Málefnin eru mikilvægust 20. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ef fjölmiðlar legðu megináherslu á að fjalla um það sem skynsamir menn og vel upplýstir teldu viðeigandi og létu goluþyt og hjóm í þjóðfélaginu eiga sig væri ásýnd þeirra áreiðanlegri og virðulegri en hún er og innihaldið vitsmunalegra. Í stað þess að eyða hverjum fréttatímanum á fætur öðrum og hverri fréttasíðunni á eftir annarri í eltingarleik við og spurningakeppni um hvaða ráðherra Framsóknarflokksins víkur úr ríkisstjórninni í haust, svo dæmi sé tekið um offlutta frétt að undanförnu, mundu þeir leggja megináherslu á að segja okkur hvaða stefnumál ríkisstjórnin hefði í undirbúningi og hver áhrif núverandi og væntanleg málefni hefðu á hag lands og þjóðar. En á þessu máli eru tvær hliðar. Taki fjölmiðlar virðuleikann og alvöruna fram yfir það hlutverk sitt að endurspegla tíðaranda, raunverulega viðburði og umhugsunarefni fólksins í landinu er hætt við að þeir verði viðskila við lesendur og áheyrendur. Það er fleira sem skiptir máli í mannlífinu en það sem er vitsmunalegt í skilningi gáfumanna. Hégómi okkar, metnaður og metorðagirnd - sem líka má kalla staðfastan vilja til að vera öðrum fyrirmynd og láta gott af sér leiða - er ekkert síður verðugt umfjöllunarefni fjölmiðla en hið "málefnalega", sem svo er kallað. Fjölmiðlar eru skuggsjá þjóðar og þjóðfélags og verða aldrei merkilegri en við erum sjálf. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að kastljós fjölmiðla hafi að undanförnu beinst að "ráðherrakapli" Framsóknarflokksins. Þar hefur nokkurt drama verið í gangi sem stigmagnast hefur að hætti góðs sviðsverks undanfarnar vikur; tekist er á um völd og áhrif einstakra manna. Og með góðum vilja hefur mátt lesa í átökin dýpri merkingu; átök kynslóðanna en þó einkum kynjanna. Þetta er efni sem höfðar til alls venjulegs fólks, líka til gáfumannanna, þótt þeir kunni að reyna að dylja það. En þessi umfjöllun fjölmiðlanna á þó ekki að þurfa að beina athyglinni frá því að auðvitað skiptir það á endanum meira máli hvað umhverfisráðherra gerir en hver hann - eða hún - er. Siv Friðleifsdóttir hefur átt sínar góðu stundir í umhverfisráðuneytinu þótt ekki hafi öll verk hennar verið jafn uppörvandi. Enginn neitar því að hún hefur sem einstaklingur og kona á ýmsan hátt sett mark sitt á málefnaflokkinn og skapað sér ákveðna sérstöðu og stíl. Slíkt eru atriði sem skipta máli en hitt vegur þó þyngra hvernig hinum eiginlegu umhverfismálum vegnar í veruleikanum. Ekki eru mörg ár síðan umhverfisráðuneytið sem slíkt var aðhlátursefni í stjórnmálum en til allrar hamingju eru þeir dagar liðnir. Allir viðurkenna að umhverfismálin eru meðal brýnustu viðfangsefna þjóðanna, Íslendinga sem annarra. Einstakir menn og konur glæða það vissulega lit og lífi hvernig þau eru meðhöndluð en hitt þarf þó frekar að vera í brennidepli hvað gert er, hvernig og hvenær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ef fjölmiðlar legðu megináherslu á að fjalla um það sem skynsamir menn og vel upplýstir teldu viðeigandi og létu goluþyt og hjóm í þjóðfélaginu eiga sig væri ásýnd þeirra áreiðanlegri og virðulegri en hún er og innihaldið vitsmunalegra. Í stað þess að eyða hverjum fréttatímanum á fætur öðrum og hverri fréttasíðunni á eftir annarri í eltingarleik við og spurningakeppni um hvaða ráðherra Framsóknarflokksins víkur úr ríkisstjórninni í haust, svo dæmi sé tekið um offlutta frétt að undanförnu, mundu þeir leggja megináherslu á að segja okkur hvaða stefnumál ríkisstjórnin hefði í undirbúningi og hver áhrif núverandi og væntanleg málefni hefðu á hag lands og þjóðar. En á þessu máli eru tvær hliðar. Taki fjölmiðlar virðuleikann og alvöruna fram yfir það hlutverk sitt að endurspegla tíðaranda, raunverulega viðburði og umhugsunarefni fólksins í landinu er hætt við að þeir verði viðskila við lesendur og áheyrendur. Það er fleira sem skiptir máli í mannlífinu en það sem er vitsmunalegt í skilningi gáfumanna. Hégómi okkar, metnaður og metorðagirnd - sem líka má kalla staðfastan vilja til að vera öðrum fyrirmynd og láta gott af sér leiða - er ekkert síður verðugt umfjöllunarefni fjölmiðla en hið "málefnalega", sem svo er kallað. Fjölmiðlar eru skuggsjá þjóðar og þjóðfélags og verða aldrei merkilegri en við erum sjálf. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að kastljós fjölmiðla hafi að undanförnu beinst að "ráðherrakapli" Framsóknarflokksins. Þar hefur nokkurt drama verið í gangi sem stigmagnast hefur að hætti góðs sviðsverks undanfarnar vikur; tekist er á um völd og áhrif einstakra manna. Og með góðum vilja hefur mátt lesa í átökin dýpri merkingu; átök kynslóðanna en þó einkum kynjanna. Þetta er efni sem höfðar til alls venjulegs fólks, líka til gáfumannanna, þótt þeir kunni að reyna að dylja það. En þessi umfjöllun fjölmiðlanna á þó ekki að þurfa að beina athyglinni frá því að auðvitað skiptir það á endanum meira máli hvað umhverfisráðherra gerir en hver hann - eða hún - er. Siv Friðleifsdóttir hefur átt sínar góðu stundir í umhverfisráðuneytinu þótt ekki hafi öll verk hennar verið jafn uppörvandi. Enginn neitar því að hún hefur sem einstaklingur og kona á ýmsan hátt sett mark sitt á málefnaflokkinn og skapað sér ákveðna sérstöðu og stíl. Slíkt eru atriði sem skipta máli en hitt vegur þó þyngra hvernig hinum eiginlegu umhverfismálum vegnar í veruleikanum. Ekki eru mörg ár síðan umhverfisráðuneytið sem slíkt var aðhlátursefni í stjórnmálum en til allrar hamingju eru þeir dagar liðnir. Allir viðurkenna að umhverfismálin eru meðal brýnustu viðfangsefna þjóðanna, Íslendinga sem annarra. Einstakir menn og konur glæða það vissulega lit og lífi hvernig þau eru meðhöndluð en hitt þarf þó frekar að vera í brennidepli hvað gert er, hvernig og hvenær.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar