Erlend sakamál Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. Erlent 11.12.2024 14:23 Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Bandarískur maður sem vakti athygli á heimsvísu fyrr á árinu með því að ráðast á dómara sem neitaði að veita honum skilorðsbundinn dóm hefur verið dæmdur til áratuga langrar fangelsisvistar. Deobra Redden mun þurfa að sitja í fangelsi í að minnsta kosti 26 ár fyrir árásina á dómarann Mary Kay Holthus. Erlent 11.12.2024 11:56 Þingmaður myrtur í Mexíkó Mexíkóskur þingmaður var skotinn til bana í launmorði í Veracruz-ríki á mánudagskvöldið. Benito Aguas, sat á þingi fyrir Græna flokkinn en sá flokkur er aðili að stjórnarsamstarfi sem elitt er af Morena-flokki Claudiu Sheinbaum, forseta, og var hann skotinn ítrekað af morðingja eða morðingjum sínum. Erlent 11.12.2024 11:02 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. Erlent 10.12.2024 22:10 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. Erlent 10.12.2024 19:31 Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. Erlent 10.12.2024 09:15 Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. Erlent 10.12.2024 08:52 Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. Erlent 9.12.2024 21:04 Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. Erlent 9.12.2024 17:22 Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Lögmaður Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamannsins og fjöldamorðingjans, sakar norska ríkið um að brjóta á mannréttindum hans í fangelsinu þar sem hann dvelur. Verði stjórnvöld ekki við kröfum hans um úrbætur gæti hann skotið málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Erlent 9.12.2024 15:52 Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. Erlent 9.12.2024 13:44 Talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. Erlent 6.12.2024 23:00 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. Erlent 5.12.2024 17:52 Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. Erlent 5.12.2024 06:33 Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. Erlent 4.12.2024 17:50 Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. Erlent 4.12.2024 08:52 Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Lögmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á það við dómara í New York að sakfelling Trumps í þöggunarmálinu svokallaða verði felld niður. Vísa þeir til þess að það að halda málinu áfram myndi fela í sér truflanir á forsetaembættinu sem færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Erlent 3.12.2024 21:54 Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Foreldrar hinnar 21 árs gömlu Freja Vennervald Sørensen sem lést í síðasta mánuði í Laos úr metanól-eitrun segjast vilja halda sögu dóttur sinnar á lofti og þannig vara aðra við og koma í veg fyrir að þeir hljóti sömu örlög og hún og vinkona hennar. Erlent 2.12.2024 16:12 Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Tvennt er sært eftir að átján ára piltur hóf skothríð í þorpinu Tiniteqilaaq á suðaustanverðu Grænlandi í dag. Annar þeirra særðu er sagður í lífshættu en pilturinn er í haldi lögreglu. Erlent 30.11.2024 14:56 Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. Erlent 29.11.2024 11:02 Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Yfirvöld í Laos hafa bannað sölu og neyslu Tiger vodka og Tiger viskís, þar sem drykkirnir kunna að ógna heilsu manna. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að sex ferðamenn létust úr metanól-eitrun í kjölfar drykkju. Erlent 29.11.2024 09:46 Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Fallhlíf hins alræmda D.B. Cooper er mögulega fundin. Um helgina voru liðin 53 ár frá því að Cooper stökk úr flugvél með 200 þúsund Bandaríkjadali í reiðufé eftir að hafa tekið flugáhöfn og farþega sem gísla. Erlent 27.11.2024 23:03 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. Erlent 27.11.2024 18:10 Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í gær að til greina kæmi að beita eigin tollum á vörur frá Bandaríkjunum. Er það eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hótaði því að setja 25 prósenta toll á vörur frá Mexíkó, stöðvi yfirvöld þar ekki flæði fíkniefna og farand- og flóttafólks yfir landamæri ríkjanna. Erlent 27.11.2024 11:17 Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Kristian White, 34 ára lögreglumaður, hefur verið fundinn sekur um að hafa banað Clare Nowland, 95 ára, þegar hann skaut hana með rafbyssu. Nowland féll, fékk höfuðhögg og lést í kjölfarið. Erlent 27.11.2024 07:22 Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Erlent 26.11.2024 06:43 Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Fertug íslensk kona sætir gæsluvarðhaldi á Tenerife á Spáni vegna gruns um að hafa ráðist á tengdamóður sína og mágkonu á föstudagskvöld. Vitni lýsir því að herbergi á hóteli fjölskyldunnar hafi verið þakið blóði eftir árásina. Innlent 25.11.2024 11:41 Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu, hyggst selja hús þeirra hjóna á Long Island þar sem talið er að voðaverkin hafi verið framið. Erlent 24.11.2024 13:46 Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Átján ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku í bænum Hjallerup í Danmörku í mars. Erlent 22.11.2024 15:34 Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Lögreglan á Manchestersvæðinu svokallaða í Englandi hefur beðið móður barns sem fannst látið í almenningsgarði í Salford á miðvikudaginn um að stíga fram. Kona sem var á göngu með hund sinn fann lík barnsins, sem hafði verið vafið inn í einhverskonar dúk. Erlent 22.11.2024 15:07 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 22 ›
Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Lögregluþjónar sem handtóku Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, fundu í fórum hans stílabók. Þar hafði hann meðal annars skrifað um morðið, réttlætingu á því og hvernig hægt væri að framkvæma það. Erlent 11.12.2024 14:23
Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Bandarískur maður sem vakti athygli á heimsvísu fyrr á árinu með því að ráðast á dómara sem neitaði að veita honum skilorðsbundinn dóm hefur verið dæmdur til áratuga langrar fangelsisvistar. Deobra Redden mun þurfa að sitja í fangelsi í að minnsta kosti 26 ár fyrir árásina á dómarann Mary Kay Holthus. Erlent 11.12.2024 11:56
Þingmaður myrtur í Mexíkó Mexíkóskur þingmaður var skotinn til bana í launmorði í Veracruz-ríki á mánudagskvöldið. Benito Aguas, sat á þingi fyrir Græna flokkinn en sá flokkur er aðili að stjórnarsamstarfi sem elitt er af Morena-flokki Claudiu Sheinbaum, forseta, og var hann skotinn ítrekað af morðingja eða morðingjum sínum. Erlent 11.12.2024 11:02
Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. Erlent 10.12.2024 22:10
„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. Erlent 10.12.2024 19:31
Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. Erlent 10.12.2024 09:15
Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. Erlent 10.12.2024 08:52
Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. Erlent 9.12.2024 21:04
Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Maður er í skýrslutöku hjá lögreglunni vestanhafs í tengslum við rannsókn á launmorði á götum New York á dögunum sem beindist að einum forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrrirtækis Bandaríkjanna. Erlent 9.12.2024 17:22
Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Lögmaður Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamannsins og fjöldamorðingjans, sakar norska ríkið um að brjóta á mannréttindum hans í fangelsinu þar sem hann dvelur. Verði stjórnvöld ekki við kröfum hans um úrbætur gæti hann skotið málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Erlent 9.12.2024 15:52
Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. Erlent 9.12.2024 13:44
Talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. Erlent 6.12.2024 23:00
Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. Erlent 5.12.2024 17:52
Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. Erlent 5.12.2024 06:33
Launmorð á götum New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. Erlent 4.12.2024 17:50
Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. Erlent 4.12.2024 08:52
Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Lögmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á það við dómara í New York að sakfelling Trumps í þöggunarmálinu svokallaða verði felld niður. Vísa þeir til þess að það að halda málinu áfram myndi fela í sér truflanir á forsetaembættinu sem færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Erlent 3.12.2024 21:54
Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Foreldrar hinnar 21 árs gömlu Freja Vennervald Sørensen sem lést í síðasta mánuði í Laos úr metanól-eitrun segjast vilja halda sögu dóttur sinnar á lofti og þannig vara aðra við og koma í veg fyrir að þeir hljóti sömu örlög og hún og vinkona hennar. Erlent 2.12.2024 16:12
Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Tvennt er sært eftir að átján ára piltur hóf skothríð í þorpinu Tiniteqilaaq á suðaustanverðu Grænlandi í dag. Annar þeirra særðu er sagður í lífshættu en pilturinn er í haldi lögreglu. Erlent 30.11.2024 14:56
Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. Erlent 29.11.2024 11:02
Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Yfirvöld í Laos hafa bannað sölu og neyslu Tiger vodka og Tiger viskís, þar sem drykkirnir kunna að ógna heilsu manna. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að sex ferðamenn létust úr metanól-eitrun í kjölfar drykkju. Erlent 29.11.2024 09:46
Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Fallhlíf hins alræmda D.B. Cooper er mögulega fundin. Um helgina voru liðin 53 ár frá því að Cooper stökk úr flugvél með 200 þúsund Bandaríkjadali í reiðufé eftir að hafa tekið flugáhöfn og farþega sem gísla. Erlent 27.11.2024 23:03
Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. Erlent 27.11.2024 18:10
Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í gær að til greina kæmi að beita eigin tollum á vörur frá Bandaríkjunum. Er það eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hótaði því að setja 25 prósenta toll á vörur frá Mexíkó, stöðvi yfirvöld þar ekki flæði fíkniefna og farand- og flóttafólks yfir landamæri ríkjanna. Erlent 27.11.2024 11:17
Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Kristian White, 34 ára lögreglumaður, hefur verið fundinn sekur um að hafa banað Clare Nowland, 95 ára, þegar hann skaut hana með rafbyssu. Nowland féll, fékk höfuðhögg og lést í kjölfarið. Erlent 27.11.2024 07:22
Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Erlent 26.11.2024 06:43
Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Fertug íslensk kona sætir gæsluvarðhaldi á Tenerife á Spáni vegna gruns um að hafa ráðist á tengdamóður sína og mágkonu á föstudagskvöld. Vitni lýsir því að herbergi á hóteli fjölskyldunnar hafi verið þakið blóði eftir árásina. Innlent 25.11.2024 11:41
Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu, hyggst selja hús þeirra hjóna á Long Island þar sem talið er að voðaverkin hafi verið framið. Erlent 24.11.2024 13:46
Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Átján ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku í bænum Hjallerup í Danmörku í mars. Erlent 22.11.2024 15:34
Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Lögreglan á Manchestersvæðinu svokallaða í Englandi hefur beðið móður barns sem fannst látið í almenningsgarði í Salford á miðvikudaginn um að stíga fram. Kona sem var á göngu með hund sinn fann lík barnsins, sem hafði verið vafið inn í einhverskonar dúk. Erlent 22.11.2024 15:07