Tækni

Fréttamynd

Vilja ná sömu dreifingu um heiminn og Covid-19

„Það er ekki hægt að verða stærri en stærsti fiskurinn í sjónum nema vera með góðan grunn og okkur hefur nú þegar tekist að sanna að fólk vill nota vöruna. Það sem þarf hins vegar að gerast núna er varan þarf að sanna sig á mörkuðum utan landsteinanna og hún þarf að geta dreift sér sjálf, manna á milli, nokkurn veginn eins og kórónuveiran,“ segir Ásgeir Vísir, einn eigenda Smitten stefnumótaappsins sem kynnt var til sögunnar laust fyrir síðustu jól.

Atvinnulíf
Fréttamynd

SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship.

Erlent
Fréttamynd

Leggur til aldurstakmark á snjallsímaeign

Hjálmar Bogi Hafliðason, þingmaður Framsóknarflokksins, ræddi um snjallsímanotkun barna á Alþingi í dag og spurði hvort takmarka ætti snjallsímaeign barna við fimmtán ára aldur.

Innlent
Fréttamynd

„Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“

Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu.

Lífið
Fréttamynd

Hagnaður Origo dregst saman

Hagnaður Origo nam 163 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um 61,6% frá sama tímabili í fyrra þegar hann nam 425 milljónum króna. Tekjur drógust saman um 2,4% milli fjórðunga og nam sala á vöru og þjónustu 4,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri tekið þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Lið undir nafninu : ) úr Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og Menntaskólanum í Reykjavík bar sigur úr Býtum í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem fram fór um helgina. Alls voru skráð til leiks 58 lið skipuð 135 úr þrettán framhaldsskólum að þessu sinni en keppnin fór alfarið fram á netinu í ár.

Innlent
Fréttamynd

Ingenuity flaug hærra og lengra en áður

Tilraunir með þyrilvængjuna Ingenuity á reikistjörnunni Mars héldu áfram um helgina. Þá fór litla þyrlan í þriðju tilraunaflugferð sína og sveif hærra og lengra en hún hafði nokkru sinni gert áður. Verkfræðingar leiðangursins ætla Ingenuity enn djarfari ferðir á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

Stórsókn framundan en fyrstu kynningarnar hálf vandræðalegar

„Fyrstu fjárfestinga kynningarnar okkar Stefáns nafna míns og meðstofnandi í Solid Clouds, voru nú ekki uppá marga fiska. Ég gleymi því aldrei þegar að við æfðum okkur fyrir framan vini og kunningja. Dómarnir voru þeir að ég sneri bakinu í gesti á meðan ég var með framsögu og Stefán félagi minn talaði svo lágt að í honum heyrði enginn. Loks sagði einn í hópnum að hann væri engu nær um hvað við værum að gera og að kynningin væri með verri framsögum sem hann hefði heyrt!“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum tölvuleikjaframleiðslufyrirtækisins Solid Clouds.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vann súrefni úr marsnesku lofti í fyrsta sinn

Tæki um borð í könnunarjeppanum Perseverance á reikistjörnunni Mars vann súrefni úr lofti þar í fyrsta skipti í vikunni. Tilrauninni er ætlað að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni.

Erlent
Fréttamynd

Aníta Briem hundelt og þarf þína aðstoð

Hulunni hefur verið svipt af glænýrri gagnvirkri upplifun sem ekki hefur sést áður á Íslandi, þar sem áhorfandinn talar við snjalltækið og hefur þannig bein áhrif á söguþráðinn.

Lífið
Fréttamynd

Margir áfangar í geimskoti SpaceX og NASA

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu á fimmtudaginn skjóta fjórum geimförum af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Verður það í fyrsta sinn sem eldflaug og geimfar eru endurnýtt til að koma geimförum út í geim.

Erlent
Fréttamynd

Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið

Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni.

Erlent
Fréttamynd

Þyrlan á Mars: Fyrsta tilraunaflugferðin í morgun

Þyrilvængjan Ingenuity átti að reyna að fljúga í fyrsta skipti á reikistjörnunni Mars nú í morgun. Búist er við að upplýsingar um hvernig til tókst berist til jarðar nú fyrir hádegið. Hægt verður að fylgjast með því í beinni útsendingu á Vísi.

Erlent
Fréttamynd

„Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu“

„Í dag getur nánast hver sem er gefið út bankaþjónustu. Í stað þess að eyða tveimur til þremur árum í að smíða hana frá grunni má leigja tækniinnviði og þjónustur. Hægt er að fá aðgengi að þjónustum sem áður voru eingöngu á hendi banka,“ segir Gunnar Helgi Gunnsteinsson, einn stofnenda fjártæknifyrirtækisins Memento.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stefna á þyrluflug á Mars á morgun

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp.

Erlent
Fréttamynd

Getur ekki lengur vaknað í rólegheitum á morgnana

Hera Grímsdóttir, forseti Iðn- og tæknifræðideildar við Háskólann í Reykjavík (HR), segir nýjasta fjölskyldumeðliminn, tíu vikna Bichon tík, vera að hrófla við allri hefðbundinni morgunrútínu. Heru finnst best að skipuleggja verkefni vikunnar á mánudögum og þar sem iðn- og tæknifræðideild HR hefur stækkað svo mikið frá því að hún var stofnuð fyrir tveimur árum, eru verkefni vikunnar æði mörg.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fyrstu þyrlu­flug­ferðinni seinkar vegna hug­búnaðar­upp­færslu

Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar.

Erlent
Fréttamynd

Bein útsending: Léttum lífið

Rætt verður um opinberar umbætur og framtíðarsýn á opnum viðburði á vegum Fjármála- og efhahagsráðuneytisins en yfirskrift hans er Léttum lífið: Spörum sporin og aukum hagkvæmni með umbótum í opinberri þjónustu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fresta fyrsta þyrlufluginu á Mars

Ákveðið hefur verið að fresta fyrstu tilraunaflugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars. Til stóða að fljúga henni í fyrsta lagi í dag en eftir að hnökrar komu í ljós við undirbúning á föstudag var ákveðið að seinka því.

Erlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Mun gervi­greindin breyta öllu?

Ólafur Andri Ragnarsson, Yngvi Björnsson, Hannes Högni Vilhjálmsson og Kristinn R. Þórisson, munu ræða um gervigreind, hvað þeir eru að vinna við og hvernig þeir spá fyrir um þróunina næstu árin á fyrirlestri Háskólans í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti

Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli.

Erlent