
Sport

„Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“
Grískir bræður munu spila saman í Tindastólsbúningnum í Bónus deild karla í körfubolta í vetur og það var ekki að sjá annað á frammistöðu Giannis Agravanis í síðasta leik að hann væri kátur með að vera að fá stóra bróðir í liðið.

Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar
Ármann fagnaði ellefta sigri sínum í röð í 1. deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi þegar Laugardalsliðið vann fimmtíu stiga stórsigur á b-liði Keflavíkur.

Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele
Neymar var kynntur í gær með mikilli viðhöfn hjá brasilíska félaginu Santos. Hann er frægasti leikmaður félagsins á eftir Pele og snýr nú aftur til síns æskufélags.

Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann
Freyr Alexandersson byrjaði vel sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Brann. Liðið spilaði fyrsta leikinn undir hans stjórn þegar Åsane mætti liðinu í æfingarleik.

„Litla ég hefði aldrei trúað þessu“
Fjórar íslenskar konur tóku þátt í liðakeppni Wodapalooza á dögunum, þrjár goðsagnir í greininni og ein stjarna framtíðarinnar.

Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“
Eitt af stóru fréttamálunum eftir að íslenska handboltalandsliðið datt úr leik á heimsmeistaramótinu á dögunum var viðtal við landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson.

Guy Smit frá KR til Vestra
Hollenski markvörðurinn Guy Smit er genginn í raðir Vestra og mun verja mark félagsins í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð
Chloe Kelly er farin á láni til Arsenal frá Manchester City eftir ljótan viðskilnað við City.

Loksins brosti Dagur Sigurðsson
Króatískir fjölmiðlamenn hafa saknað þess hversu Dagur Sigurðsson hefur brosað lítið síðan að hann tók við handboltalandsliði þeirra.

Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“
Með því að spila ólöglegum leikmanni, Stíg Diljan Þórðarsyni, í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu hefur lið Víkings Reykjavíkur sankað að sér sektum. Félagið vissi að með því að spila honum myndu þeir fá sekt en þeim finnst tvöföld sekt eftir síðasta leik frá KSÍ aðeins of vel í lagt.

Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“
Innan við vika hefur liðið síðan að Ísland féll úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta. Sárin hafa ekki gróið og landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson segir síðustu daga ekki hafa verið neitt frábæra.

Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi
Norska úrvalsdeildarfélagið Bodö/Glimt ætlar að gefa allar tekjur sínar af Evrópudeildarleik sínum á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv.

Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax
Jordan Henderson virðist ekki vera á förum frá Ajax. Hann er nú sagður sjá eftir því að hafa viljað yfirgefa félagið og fara til Mónakó.

Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí
Það má að venju finna fjöruga dagskrá á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2. Tveir fótboltaleikir, tveir ruðningsleikir, íshokkíleikur og tvenn golfmót verða í beinni útsendingu.

Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum
Devin Booker var ekki valinn til að taka þátt í stjörnuleik NBA deildarinnar. Hann telur tímabært að stækka stjörnuleikinn þannig að bæði stjörnuliðin megi hafa fimmtán leikmenn, líkt og liðum í deildinni hefur verið leyft undanfarin fjögur tímabil.

„Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“
Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var hvorki sáttur við spilamennsku leikmanna né störf dómaranna þegar liðið laut í lægra haldi fyrir KR í Bónus-deild karla í körfubolta í Vesturbænum í kvöld.

Elías skoraði og Stefán lagði upp
Elías Már Ómarsson skoraði mark NAC Breda í 1-1 jafntefli gegn Heracles. Stefán Teitur Þórðarsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp mark Preston í 2-1 tapi á útivelli gegn Blackburn Rovers.

Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn
Breiðablik er Þungavigtarbikarmeistari eftir 4-2 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik, öll sex mörkin voru skoruð í seinni hálfleik.

Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi
Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz.

Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð
Ríkjandi heimsmeistararnir í handbolta frá Danmörku eru á leið í úrslitaleik fjórða mótið í röð. Þar munu þeir mæta lærisveinum Dags Sigurðssonar frá Króatíu.

Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk
Topplið Vals heimsótti Stjörnuna í Garðabæ og vann öruggan 24-40 sigur í fjórtándu umferð Olís deildar kvenna.

Búbbluhausinn verður í banni
Isaiah Stewart hefur verið dæmdur í eins leiks bann, án launa, í NBA deildinni eftir að hafa safnað upp sex óíþróttamannslegum villum á sig á tímabilinu. Hann mun taka bannið út í kvöld, á sama tíma og Detroit Pistons mun gefa búbbluhaus í hans mynd.

Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu
Unai Emery, þjálfari Aston Villa, er sannfærður um að framherjinn Ollie Watkins muni ekki fara frá félaginu líkt og John Durán, sem var að ganga frá félagaskiptum til Al Nassr í Sádi-Arabíu.

Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark fyrir Bayer Leverkusen og lagði upp annað í 3-2 tapi á útivelli gegn Eintracht Frankfurt í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar.

Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga
KR vann dýrmætan fjögurra stigur, 97-93, þegar liðið tók á móti Keflavík í 16. umferð Bónus deildar karla. Keflvíkingar lentu mest sautján stigum undir en tókst að jafna í fjórða leikhluta, KR bar þó af þegar allt kom til alls. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leik en KR hefur nú safnað sextán stigum.

Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað
Leik Hauka og Þórs Þorlákshafnar sem átti að fara fram í 16. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld hefur verið frestað. Leikurinn er kominn á dagskrá sunnudaginn 2. febrúar kl. 17:00.

Sara Björk lagði upp í stórsigri
Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn á miðjunni og lagði upp mark í 9-0 sigri Al Qadsiah gegn Al Amal í sádi-arabísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Bully Boy með gigt
Michael Smith, sem varð heimsmeistari í pílukasti fyrir tveimur árum, þjáist af liðagigt.

Mundi loforðið til kennarans
Dominik Kuzmanovic er einn af stærstu hetjunum í leikmannahópi Dags Sigurðssonar og þessi ungi markvörður á sinn þátt í því að Króatía skuli spila til úrslita á HM í handbolta á sunnudaginn. Hann fann stund milli stríða í vikunni til að senda gömlu kennslukonunni sinni kærkomna gjöf.

Vigdís Lilja seld til Anderlecht
Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa selt Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur til Anderlecht í Belgíu.