Valur

Fréttamynd

Bene­dikt Óskars­son sagður á leið til Kolstad

Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals og besti sóknarmaður Olís deildar karla á síðasta tímabili, er sagður á leið til norska meistaraliðsins Kolstad. Greint er frá því að hann muni klára tímabilið með Val og færa sig um set næsta sumar. 

Handbolti
Fréttamynd

Birta í markinu hjá ný­liðunum

Birta Guðlaugsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík. Þessi 22 ára markvörður verður því með nýliðunum í Bestu deildinni á komandi leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þriðja Dísin frá Val í at­vinnu­mennsku

Ásdís Karen Halldórsdóttir fagnaði 24 ára afmæli sínu með því að skrifa undir samning til tveggja ára við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Þar með fjölgar enn í hópi íslenskra leikmanna sem farið hafa úr Bestu deildinni í atvinnumennsku eftir síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur felur Frið­rik

Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals.

Innlent
Fréttamynd

Badmus í Val

Írski körfuboltamaðurinn Taiwo Badmus hefur samið við Val. Hann varð Íslandsmeistari með Tindastóli á síðasta tímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

Stór­leikir í 8-liða úr­slitum bikarsins

Bikarmeistarar síðustu tveggja ára í körfubolta karla, Valur og Stjarnan, mætast í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins í næsta mánuði. Haukakonur, sem unnið hafa bikarinn þrjú ár í röð, fengu heimaleik gegn toppliði Subway-deildarinnar, Keflavík.

Körfubolti
Fréttamynd

Þriðja tap Íslandsmeistaranna í röð

Íslandsmeistarar Vals máttu þola sex stiga tap er liðið heimsótti Þór Akureyri í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 77-71, og meistararnir hafa nú tapað þremur leikjum í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Vals­menn án Kára næstu mánuðina

Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson þarf að gangast undir aðgerð á fæti vegna meiðsla sem hafa plagað hann á tímabilinu. Verður hann frá leik og keppni næstu mánuðina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Vals.

Körfubolti