Ríkið og almenningssamgöngur 16. júlí 2004 00:01 Skiptar skoðanir - Ríkið og almenningssamgöngur Katrín Jakobsdóttir Eitt mesta umhverfisvandamál sem blasir við Evrópu nú er loftmengun. Stór hluti hennar tengist sívaxandi umferð einkabíla og flutningabíla. Mjög víða í Evrópu hefur hlutfall almenningssamgangna farið minnkandi nema þar sem hið opinbera hefur gripið í taumana og ráðist í markvissar aðgerði til að bæta þjónustuna.Almenningssamgöngur lúta öðrum lögmálum en t.d. leigubílarekstur. Þær eru umhverfisvænni ferðakostur enda snúast þær um að koma mörgum í einu á milli staða í einu farartæki. Þær eru ennfremur nokkuð dýr rekstur þar sem í almenningssamgöngum verður að þjóna öllum á tilteknu svæði. Að sama skapi verða almenningssamgöngur að vera ódýrar fyrir notendur til að þær verði raunhæfur valkostur við einkabílinn. Stjórnvöld græða samt á því að efla almenningssamgöngur þar sem þau geta þannig sparað umfangsmikinn gatnagerðarkostnað fyrir sífellt fleiri bíla og dregið verulega úr loftmengun og þannig aukið lífsgæði borgaranna. Þar sem ráðist hefur verið í að efla almenningssamgöngur í Evrópu, t.d. með bættri þjónustu, léttlestum og öðru slíku, má sjá ótrúlegar breytingar á ferðamynstri en hlutfall þeirra sem velja almenningssamgöngur hefur tvö-til þrefaldast. Að sama skapi hefur einkavæðing almenningssamgangna víða mistekist og má nefna það þegar Thatcher einkavæddi bresku lestirnar með skelfilegum afleiðingum og hefur nú hluti kerfisins sem lýtur að þjónustu og eftirliti með lestum verið færður að nýju til hins opinbera. Hið opinbera á því tvímælalaust að reka almenningssamgöngur og leggja metnað í það enda hlutfallslega umhverfisvænn samgöngumáti.Friðbjörn Orri Ketilsson Almenningssamgöngur eru mörgum mikilvægar og sumum jafnvel svo mikilvægar að þeir kæmust hvorki til vinnu né í búðina án þeirra. Því er mikilvægt að haga fyrirkomulagi þeirra svo að sem best þjónusta fáist á sem lægstu verði. Eðli þess að reka strætisvagna, lestir eða aðrar tegundir samgöngukerfa er það sama og í öllum rekstri. Lágmarka þarf kostnað og gera sem best við viðskiptavini svo að þeir haldi viðskiptum sínum áfram. Þar sem ríkiseinokun er á rekstrinum hafa neytendur ekki val um neitt nema hið ríkisrekna kerfi sama hversu slæmt það kann að vera. Það er svo að ríkisreknar samgöngur eru niðurgreiddar með skattfé og því ljóst að þeir eru látnir niðurgreiða þjónustuna sem e.t.v. ekki nota hana. Eðlilegt er að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana. Það hlýtur því að teljast ranglátt að skattgreiðslur leigubílstjórans séu notaðar til að niðurgreiða rekstur strætisvagna sem beinlínis hafa af honum viðskipti og draga úr tekjum hans. Það er einnig mjög mikilvægt að ríkið hætti niðurgreiðslum á tiltekinni þjónustu svo markaðurinn geti fundið út hvaða þjónusta hentar best hverju sinni. Svo kann að vera að kostnaður við ferð með strætisvagni sé alltof mikill og hagkvæmara sé að taka leigubíl. Einnig getur verið hagkvæmara að eiga bíl en að taka leigubíl og svo mætti lengi telja. Til að skynsamleg ákvörðun sé tekin hverju sinni þarf kostnaður að vera neytendum ljós. Með þeim hætti næst sem best nálgun við hagkvæmustu niðurstöðuna hverju sinni. Ríkisreknar samgöngur ættu að heyra sögunni til - rétt eins og ríkisreknar ferðaskrifstofur, útgerðarfyrirtæki, flugfélög eða matvöruverslanir sem eru aðeins til minningar sem um liðinn tíma. Einkaframtak og aukið frelsi er vænlegra til árangurs en ríkisrekstur.Katrín Jakobsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skiptar skoðanir - Ríkið og almenningssamgöngur Katrín Jakobsdóttir Eitt mesta umhverfisvandamál sem blasir við Evrópu nú er loftmengun. Stór hluti hennar tengist sívaxandi umferð einkabíla og flutningabíla. Mjög víða í Evrópu hefur hlutfall almenningssamgangna farið minnkandi nema þar sem hið opinbera hefur gripið í taumana og ráðist í markvissar aðgerði til að bæta þjónustuna.Almenningssamgöngur lúta öðrum lögmálum en t.d. leigubílarekstur. Þær eru umhverfisvænni ferðakostur enda snúast þær um að koma mörgum í einu á milli staða í einu farartæki. Þær eru ennfremur nokkuð dýr rekstur þar sem í almenningssamgöngum verður að þjóna öllum á tilteknu svæði. Að sama skapi verða almenningssamgöngur að vera ódýrar fyrir notendur til að þær verði raunhæfur valkostur við einkabílinn. Stjórnvöld græða samt á því að efla almenningssamgöngur þar sem þau geta þannig sparað umfangsmikinn gatnagerðarkostnað fyrir sífellt fleiri bíla og dregið verulega úr loftmengun og þannig aukið lífsgæði borgaranna. Þar sem ráðist hefur verið í að efla almenningssamgöngur í Evrópu, t.d. með bættri þjónustu, léttlestum og öðru slíku, má sjá ótrúlegar breytingar á ferðamynstri en hlutfall þeirra sem velja almenningssamgöngur hefur tvö-til þrefaldast. Að sama skapi hefur einkavæðing almenningssamgangna víða mistekist og má nefna það þegar Thatcher einkavæddi bresku lestirnar með skelfilegum afleiðingum og hefur nú hluti kerfisins sem lýtur að þjónustu og eftirliti með lestum verið færður að nýju til hins opinbera. Hið opinbera á því tvímælalaust að reka almenningssamgöngur og leggja metnað í það enda hlutfallslega umhverfisvænn samgöngumáti.Friðbjörn Orri Ketilsson Almenningssamgöngur eru mörgum mikilvægar og sumum jafnvel svo mikilvægar að þeir kæmust hvorki til vinnu né í búðina án þeirra. Því er mikilvægt að haga fyrirkomulagi þeirra svo að sem best þjónusta fáist á sem lægstu verði. Eðli þess að reka strætisvagna, lestir eða aðrar tegundir samgöngukerfa er það sama og í öllum rekstri. Lágmarka þarf kostnað og gera sem best við viðskiptavini svo að þeir haldi viðskiptum sínum áfram. Þar sem ríkiseinokun er á rekstrinum hafa neytendur ekki val um neitt nema hið ríkisrekna kerfi sama hversu slæmt það kann að vera. Það er svo að ríkisreknar samgöngur eru niðurgreiddar með skattfé og því ljóst að þeir eru látnir niðurgreiða þjónustuna sem e.t.v. ekki nota hana. Eðlilegt er að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana. Það hlýtur því að teljast ranglátt að skattgreiðslur leigubílstjórans séu notaðar til að niðurgreiða rekstur strætisvagna sem beinlínis hafa af honum viðskipti og draga úr tekjum hans. Það er einnig mjög mikilvægt að ríkið hætti niðurgreiðslum á tiltekinni þjónustu svo markaðurinn geti fundið út hvaða þjónusta hentar best hverju sinni. Svo kann að vera að kostnaður við ferð með strætisvagni sé alltof mikill og hagkvæmara sé að taka leigubíl. Einnig getur verið hagkvæmara að eiga bíl en að taka leigubíl og svo mætti lengi telja. Til að skynsamleg ákvörðun sé tekin hverju sinni þarf kostnaður að vera neytendum ljós. Með þeim hætti næst sem best nálgun við hagkvæmustu niðurstöðuna hverju sinni. Ríkisreknar samgöngur ættu að heyra sögunni til - rétt eins og ríkisreknar ferðaskrifstofur, útgerðarfyrirtæki, flugfélög eða matvöruverslanir sem eru aðeins til minningar sem um liðinn tíma. Einkaframtak og aukið frelsi er vænlegra til árangurs en ríkisrekstur.Katrín Jakobsdóttir
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar