Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn

Hamas-liðar fresta því að láta ísraelska gísla lausa og segja Ísrael hafa brotið gegn vopnahléssamningnum sem nú er í gildi. Talsmaður varnarmálaráðherra í Ísrael segir ákvörðun Hamas brjóta gegn samkomulaginu um vopnahlé.

Erlent
Fréttamynd

Al­þjóða­sam­fé­lagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og Pawel Bartoszek alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar segja alþjóðasamfélagið þurfa að venjast nýrri taktík í pólitík með tilkomu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Gott sé fyrir Íslendinga að vera í fleiri bandalögum en færri.

Innlent
Fréttamynd

Til­finninga­rík stund þegar Taílendingarnir komust heim

Fimm taílenskir karlmenn sneru aftur heim til Taílands í morgun eftir að hafa verið í haldi Hamas á Gasa í nærri 500 daga. Enn er einn taílenskur karlmaður í haldi á Gasa. Taílensk yfirvöld hafa lýst því yfir að þau hafi enn von um að hann muni snúa aftur heim.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert eðli­legt við til­lögur Banda­ríkja­for­seta

Fyrrverandi formaður Félagsins Íslands-Palestínu segir ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínubúa frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd. Með umdeildum tillögum hafi forsetanum tekist að sameina heim allan. 

Erlent
Fréttamynd

Um­mæli Trumps harð­lega gagn­rýnd víða um heim

Ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að íbúa Gasastrandarinnar verði fluttir eitthvert annað og að Bandaríkin „eignist“ svæðið hafa fallið í grýttan jarðveg, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og Trumps sem og öðrum.

Erlent
Fréttamynd

Segir engan vilja búa á Gasa

Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 

Erlent
Fréttamynd

Hamas lætur þrjá gísla lausa

Fyrsti liður vopnahléssamkomulagsins felur í sér að Hamas láti 33 gísla lausa gegn því að Ísraelar sleppi um tvö þúsund fanga lausa ásamt því að leyfa Palestínumönnum að snúa aftur til norðurhluta Gasasvæðisins.

Erlent
Fréttamynd

Geta í­þróttir bjargað manns­lífum?

Þann 9. og 10. apríl fara fram hér á landi tveir landsliðsleikir Íslands og Ísraels í handbolta. Þegar þetta er skrifað er fátt sem bendir til þess að íslensku landsliðskonurnar íhugi að sniðganga leikinn til að mótmæla yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels á Palestínufólki.

Skoðun
Fréttamynd

Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa

Stjórnvöld í Ísrael segja átta af þeim 26 gíslum sem Hamas hefur skuldbundið sig til að láta lausa í fyrsta fasa vopnahlésis á Gasa séu látnir. Yfirvöld eru sögð hafa fengið lista frá samtökunum í nótt sem staðfesti að átta hafi verið drepnir.

Erlent
Fréttamynd

Ísraels­menn saka Hamas um brot á sam­komu­laginu

Fjölskyldur fjögurra kvenna sem sleppt var úr haldi Hamas í dag fögnuðu ákaft og brustu í grát þegar konurnar komu loks heim. Ísraelsmenn saka Hamas um brot á vopnahléssamkomulagi en slepptu þó tvö hundruð Palestínumönnum úr fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum

Fjórum ísraelskum gíslum var sleppt úr haldi Hamas í Gasaborg í morgun. Búist er við að tvö hundruð palestínskum föngum í haldi Ísraels verði sleppt síðar í dag. Ísraelar segja Hamas hafa svikið þá um fimmta gíslinn en samtökin segja um tæknileg vandræði að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Á­skorun til Hand­knatt­leiks­sam­bands Ís­lands: Ekki keppa við lið Ís­raels um sæti í Evrópu­móti kvenna í hand­bolta í apríl 2025

Í lögum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir: „Með því að blanda saman íþróttum, menningu og menntun er leitast við að skapa lífshætti sem byggjast á áreynslugleði, menntunarlegu gildi góðs fordæmis, samfélagslegri ábyrgð og virðingu fyrir alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum.“

Skoðun
Fréttamynd

Gera um­fangs­mikið áhlaupa á Vestur­bakkanum

Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup á Jenin á Vesturbakkanum, sem talið er að muni standa yfir í að minnsta kosti nokkra daga. Áhlaupið hófst á nokkrum drónaárásum sem herinn segir að hafi beinst að innviðum hryðjuverkasamtaka.

Erlent
Fréttamynd

Vopna­hlé skref í rétta átt en varan­legur friður ekki í sjón­máli

Tæplega 90 palestínskum föngum í Ísrael var sleppt úr Ofer fangelsinu í Ramallah í morgunsárið. Í gær var þremur ísraelskum gíslum sleppt úr haldi Hamas vegna vopnahlés sem samið var um á dögunum. Prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri segir vopnahlé skref í rétta átt en að engin varanleg pólitísk lausn sé í sjónmáli.

Erlent
Fréttamynd

Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meiri­hlutinn jafn sekur og há­væri minni­hlutinn

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona og Eurovision fari segist hafa mátt þola ótrúlegan skít frá stórum hópi af fólki eftir að hún ákvað að hætta ekki við að keppa í Eurovision í fyrra. Hera, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa þroskað mikið af því ferli að hafa farið í gegnum þennan storm og hún skilji marga hluti betur á eftir.

Lífið
Fréttamynd

Níu­tíu Palestínu­menn látnir lausir

Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Vopna­hlé tekur gildi á Gasa

Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan.

Erlent