Íslandsbanki

Fréttamynd

Snýr aftur eftir stutt stopp hjá Laufinu

Íslandsbanki hefur ráðið Brynjólf Bjarnason í stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar bankans. Brynjólfur, sem hefur áratugareynslu af störfum í fjármálageiranum, kemur nú aftur til liðs við Íslandsbanka eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra hjá Laufinu frá því í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Við sjáum fyrir endann á sveiflunum

Í upphafi síðasta árs horfðum við björtum augum á verðbréfamarkaðina. Við vonuðum að vaxtahækkanir væri langt komnar og að eftir þungt ár á verðbréfamörkuðum biðu okkar betri tímar. Næstu mánuðir buðu aftur á móti upp á áframhaldandi þyngsli.

Skoðun
Fréttamynd

Vænta ó­breyttrar arð­semi nú þegar vöxtur í vaxta­tekjum banka gefur eftir

Útlit er fyrir að litlar breytingar verði á arðsemi stóru bankanna á markaði þegar þeir birta uppgjör sín fyrir síðasta fjórðung ársins 2023 sem mun litast af því að ekki er lengur fyrir að fara miklum vexti í vaxtatekjum – þær gætu dregist saman hjá Íslandsbanka í fyrsta sinn í þrjú ár – og áframhaldandi niðurfærslur lánasafna hafa áhrif á afkomuna. Tekjur af kjarnarekstri Arion banka ættu samt að aukast lítillega milli ára á meðan viðsnúningur í fjármunatekjum ýtir Íslandsbanka upp fyrir arðsemismarkmið sitt, gangi spár hlutabréfagreinenda eftir.

Innherji
Fréttamynd

„Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu.

Innlent
Fréttamynd

Verð­lagning margra skráðra fé­laga „með því lægra sem sést hefur í langan tíma“

Verðlagning margra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni eru með því lægra sem sést hefur í langan tíma, að sögn vogunarsjóðsstjóra, en frá ársbyrjun 2022 hefur ávöxtun hlutabréfamarkaðarins að teknu tilliti til verðbólgu verið neikvæð um meira en fimmtíu prósent. Verðkennitölur banka gefi til kynna að horfur í rekstri fari versnandi, sem standist illa skoðun, og þá séu horfur í smásölu bjartari eftir erfiða átján mánuði og „verðlagning þar farin að verða áhugaverð.“

Innherji
Fréttamynd

Ann­markar á vörnum allra stóru bankanna gegn peninga­þvætti

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur talið vera annmarka á vörnum allra stóru viðskiptabankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eftir að það framkvæmdi vettvangsathugun hjá bönkunum á liðnu ári. Arion banki hefur nýlega óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart fjármálaeftirlitinu með sátt.

Innherji
Fréttamynd

Ís­lands­banki gæti verið sektaður fyrir ónægar varnir gegn peninga­þvætti

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telur nokkra annmarka hafa verið á umgjörð og eftirliti Íslandsbanka í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem bankanum ber að framfylgja samkvæmt lögum. Íslandsbanki hefur ekki mótmælt niðurstöðum fjármálaeftirlitsins en líklegt er að málinu muni ljúka með samkomulagi um sátt og stjórnvaldssekt.

Innherji
Fréttamynd

Erlend fjármálafyrirtæki ná aukinni markaðshlutdeild í gjaldeyrislánum

Uppgjör Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum greinenda. Bankastjóri bankans upplýsti að erlend fjármálafyrirtæki hafi aukið við markaðshlutdeild sína í útlánum í erlendum gjaldeyri til fyrirtækja hérlendis í ljósi hærri kostnaðar hjá íslenskum bönkum. Hann taldi að lífeyrissjóðir myndu auka við markaðshlutdeild sína í verðtryggðum húsnæðislánum. Bankinn hafi umtalsvert fé aflögu til að greiða til fjárfesta eða nýta í vöxt sem annars dragi úr arðsemi hans.

Innherji
Fréttamynd

Gefum skulda­bréfum gaum

Ég lærði nokkuð snemma að til að sjá hvað er í gangi í hagkerfinu er nærtækt að horfa á skuldabréfamarkaðinn. Skuldabréfum má líkja við hjarta- og æðakerfi sem sér um að dreifa súrefni til atvinnugeira og heimila. Þegar vextir eru hækkaðir er það til að draga úr umsvifum í hagkerfinu og öfugt þegar þeir eru lækkaðir.

Skoðun
Fréttamynd

Út­lit fyrir stór­bætta af­komu Arion þótt virði lána­safnsins verði fært niður

Væntingar eru um að hagnaður Arion banka eigi eftir að aukast um nærri helming milli ára, einkum vegna meiri vaxtatekna og viðsnúnings í fjármunatekjum, enda þótt virðisbreyting útlána verði neikvæð um rúmlega hálfan milljarð samhliða versnandi efnahagshorfum. Þrátt fyrir að afkoma Íslandsbanka, hinn stóri bankinn sem er skráður á markað, muni versna nokkuð vegna meðal annars aukins rekstrarkostnaðar þá verður arðsemin í samræmi við markmið, gangi spár hlutabréfagreinenda eftir.

Innherji
Fréttamynd

Haus­­verkur, heims­endir og hefð­bundin banka­­starf­­semi / The end of the world and tra­ditional banking

Ísland og heimaland mitt Suður-Afríka virðast við fyrstu sýn ekki eiga margt sameiginlegt. Veðrið er líkast til augljósasti munurinn og alltaf vinsælt umræðuefni. En þegar allt kemur til alls er fleira sem sameinar okkur en sundrar. Suður-Afríka, og Afríkulöndin almennt, hafa um langt skeið þurft að takast á við áskoranir – stundum naumast náð jaðarhagvexti og því er nýsköpun mikilvæg til að tryggja samkeppnishæfni landanna.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni ekki hæfur til að sam­þykkja sölu Ís­lands­banka

Um­boðs­maður Al­þingis telur Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, ekki hafa verið hæfan þegar hann sam­þykkti til­lögu Banka­sýslunnar um sölu á Ís­lands­banka, í ljósi þess að einka­hluta­fé­lag föður hans var á meðal kaup­enda að 22,5 prósenta hlut.

Innlent