í sumum tilvikum hækka í verði úr til dæmis eins og 5,5 milljónum í sjö milljónir.

Neytendur
Fréttamynd

Kia Niro hreppir Gullna stýrið

Nýi Kia Niro rafbíllinn hlaut hið virta Gullna stýri, sem almennt er talið mikilvægasta viðurkenning sem bílum getur hlotnast í Þýskalandi. Kia Niro, sem hlaut mikið lof þegar hann var kynntur til sögunnar fyrr á þessu ári, fékk Gullna stýrið 2022 í flokki lítilla SUV-bíla. Tengiltvinnbíllinn Kia Sportage hafnaði í öðru sæti. Volkswagen Taigo hafnaði í þriðja sæti.

Bílar
Fréttamynd

Tesla Model S með fimm stjörnur í NCAP

Tesla Model S hlaut á dögunum fimm stjörnu öryggiseinkunn há Euro NCAP. Euro NCAP gerði prófanir á nýjustu útgáfu af Model S, í samræmi við nýjustu og ströngustu prófunarstaðlana frá 2020-2022, þar sem geta ökutækisins til að vernda fullorðna einstaklinga, börn og gangandi vegfarendur er í forgangi ásamt mat á hegðun til að forðast árekstra og aðra öryggisaðstoð.

Innlent
Fréttamynd

ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina

ÍAV fékk afhenta rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með þessu mikilvæga skrefi tekur ÍAV þátt í innleiðingu Volvo rafmagnsvéla á Íslandi. Vélin er með vökvahraðtengi, fleyglögnum og þremur skóflum. Þyngd 2.800 kg, afl mótors 20 kw og er sérlega lipur og hljóðlát vél.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Civic e:HEV meðal sex efstu hjá Autobest

Nýjasta kynslóð Honda Civic, e:HEV, er síðasta afurðin úr smiðju japanska bílaframleiðandans sem kemst á lista yfir sex bíla sem keppa um hin virtu verðlaun „Best Buy Car of Europe“ (bestu bílakaupin í Evrópu) hjá AUTOBEST 2023.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Gengið í kringum Polestar 3

Polestar 3 er nýjasta viðbótin í framboði Polestar. Bíllinn er væntanlegur á markað seint á næsta ári. Í fréttinni er myndband þar sem gengið er í kringum bílinn.

Bílar
Fréttamynd

MG4 og Subaru Solterra frumsýndir hjá BL á laugardag

BL við Sævarhöfða frumsýnir nk. laugardag, 5. nóvember rafbílana MG4 og Subaru Solterra. Frumsýningarnar eru á milli 12-16. MG4 er fimmti rafvæddi fólksbíll framleiðandans í Evrópu síðan merkið var endurvakið í höndum nýrra eigenda fyrir fáeinum árum á Evrópumarkaði. Solterra markar þáttaskil í sögu Subaru því þessi aldrifni jepplingur er sá fyrsti í sögu fyrirtækisins sem boðinn er í 100% rafdrifinni útgáfu.

Innlent
Fréttamynd

Jákvæðir angar rafbíla

„Hvaða hávaði er þetta?“ hugsaði ég með mér þar sem ég sat og sötraði morgunkaffið. Glugginn var opinn og smám saman rann það upp fyrir mér. Þetta var díseltrukkur í lausagangi.

Skoðun
Fréttamynd

Kia mest nýskráða tegundin í október

Kia var söluhæsti framleiðandinn á Íslandi í október með 132 nýskráðar bifreiðar. Toyota var í öðru sæti með 119 nýskráðar bifreiðar og Ford í þriðja sæti með 102 bifreiðar. Dacia var í þriðja sæti með 90 sæti en Duster var vinsælasta undirtegundin með 89 nýskráningar í október.

Bílar
Fréttamynd

Tesla bætir tveimur litum við

Tesla Model Y bílar sem framleiddir eru í Gigafactory Berlín-Brandenburg, verða nú fáanlegir í Midnight Cherry Red og Quicksilver.

Bílar