Haukar „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ „Bara allt, við vorum bara ekki mættar á svæðið í dag,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, eftir þriggja marka tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Handbolti 12.3.2025 21:27 Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Þær voru margar sem lögðu m-þung lóð á vogaskálarnar í kvöld þegar Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Bónus deild kvenna í körfubolta. Ein af þeim var Tinna Guðrún Alexandersdóttir en hún skoraði 23 og stal sex boltum til að leiða lið sitt í gegnum erfitt verkefni í kvöld þegar Haukar unnu Þór Ak. 97-73. Körfubolti 12.3.2025 21:16 Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Fram vann þriggja marka sigur á Haukum, 26-23, í toppslag í Olís deild kvenna í handbolta. Framkonur hefndu með því fyrir tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum á dögunum. Handbolti 12.3.2025 18:47 Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Eftir brösuga byrjun settu Haukar í fluggír til að leggja Þórskonur að velli í 21. umferð Bónus deildar kvenna. Leikurinn endaði 97-73 og með sigrinum tryggðu Haukar sér deildarmeistaratitilinn en þær hafa fjögurra stiga forskot á Njarðvík fyrir lokaumferðina. Körfubolti 12.3.2025 18:32 Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Besti leikmaður Olís deildar kvenna undanfarin ár, Elín Klara Þorkelsdóttir, hefur skrifað undir þriggja ára samning við meistaralið í Svíþjóð. Til mikils er ætlast af henni þar en verki Elínar hjá Haukum er þó ekki lokið. Handbolti 7.3.2025 08:02 Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Valur sótti 85-81 sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nítjándu umferð Bónus deildar karla. Valsmenn voru langt frá sínu besta í kvöld, en skiptu um gír undir lokin og sóttu gríðarmikilvægan sigur. Körfubolti 6.3.2025 18:30 Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handbolta og ein helsta stjarna Olís-deildarinnar, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sænsku meistarana í IK Sävehof. Handbolti 6.3.2025 08:35 Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Haukakonur náðu sex stiga forystu á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld eftir 21 stigs útisigur á Valskonum á Hlíðarenda, 98-77. Körfubolti 5.3.2025 19:32 „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ „Alltaf geggjað að vinna Haukana og hvað þá að koma svona til baka í seinni og klára þetta svona fallega eins og við gerðum“ sagði Jóhannes Berg Andrason, sem átti risaþátt í 28-25 útisigri FH í nágrannaslag gegn Haukum. Handbolti 4.3.2025 21:36 Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum FH sótti sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nágrannaslag í nítjándu umferð Olís deildar karla. FH-ingar voru fjórum mörkum undir í hálfleik en spiluðu stórvel í seinni hálfleik, Jóhannes Berg Andrason sá svo um að sigurinn skilaði sér. Handbolti 4.3.2025 18:46 „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Haukar eru komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í Bónus-deild kvenna eftir að liðið lagði Keflavík í Sláturhúsinu í kvöld 96-105. Körfubolti 2.3.2025 21:39 Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Topplið Hauka sótti Keflvíkinga heim í kvöld í Bónus-deild kvenna. Liðið mættust hér í Keflavík fyrir nokkrum dögum og þá fóru Haukar heim með eins stigs sigur í spennandi leik. Aftur fóru Haukar með sigur af hólmi en að þessu sinni var sigurinn stærri. Körfubolti 2.3.2025 18:32 Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Haukar urðu á laugardag bikarmeistari kvenna í handbolta. Var þetta fyrsti bikartitill kvennaliðsins í 18 ár. Handbolti 2.3.2025 09:00 „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri „Svo sætt. Svo glöð. Svo ánægð“ sagði mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar og bikarmeistarinn Sara Sif Helgadóttir, fljótlega eftir sigur Hauka gegn Fram í úrslitaleik. Hún var skiljanlega sátt með að fá aðeins tuttugu mörk á sig gegn „geggjuðu sóknarliði“ Fram. Handbolti 1.3.2025 16:14 Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Haukar urðu í dag bikarmeistarar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Fram, 20-25, í úrslitaleik á Ásvöllum. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og unnu sér upp forystu í fyrri hálfleik sem þær létu ekki af hendi í þeim seinni. Handbolti 1.3.2025 12:46 Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvík gátu með sigri formlega fellt Hauka niður um deild. Það fór þannig að Njarðvíkingar fóru með virkilega öruggan sigur 103-81. Körfubolti 28.2.2025 18:31 „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Elín Klara Þorkelsdóttir dró vagninn í sóknarleik Hauka þegar liðið tryggði sér farseðil í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í handbolta með sigri sínum gegn Gróttu í undanúrslitum keppninnar að Ásvöllum í kvöld. Handbolti 27.2.2025 22:33 Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Haukar munu mæta Fram í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í handbolta. Þetta varð ljóst eftir afar sannfærandi sigur Haukaliðsins gegn Gróttu í leik liðanna í undanúrslitum keppninnar að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Handbolti 27.2.2025 19:31 Haukar fara til Bosníu Dregið var í átta liða úrslit EHF-bikars karla í handbolta í dag. Haukar mæta liði frá Bosníu. Handbolti 25.2.2025 10:57 „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ Elín Klara Þorkelsdóttir spilaði afar vel þegar Haukar lögðu Hazena Kynzvart að velli, 27-22, í seinni rimmu liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta að Ásvöllum í dag. Elín Klara var allt í senn svekkt, stolt og sátt að leik loknum. Handbolti 22.2.2025 18:46 Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Haukar tryggðu sér í dag sæti í 8-liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik eftir góðan sigur á slóvenska liðinu RK Jeruzalem á útivelli í dag. Handbolti 22.2.2025 18:29 Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Haukar höfðu betur, 27-22, þegar liðið fékk tékkneska liðið Hazena Kynzvart í heimsókn á Ásvelli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta í dag. Þrátt fyrir sigurinn er þátttöku Hauka í keppninni lokið á þessu keppnistímabili. Handbolti 22.2.2025 15:45 Haukar halda sér í toppbaráttunni Haukar lögðu Stjörnuna með sex marka mun í Olís deild karla, lokatölur í Garðabænum 23-29. Handbolti 19.2.2025 22:31 Stólarnir stríddu toppliðinu Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum. Körfubolti 19.2.2025 21:46 Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Haukar unnu fimm marka sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna í handbolta, lokatölur á Ásvöllum 29-25. Handbolti 19.2.2025 20:15 „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Haukakonur náðu fjögurra stiga forskoti á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í gærkvöldi eftir sigur í spennuleik í Keflavík. Körfubolti 17.2.2025 13:31 „Erum ekkert að fara slaka á“ Haukar gerðu sér góða ferð suður með sjó þar sem þær mættu Keflavík í Blue höllinni í kvöld þegar Bónus deild kvenna fór aftur af stað. Haukar voru fyrir leikinn á toppi deildarinnar og gátu með sigri styrkt stöðu sína þar. Eftir mikinn baráttu leik sem varð mun meiri spenna í lokin stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar með einu stigi 96-97. Körfubolti 16.2.2025 21:55 Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Keflavík tók á móti Haukum í toppslag Bónus deild kvenna þegar liðin áttust við í Blue höllinni í kvöld. Haukar sitja á toppi deildarinnar og gátu með sigri gefið sér smá andrými þar á meðan Keflavík gat sett alvöru pressu á gestina á toppi deildarinnar. Það fór svo að Haukar hafði betur með minnsta mun 96-97. Körfubolti 16.2.2025 18:31 „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ „Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku. Handbolti 15.2.2025 19:14 Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Haukar unnu öruggan átta marka sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í fyrri leik liðanna í einvígi í sextán úrslitum EHF-bikarsins í handbolta karla. Lokatölur á Ásvöllum 31-23. Seinni leikur fer svo fram úti í Slóveníu eftir viku. Handbolti 15.2.2025 16:18 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 41 ›
„Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ „Bara allt, við vorum bara ekki mættar á svæðið í dag,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, eftir þriggja marka tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Handbolti 12.3.2025 21:27
Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Þær voru margar sem lögðu m-þung lóð á vogaskálarnar í kvöld þegar Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Bónus deild kvenna í körfubolta. Ein af þeim var Tinna Guðrún Alexandersdóttir en hún skoraði 23 og stal sex boltum til að leiða lið sitt í gegnum erfitt verkefni í kvöld þegar Haukar unnu Þór Ak. 97-73. Körfubolti 12.3.2025 21:16
Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Fram vann þriggja marka sigur á Haukum, 26-23, í toppslag í Olís deild kvenna í handbolta. Framkonur hefndu með því fyrir tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum á dögunum. Handbolti 12.3.2025 18:47
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Eftir brösuga byrjun settu Haukar í fluggír til að leggja Þórskonur að velli í 21. umferð Bónus deildar kvenna. Leikurinn endaði 97-73 og með sigrinum tryggðu Haukar sér deildarmeistaratitilinn en þær hafa fjögurra stiga forskot á Njarðvík fyrir lokaumferðina. Körfubolti 12.3.2025 18:32
Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Besti leikmaður Olís deildar kvenna undanfarin ár, Elín Klara Þorkelsdóttir, hefur skrifað undir þriggja ára samning við meistaralið í Svíþjóð. Til mikils er ætlast af henni þar en verki Elínar hjá Haukum er þó ekki lokið. Handbolti 7.3.2025 08:02
Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Valur sótti 85-81 sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nítjándu umferð Bónus deildar karla. Valsmenn voru langt frá sínu besta í kvöld, en skiptu um gír undir lokin og sóttu gríðarmikilvægan sigur. Körfubolti 6.3.2025 18:30
Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handbolta og ein helsta stjarna Olís-deildarinnar, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sænsku meistarana í IK Sävehof. Handbolti 6.3.2025 08:35
Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Haukakonur náðu sex stiga forystu á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld eftir 21 stigs útisigur á Valskonum á Hlíðarenda, 98-77. Körfubolti 5.3.2025 19:32
„Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ „Alltaf geggjað að vinna Haukana og hvað þá að koma svona til baka í seinni og klára þetta svona fallega eins og við gerðum“ sagði Jóhannes Berg Andrason, sem átti risaþátt í 28-25 útisigri FH í nágrannaslag gegn Haukum. Handbolti 4.3.2025 21:36
Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum FH sótti sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nágrannaslag í nítjándu umferð Olís deildar karla. FH-ingar voru fjórum mörkum undir í hálfleik en spiluðu stórvel í seinni hálfleik, Jóhannes Berg Andrason sá svo um að sigurinn skilaði sér. Handbolti 4.3.2025 18:46
„Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Haukar eru komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í Bónus-deild kvenna eftir að liðið lagði Keflavík í Sláturhúsinu í kvöld 96-105. Körfubolti 2.3.2025 21:39
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Topplið Hauka sótti Keflvíkinga heim í kvöld í Bónus-deild kvenna. Liðið mættust hér í Keflavík fyrir nokkrum dögum og þá fóru Haukar heim með eins stigs sigur í spennandi leik. Aftur fóru Haukar með sigur af hólmi en að þessu sinni var sigurinn stærri. Körfubolti 2.3.2025 18:32
Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Haukar urðu á laugardag bikarmeistari kvenna í handbolta. Var þetta fyrsti bikartitill kvennaliðsins í 18 ár. Handbolti 2.3.2025 09:00
„Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri „Svo sætt. Svo glöð. Svo ánægð“ sagði mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar og bikarmeistarinn Sara Sif Helgadóttir, fljótlega eftir sigur Hauka gegn Fram í úrslitaleik. Hún var skiljanlega sátt með að fá aðeins tuttugu mörk á sig gegn „geggjuðu sóknarliði“ Fram. Handbolti 1.3.2025 16:14
Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Haukar urðu í dag bikarmeistarar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Fram, 20-25, í úrslitaleik á Ásvöllum. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og unnu sér upp forystu í fyrri hálfleik sem þær létu ekki af hendi í þeim seinni. Handbolti 1.3.2025 12:46
Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvík gátu með sigri formlega fellt Hauka niður um deild. Það fór þannig að Njarðvíkingar fóru með virkilega öruggan sigur 103-81. Körfubolti 28.2.2025 18:31
„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Elín Klara Þorkelsdóttir dró vagninn í sóknarleik Hauka þegar liðið tryggði sér farseðil í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í handbolta með sigri sínum gegn Gróttu í undanúrslitum keppninnar að Ásvöllum í kvöld. Handbolti 27.2.2025 22:33
Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Haukar munu mæta Fram í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í handbolta. Þetta varð ljóst eftir afar sannfærandi sigur Haukaliðsins gegn Gróttu í leik liðanna í undanúrslitum keppninnar að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Handbolti 27.2.2025 19:31
Haukar fara til Bosníu Dregið var í átta liða úrslit EHF-bikars karla í handbolta í dag. Haukar mæta liði frá Bosníu. Handbolti 25.2.2025 10:57
„Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ Elín Klara Þorkelsdóttir spilaði afar vel þegar Haukar lögðu Hazena Kynzvart að velli, 27-22, í seinni rimmu liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta að Ásvöllum í dag. Elín Klara var allt í senn svekkt, stolt og sátt að leik loknum. Handbolti 22.2.2025 18:46
Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Haukar tryggðu sér í dag sæti í 8-liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik eftir góðan sigur á slóvenska liðinu RK Jeruzalem á útivelli í dag. Handbolti 22.2.2025 18:29
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Haukar höfðu betur, 27-22, þegar liðið fékk tékkneska liðið Hazena Kynzvart í heimsókn á Ásvelli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta í dag. Þrátt fyrir sigurinn er þátttöku Hauka í keppninni lokið á þessu keppnistímabili. Handbolti 22.2.2025 15:45
Haukar halda sér í toppbaráttunni Haukar lögðu Stjörnuna með sex marka mun í Olís deild karla, lokatölur í Garðabænum 23-29. Handbolti 19.2.2025 22:31
Stólarnir stríddu toppliðinu Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum. Körfubolti 19.2.2025 21:46
Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Haukar unnu fimm marka sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna í handbolta, lokatölur á Ásvöllum 29-25. Handbolti 19.2.2025 20:15
„Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Haukakonur náðu fjögurra stiga forskoti á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í gærkvöldi eftir sigur í spennuleik í Keflavík. Körfubolti 17.2.2025 13:31
„Erum ekkert að fara slaka á“ Haukar gerðu sér góða ferð suður með sjó þar sem þær mættu Keflavík í Blue höllinni í kvöld þegar Bónus deild kvenna fór aftur af stað. Haukar voru fyrir leikinn á toppi deildarinnar og gátu með sigri styrkt stöðu sína þar. Eftir mikinn baráttu leik sem varð mun meiri spenna í lokin stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar með einu stigi 96-97. Körfubolti 16.2.2025 21:55
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Keflavík tók á móti Haukum í toppslag Bónus deild kvenna þegar liðin áttust við í Blue höllinni í kvöld. Haukar sitja á toppi deildarinnar og gátu með sigri gefið sér smá andrými þar á meðan Keflavík gat sett alvöru pressu á gestina á toppi deildarinnar. Það fór svo að Haukar hafði betur með minnsta mun 96-97. Körfubolti 16.2.2025 18:31
„Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ „Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku. Handbolti 15.2.2025 19:14
Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Haukar unnu öruggan átta marka sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í fyrri leik liðanna í einvígi í sextán úrslitum EHF-bikarsins í handbolta karla. Lokatölur á Ásvöllum 31-23. Seinni leikur fer svo fram úti í Slóveníu eftir viku. Handbolti 15.2.2025 16:18