Friðsældin framundan 23. nóvember 2005 06:00 Brátt verður búið að ryðja byggð úr vegi Reykjavíkur og rýma fyrir mislægum gatnamótum. Því er rétt, áður en við brunum öll endanlega austur nýju Hringbrautina, út á Leifsstöð og burt, að athuga hver það er sem erfir land, hvaða mann landneminn hefur að geyma, ef svo má segja. Hvað eru mislæg gatnamót? 1. Mislæg gatnamót eru fullkomnun þeirrar vegagerðar sem sjálf skapar fjarlægðirnar sem hún yfirstígur. Þannig hefur verið sýnt fram á að ef göngu- og hjólabrautir kæmu í stað vega innan höfuðborgarsvæðisins styttust fjarlægðir milli húsa svo að göngufært yrði á milli enda borgarinnar á tíu mínútum. Sem er umtalsvert styttri tími en tekur að ganga yfir meðalstórt bílastæði. 2. Mislæg gatnamót birtast þar sem áður voru krossgötur. Á krossgötum mátti standa, anda, horfa til allra átta, og ákveða svo hvert leiðinni væri heitið og hefði djöfullinn eitthvað til málanna að leggja var honum það fúst og frjálst. Á mislægum gatnamótum er ekki tóm til að staldra við og tala við djöfla. 3. Einhver orðaði það eitt sinn svo að helvíti væri hinir - í öllu falli eru djöflarnir hinir. Mislæg gatnamót eru einmitt til þess gerð að enginn þurfi nokkru sinni að verða var við aðra. Mislæg gatnamót gera mögulegt að ferðast milli vinnu, heimilis og verslana án þess að staðnæmast einu sinni á rauðu ljósi meðan aðrir fara hjá. Mislæg gatnamót eru að því leyti fullkomnun og endastöð þeirrar rökvísi einkabílsins að samneyti við ókunnuga sé til trafala, óþægilegt eins og sígarettureykur, og þeir, aðrir, séu betur geymdir í sjónvarpinu. 4. Mislæg gatnamót eru yfirlýsing um endalok stjórnmála og sögu, ytri mörk línulegs tíma, og fögnuður þeirrar nýju rökvísi að til að komast til hægri skuli maður beygja til vinstri. Til að rugla ekki þá í ríminu sem gætu þurft að yfirgefa bíla sína um stundarsakir og ganga, til dæmis vegna vélarbilunar, hefur sama rökvísi nú verið heimfærð á nýja hönnun göngubrúa, sem berja má augum í Vatnsmýri - rétta leiðin yfir Hringbraut er burt frá henni. 5. Mislæg gatnamót eru manndómsvígsla, þar duga menn eða hika, tapa og drepast. Sá sem ekki tekur rétta hægribeygju á leið sinni til vinstri veit ekki fyrr en hann er lentur í Mosfellsbæ. Sú saga er raunar sögð að láti maður kylfu ráða kasti og gæti ekki að því hvar og hvenær maður beygi á gatnamótum borgarinnar endi maður undantekningarlaust á bílastæðinu við Smáralind. 6. Mislæg gatnamót eru manifestó, yfirlýsing, og þau segja: það er ekki leiðin eða ferðalagið sem skiptir máli, heldur aðeins áfangastaðurinn. Aðeins áfangastaðurinn. Á leiðinni er enda bara útvarp, á áfangastaðnum verður þráðlaust net og dvd spilari. 7. Mislæg gatnamót eru sjálfsprottin, þau reisa sig sjálf í nokkurs lags spíralhreyfingu gegnum skrifræði, fjármagn og mýrlendi, án þess mannshöndin komi þar nokkurs staðar nálægt. Hafi mannshönd komið þar nálægt, til dæmis hönd gatnamálastjóra, skipulagsfræðings, hendur nefnda eða verkfræðinga, munu þeir vilja koma fleiri mislægum gatnamótum upp þar til engin leið er að rata um borgina, inn í hana eða út úr henni, svo þeir finnist aldrei, aldrei nokkurn tíma, heldur geti andað rólega einhvers staðar á milli vega. Þeir munu vita hvenær við erum farin og þeir geta um frjálst höfuð strokið, það mun birtast í fréttum. 8. Eins og gatnamótin sjá að mestu, ef ekki öllu, leyti um sig sjálf munu bílarnir vafalaust halda áfram að sprella um göturnar þegar við erum farin - og útvarpsstöðvum mun trúlega ganga ágætlega að fylla dagskrárbilin á milli auglýsinga, þó mannskepnurnar hypji sig. 9. Það fer tvennum sögum af því hvort mislæg gatnamót voru veitt með fulltingi djöfulsins og því hafi hann svo hljótt um sig núna að fáu sé við að bæta, eða hvort hann stendur svekktur í súldinni á umferðareyju eða undir brúarsporði. Sjái hann einhver í vegkanti væri fallega gert að henda til hans brauði. 10. Heyrst hefur að íslensk verktakafyrirtæki muni brátt senda pólska starfsmenn sína til að reisa mislæg gatnamót í Írak, þar sem bensínverð er lágt, og því hægt að keyra meira. Samið hefur verið við CIA um afnot af flugvélum til að ferja starfsmennina. Það er ekki leiðin sem skiptir máli heldur áfangastaðurinn en við vitum líka öll hvert ferðinni er heitið, er það ekki? n Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Brátt verður búið að ryðja byggð úr vegi Reykjavíkur og rýma fyrir mislægum gatnamótum. Því er rétt, áður en við brunum öll endanlega austur nýju Hringbrautina, út á Leifsstöð og burt, að athuga hver það er sem erfir land, hvaða mann landneminn hefur að geyma, ef svo má segja. Hvað eru mislæg gatnamót? 1. Mislæg gatnamót eru fullkomnun þeirrar vegagerðar sem sjálf skapar fjarlægðirnar sem hún yfirstígur. Þannig hefur verið sýnt fram á að ef göngu- og hjólabrautir kæmu í stað vega innan höfuðborgarsvæðisins styttust fjarlægðir milli húsa svo að göngufært yrði á milli enda borgarinnar á tíu mínútum. Sem er umtalsvert styttri tími en tekur að ganga yfir meðalstórt bílastæði. 2. Mislæg gatnamót birtast þar sem áður voru krossgötur. Á krossgötum mátti standa, anda, horfa til allra átta, og ákveða svo hvert leiðinni væri heitið og hefði djöfullinn eitthvað til málanna að leggja var honum það fúst og frjálst. Á mislægum gatnamótum er ekki tóm til að staldra við og tala við djöfla. 3. Einhver orðaði það eitt sinn svo að helvíti væri hinir - í öllu falli eru djöflarnir hinir. Mislæg gatnamót eru einmitt til þess gerð að enginn þurfi nokkru sinni að verða var við aðra. Mislæg gatnamót gera mögulegt að ferðast milli vinnu, heimilis og verslana án þess að staðnæmast einu sinni á rauðu ljósi meðan aðrir fara hjá. Mislæg gatnamót eru að því leyti fullkomnun og endastöð þeirrar rökvísi einkabílsins að samneyti við ókunnuga sé til trafala, óþægilegt eins og sígarettureykur, og þeir, aðrir, séu betur geymdir í sjónvarpinu. 4. Mislæg gatnamót eru yfirlýsing um endalok stjórnmála og sögu, ytri mörk línulegs tíma, og fögnuður þeirrar nýju rökvísi að til að komast til hægri skuli maður beygja til vinstri. Til að rugla ekki þá í ríminu sem gætu þurft að yfirgefa bíla sína um stundarsakir og ganga, til dæmis vegna vélarbilunar, hefur sama rökvísi nú verið heimfærð á nýja hönnun göngubrúa, sem berja má augum í Vatnsmýri - rétta leiðin yfir Hringbraut er burt frá henni. 5. Mislæg gatnamót eru manndómsvígsla, þar duga menn eða hika, tapa og drepast. Sá sem ekki tekur rétta hægribeygju á leið sinni til vinstri veit ekki fyrr en hann er lentur í Mosfellsbæ. Sú saga er raunar sögð að láti maður kylfu ráða kasti og gæti ekki að því hvar og hvenær maður beygi á gatnamótum borgarinnar endi maður undantekningarlaust á bílastæðinu við Smáralind. 6. Mislæg gatnamót eru manifestó, yfirlýsing, og þau segja: það er ekki leiðin eða ferðalagið sem skiptir máli, heldur aðeins áfangastaðurinn. Aðeins áfangastaðurinn. Á leiðinni er enda bara útvarp, á áfangastaðnum verður þráðlaust net og dvd spilari. 7. Mislæg gatnamót eru sjálfsprottin, þau reisa sig sjálf í nokkurs lags spíralhreyfingu gegnum skrifræði, fjármagn og mýrlendi, án þess mannshöndin komi þar nokkurs staðar nálægt. Hafi mannshönd komið þar nálægt, til dæmis hönd gatnamálastjóra, skipulagsfræðings, hendur nefnda eða verkfræðinga, munu þeir vilja koma fleiri mislægum gatnamótum upp þar til engin leið er að rata um borgina, inn í hana eða út úr henni, svo þeir finnist aldrei, aldrei nokkurn tíma, heldur geti andað rólega einhvers staðar á milli vega. Þeir munu vita hvenær við erum farin og þeir geta um frjálst höfuð strokið, það mun birtast í fréttum. 8. Eins og gatnamótin sjá að mestu, ef ekki öllu, leyti um sig sjálf munu bílarnir vafalaust halda áfram að sprella um göturnar þegar við erum farin - og útvarpsstöðvum mun trúlega ganga ágætlega að fylla dagskrárbilin á milli auglýsinga, þó mannskepnurnar hypji sig. 9. Það fer tvennum sögum af því hvort mislæg gatnamót voru veitt með fulltingi djöfulsins og því hafi hann svo hljótt um sig núna að fáu sé við að bæta, eða hvort hann stendur svekktur í súldinni á umferðareyju eða undir brúarsporði. Sjái hann einhver í vegkanti væri fallega gert að henda til hans brauði. 10. Heyrst hefur að íslensk verktakafyrirtæki muni brátt senda pólska starfsmenn sína til að reisa mislæg gatnamót í Írak, þar sem bensínverð er lágt, og því hægt að keyra meira. Samið hefur verið við CIA um afnot af flugvélum til að ferja starfsmennina. Það er ekki leiðin sem skiptir máli heldur áfangastaðurinn en við vitum líka öll hvert ferðinni er heitið, er það ekki? n
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar