Viðskipti innlent

Vænta þess að eig­endur hússins leysi málið

Forstjóri Haga segir stöðvun framkvæmda við Álfabakka 2 að hluta hafa áhrif á áform félagsins um flutning hluta starfsemi þess í húsnæðið. Hagar geri ráð fyrir því að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins og lausn finnist sem allir geti fellt sig við.

Viðskipti innlent

Valdimar Sveins­son hlaut Nýsköpunar­verð­laun for­seta Ís­lands

Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2025 fyrir verkefnið Lífupplýsingafræðileg greining á kælisvari frumna. Valdimar er nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur verkefnisins voru Kimberley Anderson Rannsóknarstofustjóri og Hans Tómas Björnsson Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Verðlaunin í ár er LAVA Vasi, handblásinn úr endurunnu gleri frá Fólk Reykjavik.

Viðskipti innlent

37,5 milljarðar í hagnað og ní­tján í arð

Landsbankinn hagnaðist um 37,5 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Það er aukning um rúma fjóra milljarða frá árinu 2023 þegar hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna. Til stendur að greiða nítján milljarða króna í arð vegna ársins, eða um helming af hagnaði.

Viðskipti innlent

Heildar­fjöldi far­þega 4,7 milljónir í fyrra

Heildartekjur Icelandair á 4. ársfjórðungi jukust um 10 prósent og námu 48 milljörðum króna eða 349 milljónum Bandaríkjadala. EBIT afkoma batnaði um 2,5 milljarða króna (18 milljónir USD), EBIT á fjórða ársfjórðungi var neikvætt um 4,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair um ársreikning þeirra fyrir árið 2024. Þar kemur ennfremur fram að tap félagsins á síðasta ári hafi verið 2,5 milljarðar króna.

Viðskipti innlent

Á­tján til­nefningar til UT-verð­launa Skýs

Átján vinnustaðir og verkefni eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský, sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun afhenda á UTmessunni í Hörpu föstudaginn 7. febrúar. UT-verðlaunin eru veitt fyrir mikilvægt framlag til upplýsingatækni á Íslandi, en þau eru nú veitt í sextánda sinn.

Viðskipti innlent

Icelandair hefur flug til Miami

Icelandair tilkynnti í dag um nýjan áfangastað flugfélagsins. Það er Miami í Flórída ríki Bandaríkjanna. Fram kemur í tilkynningu að flogið verði til borgarinnar þrisvar í viku.

Viðskipti innlent

Verð­bólga mjakast niður á við

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27 stig á milli mánaða í janúar. Ársverðbólga mældist 4,6 prósent sem var 0,2 stigum minna en í desember. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um sextán prósent frá því í desember en áfengi og tóbak hækkuðu um tæp fjögur prósent.

Viðskipti innlent

Láta af óheimilli ríkis­að­stoð við Sorpu

Íslensk stjórnvöld hafa fallist á að tryggja að hagnaðardrifin starfsemi Sorpu verði færð í hlutafélag sem er tekjuskattsskylt. Þannig hefur ríkið skuldbundið sig til þess að hætta ríkisaðstoð við Sorpu, sem er óheimil samkvæmt EES-samningnum.

Viðskipti innlent

Markaðurinn væntir vaxtalækkana

Niðurstöður könnunar Seðlabankans meðal markaðsaðila gefa til kynna að verðbólguvæntingar þeirra til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember. Þeir vænti þess að stýrivextir verði orðnir 5,75 prósent eftir tvö ár.

Viðskipti innlent

Hæsti­réttur tekur deilur Vinnslu­stöðvarinnar og ríkisins fyrir

Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vinnslustöðvarinnar á hendur ríkinu vegna makrílkvóta fyrir. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Vinnslustöðinni alls 269 milljónir króna, helmingi minna en héraðsdómur hafði dæmt. Ríkið óskaði sömuleiðis eftir því að Hæstiréttur tæki mál Hugins, sem Vinnslustöðin á, fyrir en Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Hugin 329 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Lands­bankinn sé „svo sannar­lega“ enn banki allra lands­manna

Umsóknir um íbúðarlán vegna húsnæðis í dreifbýli kalla á ýtarlegri skoðun en þegar kemur að ákvörðun um lánveitingu vegna húsnæðis í þéttbýli. Þetta segir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, sem segir bankann vissulega veita lán um land allt, þrátt fyrir að strangari skilyrði kunni að gilda í ákveðnum tilfellum. „Óheppilegt orðalag“ í svörum til viðskiptavina endurspegli ekki afstöðu bankans með réttum hætti.

Viðskipti innlent

Telur furðu­legt að „banki allra lands­manna“ veiti ekki íbúðalán í dreif­býli

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að Landsbankinn hafi dregið í land með fyrirhugaða lánveitingu vegna „ágalla“ sem heimili ekki veitingu íbúðarláns. Ágallinn sem þar er vísað til er sá að húsnæðið er staðsett í dreifbýli. Fréttastofa kallaði í framhaldinu eftir svörum frá Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka um lánareglur bankanna hvað lýtur að íbúðalánum í dreifbýli.

Viðskipti innlent