Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 12:45 Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Samsett Rithöfundasamband Íslands krefst þess að mennta- og barnamálaráðuneytið slíti samtarfi sínu við gervigreindarfyrirtækið Anthropic. Fyrirtækið hefur notað milljónir bóka til að þjálfa gervigreindina án leyfi höfundanna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, veitti sex hundruð kennurum aðgang að annað hvort gervigreind Google eða Anthropic til að nýta í undirbúning kennslu. Verkefnið, sem leitt er af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samvinnu við Kennarasamband Íslands, er eins konar tilraun til að meta hvort kennarar ættu að nýta sér gervigreindartól í kennslu og þá hvernig. Nú krefst Rithöfundarsamband Íslands að ráðuneytið slíti samningnum við Anthropic því fyrirtækið hafi verið staðið að því að ólöglega hlaða niður fimm milljónum bóka af sjóræningjasíðunni Library Genesis. Fyrirtækið hafi notað bækurnar, þar á meðal fjölda eftir íslenska höfunda, í að þjálfa mállíkanið sitt og gervigreind. „Anthropic hefur gert dómssátt um hluta þeirra bóka sem fyrirtækið stal og samþykkt að borga 1,5 milljarð Bandaríkjadala í bætur til höfunda 500.000 bóka sem hafa skráð höfundaréttinn sérstaklega í Bandaríkjunum,“ stendur í tilkynningu frá sambandinu. Samkvæmt frétt The Guardian fær hver höfundur um þrjú þúsund dollara, sem eru rúmar 380 þúsund krónur. Í tilkynningu Rithöfundasambandsins er tekið fram að önnur höfundaréttarlöggjöfin á Íslandi sé ekki eins og í Evrópu á þann hátt að íslenskir höfundar þurfa ekki skrá verk sérstaklega til að virkja höfundarréttinn. Vegna þessa fá íslenku höfundarnir engar bætur. „Barátta rithöfunda við tæknirisa, sem leita í höfundarréttarvarið efni án heimildar eða greiðslu, er einskonar barátta Davíðs við Golíat og það er því óviðunandi að íslensk stjórnvöld stilli sér upp við hlið risanna gegn íslenskum höfundum.“ Á lista yfir bækurnar sem fyrirtækið mataði gervigreinda á eru meðal annars bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason, Ragnar Jónasson, Hallgrím Helgason og Halldór Laxness. Þá var einnig Snorra-Edda meðal ritverka sem var notuð til að þjálfa gervigreindina. Fréttin hefur verið uppfærð. Bókaútgáfa Bókmenntir Gervigreind Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, veitti sex hundruð kennurum aðgang að annað hvort gervigreind Google eða Anthropic til að nýta í undirbúning kennslu. Verkefnið, sem leitt er af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samvinnu við Kennarasamband Íslands, er eins konar tilraun til að meta hvort kennarar ættu að nýta sér gervigreindartól í kennslu og þá hvernig. Nú krefst Rithöfundarsamband Íslands að ráðuneytið slíti samningnum við Anthropic því fyrirtækið hafi verið staðið að því að ólöglega hlaða niður fimm milljónum bóka af sjóræningjasíðunni Library Genesis. Fyrirtækið hafi notað bækurnar, þar á meðal fjölda eftir íslenska höfunda, í að þjálfa mállíkanið sitt og gervigreind. „Anthropic hefur gert dómssátt um hluta þeirra bóka sem fyrirtækið stal og samþykkt að borga 1,5 milljarð Bandaríkjadala í bætur til höfunda 500.000 bóka sem hafa skráð höfundaréttinn sérstaklega í Bandaríkjunum,“ stendur í tilkynningu frá sambandinu. Samkvæmt frétt The Guardian fær hver höfundur um þrjú þúsund dollara, sem eru rúmar 380 þúsund krónur. Í tilkynningu Rithöfundasambandsins er tekið fram að önnur höfundaréttarlöggjöfin á Íslandi sé ekki eins og í Evrópu á þann hátt að íslenskir höfundar þurfa ekki skrá verk sérstaklega til að virkja höfundarréttinn. Vegna þessa fá íslenku höfundarnir engar bætur. „Barátta rithöfunda við tæknirisa, sem leita í höfundarréttarvarið efni án heimildar eða greiðslu, er einskonar barátta Davíðs við Golíat og það er því óviðunandi að íslensk stjórnvöld stilli sér upp við hlið risanna gegn íslenskum höfundum.“ Á lista yfir bækurnar sem fyrirtækið mataði gervigreinda á eru meðal annars bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason, Ragnar Jónasson, Hallgrím Helgason og Halldór Laxness. Þá var einnig Snorra-Edda meðal ritverka sem var notuð til að þjálfa gervigreindina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bókaútgáfa Bókmenntir Gervigreind Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira