Gervigreind

Fréttamynd

Vits er þörf þeim er víða ratar- um gagn­semi og glap­ræði gervi­greindar

Nú á tímum gervigreindar, gríðarlegs áreitis samfélagsmiðla, örra samfélagbreytinga og krafna um að fréttir berist strax, stundum án mikillar ígrundunar, er mikilvægt að efla stafræna borgaravitund. Með stafrænni borgaravitund er átt við það að hafa þá þekkingu og færni sem þarf til að sýna ábyrga hegðun þegar tækni er notuð eða þegar verið er í stafrænu umhverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Kynferðisafbrotamanni bannað að nota gervi­greind

Breskur dómstóll hefur bannað kynferðisafbrotamanni að nota gervigreind til að framleiða myndir í fimm ár vegna þess að hann nýtti sér hana til að búa til meira en þúsund klúrar myndir af fólki án leyfis.

Erlent
Fréttamynd

Gervi­greind og máttur tungu­málsins

Fyrir fáeinum dögum sagði Jamie Dimon forstjóri JPMorgan Chase bankans að tilkomu gervigreindar mætti líkja við uppgötvun rafmagnsins, svo umfangsmiklar yrðu samfélagsbreytingarnar sem hún leiddi af sér. 

Skoðun
Fréttamynd

Gervi­greind býr til myndir fyrir DV

DV hefur gripið til þess ráðs að láta gervigreind búa til myndir sem notaðar eru í fréttavinnslu. Björn Þorfinnsson ritstjóri segir þægilegt að geta notað þessa tækni þegar illa gengur að finna heppilegar myndir í myndabönkum.

Innlent
Fréttamynd

Gervi­greind Amazon reyndist þúsund Ind­verjar

Verslunarrisinn Amazon hefur ákveðið að hætta notkun tæknilausnar í verslunum sínum, sem gerði viðskiptavinum kleift að taka hluti úr hillunum og einfaldlega labba út. Lausnin er sögð byggð á vinnu um eitt þúsund indverskra láglaunaverkamanna í stað gervigreindar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lög­reglu

Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 

Innlent
Fréttamynd

Gervi­greind hjá Heil­brigðis­stofnun Suður­lands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er nú í tilraunaverkefni þar sem gervigreind er notuð í myndgreiningu til stuðnings við lækna á vöktum. Forstjóri stofnunarinnar segir að gervigreind eigi eftir að koma sterk inn þegar heilbrigðiskerfið er annars vegar til að auka nákvæmni í allskonar greiningum.

Innlent
Fréttamynd

Veg­vísir gervi­greindar

Markaðurinn fyrir persónuupplýsingar er gríðarlega stór og mörg stærstu fyrirtæki heimsins byggja afkomu sína beint eða óbeint á vinnslu þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Stal gögnum frá Google og varð for­stjóri í Kína

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fyrrverandi starfsmaður Google hefði verið ákærður fyrir að stela iðnaðarleyndarmálum um þróun gervigreindar frá fyrirtækinu. Það er hann sagður hafa gert fyrir hönd tveggja fyrirtækja í Kína.

Erlent
Fréttamynd

Birta tölvu­pósta frá Musk

Forsvarsmenn fyrirtækisins OpenAI segja auðjöfurinn Elon Musk hafa samþykkt að fyrirtækið sneri frá ætlunum um að starfa sem óhagnaðardrifið fyrirtæki. Því til stuðnings hafa áðurnefndir forsvarsmenn birt tölvupósta frá Musk, sem hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Raun­veru­leikinn hvarf

Færni gervigreindar til sjálfvirkrar sköpunar á texta, hljóði og mynd (s.k. sköpunargreind, e. generative artificial intelligence) hefur fengið þó nokkra athygli undanfarið. Í slíkri sjálfvirkri sköpun lærir gervigreindin undirliggjandi uppbyggingu og notar lærdóminn til að skapa eitthvað nýtt, en svipað. Alls ekki ólíkt því ef ég myndi ætla að læra að mála með olíu í stíl kúbisma.

Skoðun
Fréttamynd

Gervi­greind eða dauði?

David R. Beatty, einn helsti sérfræðingur Kanadamanna um góða stjórnarhætti, hélt fyrirlestur hjá Akademias í vikunni. Hann var að ræða um mikilvægi þess að stjórnir fylgist með tækni og nýsköpun og nefndi þá sérstaklega sem dæmi gervigreind og tæki eins og chatGPT. David var ekkert að skafa utan af því frekar en fyrri daginn þegar hann sagði að annaðhvort myndu íslensk fyrirtæki tileinka sér þessa nýju tækni eða deyja!

Umræðan
Fréttamynd

„Þetta er al­veg ó­trú­lega leiðin­legt“

Guðmundur Andri Thorsson tónlistarmaður með meiru er ekki ánægður með nýju gervigreindartónlist Stefáns S. Stefánssonar sem hann hefur kynnt til sögunnar undir nafninu Robo Steve. „Þetta er alveg ótrúlega leiðinlegt,“ segir Guðmundur Andri um nýjar tónsmíðar Robo Steves.

Lífið
Fréttamynd

Lifir lýð­ræðið gervi­greindina af?

Systkini sitja saman við morgunverðarborðið og skrolla á sitthvoru tækinu á samfélagsmiðlum. Algrím samfélagsmiðlana mata þau með svo ólíkum upplýsingum um heiminn að þau gætu allt eins búið í sitthvoru stjörnukerfinu en ekki á sama heimili.

Skoðun
Fréttamynd

Pútín segir Musk ó­stöðvandi

Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt.

Erlent
Fréttamynd

„Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“

Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. 

Lífið
Fréttamynd

„Fuglarnir átu far­tölvuna!“

Eitthvað varð ég að gefa þeim. Smáfuglunum. Greyjunum. Vetrarfóðrun er víst nauðsynleg til að sem flestir þeirra lifi af. Ekki átti ég neitt meira kornmeti í húsinu. Af hverju setti ég gæsalappir utan um titilinn? Jú, það voru líka gæsaspor í snjónum svo mér fannst rétt að þær fengju að vera með.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er ekki ég, ég er annar“

Ég rakst um daginn á auglýsingu frá ansi hreint sniðugu sænsku fyrirtæki, sem hefur þróað gervigreindarlausn sem sendir út tölvupósta og skilaboð, svarar og bókar sölufundi, allt í nafni nafngreindra sölufulltrúa. Þetta fyrirtæki virðist fara vel af stað og mikill áhugi á þjónustunni. Það kemur ekki á óvart, enda mikill ávinningur af sjálfvirkninni.

Skoðun
Fréttamynd

Nektar­myndir af Swift skapaðar af gervi­greind í dreifingu

Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 

Lífið