Málefnin eru mikilvægust 20. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ef fjölmiðlar legðu megináherslu á að fjalla um það sem skynsamir menn og vel upplýstir teldu viðeigandi og létu goluþyt og hjóm í þjóðfélaginu eiga sig væri ásýnd þeirra áreiðanlegri og virðulegri en hún er og innihaldið vitsmunalegra. Í stað þess að eyða hverjum fréttatímanum á fætur öðrum og hverri fréttasíðunni á eftir annarri í eltingarleik við og spurningakeppni um hvaða ráðherra Framsóknarflokksins víkur úr ríkisstjórninni í haust, svo dæmi sé tekið um offlutta frétt að undanförnu, mundu þeir leggja megináherslu á að segja okkur hvaða stefnumál ríkisstjórnin hefði í undirbúningi og hver áhrif núverandi og væntanleg málefni hefðu á hag lands og þjóðar. En á þessu máli eru tvær hliðar. Taki fjölmiðlar virðuleikann og alvöruna fram yfir það hlutverk sitt að endurspegla tíðaranda, raunverulega viðburði og umhugsunarefni fólksins í landinu er hætt við að þeir verði viðskila við lesendur og áheyrendur. Það er fleira sem skiptir máli í mannlífinu en það sem er vitsmunalegt í skilningi gáfumanna. Hégómi okkar, metnaður og metorðagirnd - sem líka má kalla staðfastan vilja til að vera öðrum fyrirmynd og láta gott af sér leiða - er ekkert síður verðugt umfjöllunarefni fjölmiðla en hið "málefnalega", sem svo er kallað. Fjölmiðlar eru skuggsjá þjóðar og þjóðfélags og verða aldrei merkilegri en við erum sjálf. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að kastljós fjölmiðla hafi að undanförnu beinst að "ráðherrakapli" Framsóknarflokksins. Þar hefur nokkurt drama verið í gangi sem stigmagnast hefur að hætti góðs sviðsverks undanfarnar vikur; tekist er á um völd og áhrif einstakra manna. Og með góðum vilja hefur mátt lesa í átökin dýpri merkingu; átök kynslóðanna en þó einkum kynjanna. Þetta er efni sem höfðar til alls venjulegs fólks, líka til gáfumannanna, þótt þeir kunni að reyna að dylja það. En þessi umfjöllun fjölmiðlanna á þó ekki að þurfa að beina athyglinni frá því að auðvitað skiptir það á endanum meira máli hvað umhverfisráðherra gerir en hver hann - eða hún - er. Siv Friðleifsdóttir hefur átt sínar góðu stundir í umhverfisráðuneytinu þótt ekki hafi öll verk hennar verið jafn uppörvandi. Enginn neitar því að hún hefur sem einstaklingur og kona á ýmsan hátt sett mark sitt á málefnaflokkinn og skapað sér ákveðna sérstöðu og stíl. Slíkt eru atriði sem skipta máli en hitt vegur þó þyngra hvernig hinum eiginlegu umhverfismálum vegnar í veruleikanum. Ekki eru mörg ár síðan umhverfisráðuneytið sem slíkt var aðhlátursefni í stjórnmálum en til allrar hamingju eru þeir dagar liðnir. Allir viðurkenna að umhverfismálin eru meðal brýnustu viðfangsefna þjóðanna, Íslendinga sem annarra. Einstakir menn og konur glæða það vissulega lit og lífi hvernig þau eru meðhöndluð en hitt þarf þó frekar að vera í brennidepli hvað gert er, hvernig og hvenær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ef fjölmiðlar legðu megináherslu á að fjalla um það sem skynsamir menn og vel upplýstir teldu viðeigandi og létu goluþyt og hjóm í þjóðfélaginu eiga sig væri ásýnd þeirra áreiðanlegri og virðulegri en hún er og innihaldið vitsmunalegra. Í stað þess að eyða hverjum fréttatímanum á fætur öðrum og hverri fréttasíðunni á eftir annarri í eltingarleik við og spurningakeppni um hvaða ráðherra Framsóknarflokksins víkur úr ríkisstjórninni í haust, svo dæmi sé tekið um offlutta frétt að undanförnu, mundu þeir leggja megináherslu á að segja okkur hvaða stefnumál ríkisstjórnin hefði í undirbúningi og hver áhrif núverandi og væntanleg málefni hefðu á hag lands og þjóðar. En á þessu máli eru tvær hliðar. Taki fjölmiðlar virðuleikann og alvöruna fram yfir það hlutverk sitt að endurspegla tíðaranda, raunverulega viðburði og umhugsunarefni fólksins í landinu er hætt við að þeir verði viðskila við lesendur og áheyrendur. Það er fleira sem skiptir máli í mannlífinu en það sem er vitsmunalegt í skilningi gáfumanna. Hégómi okkar, metnaður og metorðagirnd - sem líka má kalla staðfastan vilja til að vera öðrum fyrirmynd og láta gott af sér leiða - er ekkert síður verðugt umfjöllunarefni fjölmiðla en hið "málefnalega", sem svo er kallað. Fjölmiðlar eru skuggsjá þjóðar og þjóðfélags og verða aldrei merkilegri en við erum sjálf. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að kastljós fjölmiðla hafi að undanförnu beinst að "ráðherrakapli" Framsóknarflokksins. Þar hefur nokkurt drama verið í gangi sem stigmagnast hefur að hætti góðs sviðsverks undanfarnar vikur; tekist er á um völd og áhrif einstakra manna. Og með góðum vilja hefur mátt lesa í átökin dýpri merkingu; átök kynslóðanna en þó einkum kynjanna. Þetta er efni sem höfðar til alls venjulegs fólks, líka til gáfumannanna, þótt þeir kunni að reyna að dylja það. En þessi umfjöllun fjölmiðlanna á þó ekki að þurfa að beina athyglinni frá því að auðvitað skiptir það á endanum meira máli hvað umhverfisráðherra gerir en hver hann - eða hún - er. Siv Friðleifsdóttir hefur átt sínar góðu stundir í umhverfisráðuneytinu þótt ekki hafi öll verk hennar verið jafn uppörvandi. Enginn neitar því að hún hefur sem einstaklingur og kona á ýmsan hátt sett mark sitt á málefnaflokkinn og skapað sér ákveðna sérstöðu og stíl. Slíkt eru atriði sem skipta máli en hitt vegur þó þyngra hvernig hinum eiginlegu umhverfismálum vegnar í veruleikanum. Ekki eru mörg ár síðan umhverfisráðuneytið sem slíkt var aðhlátursefni í stjórnmálum en til allrar hamingju eru þeir dagar liðnir. Allir viðurkenna að umhverfismálin eru meðal brýnustu viðfangsefna þjóðanna, Íslendinga sem annarra. Einstakir menn og konur glæða það vissulega lit og lífi hvernig þau eru meðhöndluð en hitt þarf þó frekar að vera í brennidepli hvað gert er, hvernig og hvenær.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun