Magn eða gæði? 29. desember 2004 00:01 Hið árlega jólabókaflóð hefur verið með hvassara móti þetta árið en oft áður. Auglýsingaherferðir hafa verið skrumkenndari og óvægnari en hingað til hefur sést og samkeppnin virðist í allan stað harðari, bæði hvað varðar innlend skáldverk og þýdd. Það var mikið gefið út af bókum núna og má segja að að árið hafi fremur einkennst af magni en gæðum, svona stórt á litið. Við sem höfum verið að lesa, ekki til að dæma bækurnar, heldur vegna þess að við getum ekki annað, höfum verið eins og hakkamaskínur til þess að komast yfir ósköpin og höfum kannski nokkuð aðra skoðun á því hvaða bækur ættu að vera tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - eða Bókmennta-Edduna. Það er eiginlega einkennilegt að aðrir en forleggjarar Eddu miðlunar skuli nenna að taka þátt í þessum verðlaunaskrípaleik ár eftir ár því slagsíðan hefur sjaldan verið eins áberandi og nú. Átta af tíu bókum sem tilnefndar eru, eru gefnar út hjá Eddu miðlun. Þess vegna verður hver og einn að koma sér upp sínum eigin lista og minn tilnefningalisti yfir skáldverk liti svona út: Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson, Karitas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Flóttinn eftir Sindra Freysson, Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson og Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson. Hvað fræði og bækur almenns efnis, hefði ég valið Halldór eftir Halldór Guðmundsson, Barn að eiliífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson, Héðinn eftir Matthías Viðar Sæmundsson, Íslendinga eftir Unni Jökulsdóttur og Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson. Ekki þar fyrir, það eru fleiri bækur all athyglisverðar. Skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Hér, verðlaunasaga Auðar Ólafsdóttur, Rigning í nóvember, Rauð mold eftir Úlfar Þormóðsson og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson eru allt skáldsögur sem eru þaulhugsaðar, vel skrifaðar og virkilega ánægjulegar aflestrar. Einnig komu ýmsir yngri höfundar á óvart, einkum Steinar Bragi með Sólskinsfólkið, Hermann Stefánsson með Níu þjófalykla - og ekki síst Jökull Valsson með Börnin í Húmdölum. Sá síðastnefndi er höfundur sem spennandi verður að fylgjast með á komandi árum. Þessi fyrsta bók hans, einstök og alíslensk hrollvekja, lofar það góðu að líklega þarf enginn að óttast að hann leggi pennann á hilluna. Það merkilega er að bækur þessara yngri höfunda hafa lítið verið í umræðunni á meðan flóðbylgjan gekk yfir. Kannski er það kostur fyrir þá. Almenningur fær þá að uppgötva þá í rólegheitum - og fátt er skemmtilegra en að uppgötva perlur sem maður hefur, af einhverjum ástæðum, misst af í lífsins gauragangi. Af þýddum skáldsögum verður að segjast eins og er að þar eru þrjár bækur í sérflokki: Belladonna skjalið, Englar og djöflar og Dante klúbburinn - og í þessari röð. Ég fer ekki ofan af því að mér fannst Belladonna skjalið best af þeim þremur - sem er smekksatriði, en um það snýst þetta jú allt. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hið árlega jólabókaflóð hefur verið með hvassara móti þetta árið en oft áður. Auglýsingaherferðir hafa verið skrumkenndari og óvægnari en hingað til hefur sést og samkeppnin virðist í allan stað harðari, bæði hvað varðar innlend skáldverk og þýdd. Það var mikið gefið út af bókum núna og má segja að að árið hafi fremur einkennst af magni en gæðum, svona stórt á litið. Við sem höfum verið að lesa, ekki til að dæma bækurnar, heldur vegna þess að við getum ekki annað, höfum verið eins og hakkamaskínur til þess að komast yfir ósköpin og höfum kannski nokkuð aðra skoðun á því hvaða bækur ættu að vera tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - eða Bókmennta-Edduna. Það er eiginlega einkennilegt að aðrir en forleggjarar Eddu miðlunar skuli nenna að taka þátt í þessum verðlaunaskrípaleik ár eftir ár því slagsíðan hefur sjaldan verið eins áberandi og nú. Átta af tíu bókum sem tilnefndar eru, eru gefnar út hjá Eddu miðlun. Þess vegna verður hver og einn að koma sér upp sínum eigin lista og minn tilnefningalisti yfir skáldverk liti svona út: Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson, Karitas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Flóttinn eftir Sindra Freysson, Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson og Bítlaávarpið eftir Einar Má Guðmundsson. Hvað fræði og bækur almenns efnis, hefði ég valið Halldór eftir Halldór Guðmundsson, Barn að eiliífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson, Héðinn eftir Matthías Viðar Sæmundsson, Íslendinga eftir Unni Jökulsdóttur og Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson. Ekki þar fyrir, það eru fleiri bækur all athyglisverðar. Skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, Hér, verðlaunasaga Auðar Ólafsdóttur, Rigning í nóvember, Rauð mold eftir Úlfar Þormóðsson og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson eru allt skáldsögur sem eru þaulhugsaðar, vel skrifaðar og virkilega ánægjulegar aflestrar. Einnig komu ýmsir yngri höfundar á óvart, einkum Steinar Bragi með Sólskinsfólkið, Hermann Stefánsson með Níu þjófalykla - og ekki síst Jökull Valsson með Börnin í Húmdölum. Sá síðastnefndi er höfundur sem spennandi verður að fylgjast með á komandi árum. Þessi fyrsta bók hans, einstök og alíslensk hrollvekja, lofar það góðu að líklega þarf enginn að óttast að hann leggi pennann á hilluna. Það merkilega er að bækur þessara yngri höfunda hafa lítið verið í umræðunni á meðan flóðbylgjan gekk yfir. Kannski er það kostur fyrir þá. Almenningur fær þá að uppgötva þá í rólegheitum - og fátt er skemmtilegra en að uppgötva perlur sem maður hefur, af einhverjum ástæðum, misst af í lífsins gauragangi. Af þýddum skáldsögum verður að segjast eins og er að þar eru þrjár bækur í sérflokki: Belladonna skjalið, Englar og djöflar og Dante klúbburinn - og í þessari röð. Ég fer ekki ofan af því að mér fannst Belladonna skjalið best af þeim þremur - sem er smekksatriði, en um það snýst þetta jú allt. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun