Skoðun

Loðnu­stofninn hruninn

Björn Ólafsson skrifar

Ég hef undanfarið skrifað nokkrar greinar um ástand sjávarauðlinda þjóðarinnar. Hvernig 40 ára tilraun með kvótasetningu hefur mistekist algjörlega.

Skoðun

HA ég Hr. ráð­herra?

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Fangelsismál eru flókin og snerta mörg svið samfélagsins. Þess vegna er nauðsynlegt að hlutverk og ábyrgð hinna ýmissa ráðuneyta sem að fangelsismálum koma séu sérlega vel tilgreind og skýr. Allt of lengi hefur lítil sem engin samvinna og samstarf verið á milli ráðuneyta því málefni fanga hafa aldrei þótt „atkvæðaskapandi“.

Skoðun

Trump og for­seta­til­skipanir

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að tilskipanir Trump Bandaríkjaforseta fara misvel í menn. Margar ástæður liggja þar að baki. Fjölmiðlar hafa keppst við að gera úlfalda úr mýflugu úr sumum þeirra.

Skoðun

Spörum með breyttri verð­stefnu í lyfja­málum

Ólafur Stephensen skrifar

Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðizt við ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur til sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstrinum. Meðal annars var kallað eftir tillögum um verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma. Ein slík er tillaga FA um breytta verðstefnu ríkisins varðandi innkaup á lyfjum.

Skoðun

Ó­mæld á­hrif kjara­deilu kennara

Anton Orri Dagsson skrifar

Meirihluti Íslendinga ver um það bil einum þriðja hluta sólarhringsins í vinnunni og því er mikilvægt að þessum tíma sé vel varið og að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni. Fræðasamfélagið er meðvitað um þessa staðreynd og einnig stjórnendur.

Skoðun

Hlut­verk í fjöl­skyldum

Matthildur Bjarnadóttir skrifar

Þegar barn missir foreldri eða forráðamann er öryggi barnsins eðlilega ógnað. Kvíði barna í kjölfar foreldramissis snýr oft og tíðum að þeim ótta að missa hitt foreldri sitt líka eða aðra nákomna. Eldri börn og unglingar sýna þennan kvíða oftar á praktískari hátt heldur en yngri börn og áhyggjur af fjármálum og þeirra eigin afkomu eru algengar.

Skoðun

Janúarblús vinstristjórnarinnar

Jens Garðar Helgason skrifar

Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar.

Skoðun

Skip­brot meðaltals­stöðug­leika­leiðarinnar

Aðalgeir Ásvaldsson skrifar

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og samningamál ósanngjarnari. Það er einfaldlega niðurstaðan af heildarsamningamálum SA við verkalýðshreyfinguna og tekur SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, heilshugar undir með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, stjórnarmanni SA, um að óskynsamlegt sé að stilla fyrirtækjum upp við vegg í erfiðum aðstæðum.

Skoðun

Fyrir hvern vinnur þú?

Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar

Í þeirri kjarabaráttu sem KÍ á við sveitarfélög og ríki í dag og beinist að þvi að fá það opinbera til að uppfylla skilyrði samning virðast margir misskilja boðleiðir.

Skoðun

Kosta­boð

Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar

Af hverju er viðsemjandi kennara manneskja sem ekkert virðist ekkert vita um kennarastarfið? Það sem haft er eftir henni í blöðum er svo glórulaust að ég get ekki annað en ályktað að hún hafi keypt sér svona fín heyrnartól þar sem hægt er að útiloka öll umhverfishljóð, þar með talið viðræðurnar sem hún hefur tekið þátt í síðustu mánuði.

Skoðun

Um kjara­deilu sveitar­fé­laga og kennara

Inga Sigrún Atladóttir skrifar

Fyrir meira en 10 árum skrifaði ég meistararitgerð þar sem ég m.a. tók saman nýlegar rannsóknir á stöðu grunnskóla á Íslandi. Á þeim tíma blasti við hræðileg staða í grunnskólanum sem afar brýnt var að bregðast við, það var ekki gert.

