Innlent

Þolimæði stjórn­valda að þrotum komin

Þolinmæði stjórnvalda gagnvart verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er við það að bresta. Innviðaráðherra ætlast til að deiluaðilar setjist að samningaborðinu og leysi deiluna. Aðgerðir flugumferðarstjóra hafa nú þegar haft bein áhrif á ferðatilhögun hátt í þrjátíu þúsund farþega íslensku flugfélaganna.

Innlent

Snæ­dís Hekla dúxaði og badmintonkempa flutti ræðu

Fjölbrautarskólinn við Ármúla útskrifaði 75 nemendur af 12 brautum og þar af sjö af tveimur brautum. Hátíðleikinn var allt umlykjandi og gleðin skein úr andlitum nýstúdenta og gesta en brautskráning fór fram í hátíðarsal skólans.

Innlent

Sagður eyði­leggja fyrir Grind­víkingum með hegðun sinni

Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól.

Innlent

Smábátur lenti í vand­ræðum við Álfta­nes

Skipverji smábáts, sem var skammt undan Álftanesi, gaf út hjálparbeiðni í gærkvöldi vegna vélarvandræða. Vél bátsins hafði ofhitnað við áreynslu, og taldi skipverji ekki óhætt að halda áfram fyrir eigin vélarafli.

Innlent

Eldar í ósamþykktu í­búðar­hús­næði og á­lag á rannsóknardeildinni

Hver eldurinn kviknaði á fætur öðrum í ósamþykktu íbúðarhúsnæði, sem leiddi til þess að fleiri en einn týndi lífi. Svo margir voru drepnir á árinu að miðlæg rannsóknardeild lögreglu hafði í sumar þrjú manndrápsmál til rannsóknar í einu. Hér verður farið yfir helstu verkefni viðbragðsaðila á árinu, sem er að líða. 

Innlent

Fyrstu brott­farir klukkan ellefu

Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra héldu áfram í nótt þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í þriðja skiptið. Verkfallið hefur áhrif á alla umferð um Keflavíkurflugvöll og fjölda flugferða hefur verið frestað.

Innlent

„Við viljum fá lista yfir glæpi okkar“

Sveitarstjórn Strandabyggðar á Vestfjörðum telur sig ekki hafa forsendur til að hlutast til um mál þar sem eiginkona sveitarstjórans sakar fyrrverandi sveitarstjórnarmann um að hafa dregið sér tugi milljóna á síðasta kjörtímabili. Innviðaráðuneytið beindi þeim tilmælum til sveitarstjórnarinnar að svara bréfum vegna málsins.

Innlent

Líkur á að fólk komist ekki heim fyrir jól að aukast tals­vert

Forstjóri Icelandair segir að líkurnar á að farþegar komist ekki á sinn áfangastað fyrir jól aukist talsvert milli vikna í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og sáttasemjara. Slæmt sé að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman. 

Innlent

Reykurinn á Melhaga reyndist vera frá reykingu

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á tíunda tímanum í kvöld vegna reyks sem lagði yfir bílskúr á Melhaga í Reykjavík. Í ljós kom að reykurinn kom frá reykofni þar sem verið var að reykja máltíð í aðdraganda jóla.

Innlent

„Við erum í villta vestrinu“

Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs.

Innlent

Sögu­lega fáir fálkar í ár

Varpstofn fálka vorið 2023 er sá minnsti sem mælst hefur frá upphafi rannsókna samkvæmt talningum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samfelld fækkun fálka síðustu fjögur ár er sögð koma á óvart. Talið er að fuglaflensa eigi í hlut. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Verkfall flugumferðarstjóra hefst í nótt. Forstjóri Icelandair segir hættu á að fólk komist ekki heim fyrir jól leysist deilan ekki fljótlega. Við fjöllum um málið í fréttatímanum.

Innlent

Þakk­lát ís­lensku þjóðinni

Asil J. Suleiman Almassri sem missti fótinn og stóran hluta fjölskyldunnar í ísraelskum loftárásum á Gasasvæðinu hefur verið veittur íslenskur ríkisborgarréttur.

Innlent