Matvöruverslun

Fréttamynd

Við hendum of miklu af mat

Matarsóun er alltof mikil á Íslandi. Við hendum of miklu af mat og á það jafnt við um einstaklinga, verslanir sem og matvælaframleiðendur og veitingastaði. Umhverfisáhrifin af matarsóun eru mikil en hver einstaklingur hér á landi hendir um 20-25 kg af mat árlega, sem að stórum hluta væri hægt að nýta áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Þreytt á Kram­búðinni í and­dyri Vest­fjarða

Sveitar­stjóri Dala­byggðar segist vera ó­sáttur við svör Sam­kaupa um rekstur verslunar í Búðar­dal. Sveitar­stjórn hefur skorað á Sam­kaup að opna þar dag­vöru­verslun í stað Kram­búðarinnar. For­svars­menn Sam­kaupa segja reynsluna kenna þeim að ekkert nema tap fáist af slíkum rekstri. Þeir ætla samt að funda með sveitar­stjórn á mið­viku­dag.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur hættir aftur hjá Bónus

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu frá og með áramótum. Hann hefur gegnt starfinu síðan árið 1998, 25 ár. Björgvin Víkingsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og innkaupastjóri Bónus hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og tekur við um áramótin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan á Granda opnuð á ný í dag

Krónan opnar dyrnar á ný á Granda klukkan 15 í dag eftir fjögurra vikna framkvæmdir. Tveir veitingastaðir munu bjóða upp á rétti sína í versluninni til viðbótar við þrjá sem þar eru þegar til staðar. Forsvarsmenn verslunarinnar segjast gríðarlega ánægð með breytingarnar.

Neytendur
Fréttamynd

Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni

„Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Í­búar Hellu þreyttir á „sturluðu“ verð­lagi Kjör­búðarinnar

Elín Dögg Arnarsdóttir, íbúi í nágrenni við Hellu, lýsir verðlagi í Kjörbúðinni á Hellu sem sturlun en 637 krónum munar á verði á kattanammi þar og í Fjarðarkaupum. Hún segir íbúa Hellu gagngert sneiða framhjá því að versla í búðinni meðan vonir eru bundnar við opnun annarrar ódýrari matvöruverslunar í bæjarfélaginu.

Neytendur
Fréttamynd

Slær á putta Nettós vegna verð­merkinga

Neytendastofa hefur slegið á putta Samkaupa vegna verðmerkinga í vefverslun Nettós þar sem einingarverð vantaði á fjölda vara á vefsíðunni. Þeim fyrirmælum hefur verið beint til félagsins að koma einingaverðum í rétt horf, ellegar sæta dagsektum.

Neytendur
Fréttamynd

Skoðar að selja á­fengi til mat­vöru­verslana

For­stjóri Öl­gerðarinnar segir að fyrir­tækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja á­fengi til mat­vöru­verslana í kjöl­far yfir­lýsingar ráð­herra um lög­mæti sölunnar. Öl­gerðin hefur hingað til ekki selt á­fengi til net­verslana vegna ó­vissu um lög­mæti hennar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­var­leg staða ríki á fá­keppnis­markaði

Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni.

Neytendur
Fréttamynd

Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa

Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar.

Neytendur
Fréttamynd

Betri stjórn­endur með betri sam­skiptum

Ég er einn þeirra sem þurftu að hafa mikið fyrir námi í gegnum tíðina. Reyndar er það svo að mér hefur alltaf fundist mjög flókið að læra það sem ég hef ekki haft verklega reynslu af áður. Það voru því blendnar tilfinningar sem fylgdu því þegar mér bauðst að skrá mig í leiðtoganámið Forysta til framtíðar, í Háskólanum á Bifröst , en það er samstarfsverkefni skólans og vinnuveitanda míns, Samkaupa.

Skoðun
Fréttamynd

Taka stikkprufur á meðan ný lausn sannar gildi sitt í Bónus

Viðskiptavinir Bónus á Smáratorgi geta nú gripið sér skanna við inngang verslana og skannað vörur beint ofan í poka á leið sinni um verslunina. Nýja sjálfsafgreiðslulausnin heitir Gripið og greitt eins og samnefnd verslun sem lagði upp laupana snemma á öldinni. Helsti samkeppnisaðilinn Krónan hefur í hálft annað ár boðið upp á svipaða lausn þar sem viðskiptavinir geta skannað vörur með notkun apps.

Neytendur
Fréttamynd

Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sér­hags­munir í land­búnaði“

Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð.

Innlent
Fréttamynd

Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum

Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 

Neytendur
Fréttamynd

Snún­ast­i fjórð­ung­ur í versl­un í mann­a minn­um að baki en stað­an fer batn­and­i

Mánuðirnir frá desember til febrúar voru þeir snúnustu í verslunarrekstri sem elstu menn muna. Verðhækkanir voru tíðari og „miklu hærri en við höfum séð áður“. Staðan er þó að „aðeins að batna“, að sögn forstjóra Haga, „tilfinningin er að takturinn í verðhækkunum á matvöru sé að hægjast“. Aðfangaverð er þó enn að hækka en „ekki eins ört og í kringum áramótin.“ 

Innherji
Fréttamynd

Farið að hægja á miklum verðhækkunum á matvöru frá birgjum

Farið er að hægja á verðhækkunum frá birgjum, að sögn heildsala og smásala á matvörumarkaði, en ástandið er þó enn afar krefjandi og borið hefur á verðhækkunum frá innlendum framleiðslufyrirtækjum á undanförnum vikum vegna nýrra kjarasamninga. Vísbendingar eru um að lækkandi hrávöruverð á heimsmarkaði hafi ekki enn skilað sér í lægra innkaupverði.

Innherji