Skoðun

Hvað næst RÚV?

Hilmar Gunnlaugsson skrifar

Í gær, miðvikudaginn 29. janúar 2025, birtist frétt á ruv.is með fyrirsögninni „Fóru ekki að lögum við umdeilda skógrækt nærri Húsavík“. Fréttin var einnig spiluð í kvöldfréttum útvarps.

Skoðun

Líf­eyris­sjóðir í sæng með kvótakóngum

Björn Ólafsson skrifar

Hvort sem þú ferð út að versla í matinn, notar símann, ferð í bankann, farir í keilu, kaupir fiskbúðing, pizzu eða hamborgara, færð þér kaffi, kokteilsósu, kaupir brauð, farir í apótek, út að skemmta þér, kaupir eldsneyti á bílinn eða gefur húsdýri fóður; þá ertu með beinum eða óbeinum hætti að eiga viðskipti við kvótakónga.

Skoðun

Glanna­legt tal um gjald­þrot

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í byrjun vikunnar áttu báðar sjónvarpsstöðvarnar viðtöl við Ingu Sæland um þá styrki, sem Flokkur fólksins hafði fengið úr ríkissjóði, 240 milljónir króna, en rétt form vantaði á. Var Inga spurð, hvað gerðist, ef ríkissjóður krefðist endurgreiðslu fjárins, þar sem flokkurinn hefði vanrækt að ganga formlega frá skráningu sinni sem stjórnmálaflokkur skv. síðustu lögum.

Skoðun

Bók­vitið verður í askana látið!

Árni Sigurðsson skrifar

Fyrirsögnin, „Bókvitið verður í askana látið“, undirstrikar mikilvægi þess að tileinka sér þekkingu. Í bændasamfélagi fyrri alda þótti þessu þveröfugt farið enda verkleg vinna í fyrirrúmi, en nú er þekking afl sem umbreytir lífi og samfélagi.

Skoðun

Læknis- og sjúkraþjálfunar­fræði fyrir alla

Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar

Inntökuprófið í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði er með stærri prófum sem haldin eru á Íslandi. Alls mættu 363 manns árið 2024 í inntökuprófið í þeirri von um að fá brautargengi í virtu og góðu námi við Háskóla Íslands.

Skoðun

Hvernig er hægt að semja við samninga­nefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við?

Ragnheiður Stephensen skrifar

Það virðist sem það sé mikil þörf á að fræða fólk, a.m.k. einstaklinga innan sambands íslenskra sveitafélaga, um hvað skólastarf snúist og er þetta tilraun til þess.Ég varð nefnilega orðlaus þegar ég las viðtal við Ingu Rún Ólafsdóttur, formann samningarnefndar sveitafélaga. Það er eins og hún viti ekkert um skólastarf.

Skoðun

Birtingar­mynd for­tíðar í nú­tímanum

Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Aldrei aftur. Þessi orð tákna alþjóðlegt loforð um að berjast gegn hatri, ofbeldi og mismunun. Þau tákna að sagan má aldrei aftur endurtaka sig, sagan sem við minnumst nú þegar 80 ár eru liðin frá því sovéskir hermenn frelsuðu eftirlifendur í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz-Birkenau.

Skoðun

Mun seðla­banka­stjóri standa við orð sín

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Það styttist í næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans en seðlabankastjóri sagði í byrjun desember síðastliðnum að fjármálakerfið stæði traustum fótum og staða bankanna væri sterk. Á sama tíma sagðist seðlabankastjóri vera bjartsýnn á horfur á fasteignamarkaði þar sem eignum væri að fjölga og nýjar eignir væru að koma á markað.

Skoðun

97 ár í sjálf­boða­liða­starfi

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar

Í morgun héldu fimm sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar til hafs á nýju öflugu og afar fullkomnu björgunarskipi, til aðstoðar tveimur skipverjum á fiskibát sem misst hafði stýri og rak hættulega nærri landi.

Skoðun

Borgið til baka!

Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka.

Skoðun