Breytt viðhorf til varnarliðsins 12. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nær helmingur þjóðarinnar virðist ekki deila áhyggjum af framtíð varnarliðsins í Keflavík með ríkisstjórninni. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um helgina og birtir í dag er tæplega helmingur kjósenda sáttur við að herinn fari úr landi. Rúmur meirihluti er hins vegar ósáttur við brottför hersins. Athygli vekur umtalsverður munur sem er á afstöðu karla og kvenna. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að fleiri konur en karlar væru sáttar við brottför hersins en könnunin leiðir í ljós að þessu er öfugt farið. Ef miðað er við þá sem afstöðu tóku eru 54% karla sáttir við að herinn fari úr landi en aðeins um 41% kvenna. Það er einnig eftirtektarvert að meiri áhyggjur eru af brottför hersins úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þessar vekja fleiri spurningar en þær svara um viðhorf þjóðarinnar til hersins og varna í landinu. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvað lesa megi í ólík svör karla og kvenna annarsvegar og höfuðborgar og landsbyggðar hinsvegar. Ólíklegt verður að telja að konur séu orðnar herskárri eða meiri valkyrjur en áður. Og ekki blasir við hvers vegna landsbyggðarfólk ætti að hafa meiri áhyggjur af öryggi landsins og vörnum en fólk í þéttbýli. Líklegasta skýringin er að hér séu atvinnumálin að spila inn í svör fólks. Konur hafi meiri áhyggjur en karlar af atvinnuleysi og samdrætti sem lokun varnarstöðvarinnar hefði í för með sér. Sömu áhyggjur gætu skýrt viðhorfin á landsbyggðinni; þar eru atvinnumálin líklega oftar daglegt umhugsunarefni fólks en á höfuðborgarsvæðinu. Séu þetta réttar ályktanir af niðurstöðu skoðanakönnunarinnar er stór hluti þjóðarinnar farinn að líta á bandaríska herinn sem atvinnu- og afkomumál fremur en öryggisatriði. Það kemur ekki á óvart miðað við þá athygli sem atvinnumál Suðurnesjamanna hafa fengið í tengslum við umræður um fækkun í varnarliðinu og brottför F-15 orrustuþotnanna. Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar og George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku var að því leyti vonbrigði að þar skýrðust ekki línur um framtíð varnarliðsins. Íslensk stjórnvöld hafa enga tryggingu fyrir óbreyttu ástandi í Keflavík og ekkert liggur fyrir um það hvað Bandaríkjamenn ætlast fyrir. Frá sjónarmiði þeirra, sem telja mikilvægt að bandaríska varnarliðið verði hér áfram, felst gagnið í fundinum í því að Íslendingar fá að minnsta kosti lengri umþóttunartíma og möguleiki virðist á því að finna nýjan flöt á áframhaldandi varnarsamstarfi þjóðanna. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að þeim fer fjölgandi sem ekki hafa sannfæringu fyrir því að bandaríski herinn hafi þýðingu fyrir varnir landsins og telja jafnframt að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af atvinnulífinu fari herinn á brott. Eftir sem áður er ósvarað þeirri spurningu hvernig við Íslendingar eigum að tryggja öryggi okkar og landvarnir til frambúðar. Réttmætt er að finna að því að stjórnvöld hafi ekki fyrir löngu hafið undirbúning að aðlögun að þeim breytingum á varnarsamstarfinu sem fyrirsjáanlegar hafa verið um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nær helmingur þjóðarinnar virðist ekki deila áhyggjum af framtíð varnarliðsins í Keflavík með ríkisstjórninni. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um helgina og birtir í dag er tæplega helmingur kjósenda sáttur við að herinn fari úr landi. Rúmur meirihluti er hins vegar ósáttur við brottför hersins. Athygli vekur umtalsverður munur sem er á afstöðu karla og kvenna. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að fleiri konur en karlar væru sáttar við brottför hersins en könnunin leiðir í ljós að þessu er öfugt farið. Ef miðað er við þá sem afstöðu tóku eru 54% karla sáttir við að herinn fari úr landi en aðeins um 41% kvenna. Það er einnig eftirtektarvert að meiri áhyggjur eru af brottför hersins úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þessar vekja fleiri spurningar en þær svara um viðhorf þjóðarinnar til hersins og varna í landinu. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvað lesa megi í ólík svör karla og kvenna annarsvegar og höfuðborgar og landsbyggðar hinsvegar. Ólíklegt verður að telja að konur séu orðnar herskárri eða meiri valkyrjur en áður. Og ekki blasir við hvers vegna landsbyggðarfólk ætti að hafa meiri áhyggjur af öryggi landsins og vörnum en fólk í þéttbýli. Líklegasta skýringin er að hér séu atvinnumálin að spila inn í svör fólks. Konur hafi meiri áhyggjur en karlar af atvinnuleysi og samdrætti sem lokun varnarstöðvarinnar hefði í för með sér. Sömu áhyggjur gætu skýrt viðhorfin á landsbyggðinni; þar eru atvinnumálin líklega oftar daglegt umhugsunarefni fólks en á höfuðborgarsvæðinu. Séu þetta réttar ályktanir af niðurstöðu skoðanakönnunarinnar er stór hluti þjóðarinnar farinn að líta á bandaríska herinn sem atvinnu- og afkomumál fremur en öryggisatriði. Það kemur ekki á óvart miðað við þá athygli sem atvinnumál Suðurnesjamanna hafa fengið í tengslum við umræður um fækkun í varnarliðinu og brottför F-15 orrustuþotnanna. Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar og George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku var að því leyti vonbrigði að þar skýrðust ekki línur um framtíð varnarliðsins. Íslensk stjórnvöld hafa enga tryggingu fyrir óbreyttu ástandi í Keflavík og ekkert liggur fyrir um það hvað Bandaríkjamenn ætlast fyrir. Frá sjónarmiði þeirra, sem telja mikilvægt að bandaríska varnarliðið verði hér áfram, felst gagnið í fundinum í því að Íslendingar fá að minnsta kosti lengri umþóttunartíma og möguleiki virðist á því að finna nýjan flöt á áframhaldandi varnarsamstarfi þjóðanna. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að þeim fer fjölgandi sem ekki hafa sannfæringu fyrir því að bandaríski herinn hafi þýðingu fyrir varnir landsins og telja jafnframt að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af atvinnulífinu fari herinn á brott. Eftir sem áður er ósvarað þeirri spurningu hvernig við Íslendingar eigum að tryggja öryggi okkar og landvarnir til frambúðar. Réttmætt er að finna að því að stjórnvöld hafi ekki fyrir löngu hafið undirbúning að aðlögun að þeim breytingum á varnarsamstarfinu sem fyrirsjáanlegar hafa verið um árabil.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun